Njarðvíkingar hægðu á Þrótturum Siggeir Ævarsson skrifar 25. júlí 2024 21:33 Þróttarar fengu smá kælingu í kvöld, þrátt fyrir að hiti hafi verið í leiknum ÞRÓTTUR REYKJAVÍK Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld og það má segja að það hafi ekki vantað hitann, þó svo að það sé bölvuð kuldatíð. Tvö rauð spjöld fóru á loft og tvö víti voru dæmd. Njarðvíkingar tóku á móti Þrótturum sem höfðu verið á mikilli siglingu fyrir leikinn og unnið þrjá leiki í röð. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Kaj Leo Í Bartalstovu kom heimamönnum yfir á 64. mínútu. Kára Kristjánsson jafnaði svo úr víti á 82. mínútu og í uppbótartíma fékk Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur svo rautt spjald en menn virtust eiga eitt og annað óuppgert úti á velli eftir að flautað var til leiksloka. Á Seltjarnarnesi tóku heimamenn í Gróttu á móti Grindavík. Fyrir leikinn hafði Grótta tapað sjö leikjum í röð. Að sama skapi hefur Grindvíkingum aðeins fatast flugið eftir að hafa rétt úr kútnum eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Tvö töp í síðustu tveimur leikjum og það þriðja bættist við í kvöld. Grótta vann að lokum 3-1 sigur en vendipunktur leiksins kom á 82. mínútu þegar Matevz Turkus, leikmaður Grindavíkur, fékk rautt spjald og Grótta víti. Pétur Theódór Árnason brenndi af vítinu en fylgdi því eftir. Gabríel Hrannar Eyjólfsson innsiglaði sigurinn svo í uppbótartíma með marki frá miðlínu en Aron Dagur, markvörður Grindavíkur, var kominn fram í teiginn. Grindvíkingar hafa verið ansi duglegir við að safna rauðum spjöldum upp á síðkastið en þetta var fjórða rauða spjaldið sem liðið fær dæmt á sig í jafnmörgum leikjum. Í Breiðholti var boðið upp á alvöru nágrannaslag, þar sem ÍR hafði betur gegn Leikni, 1-0 og í Mosfellsbæ sóttu Keflvíkingar góð þrjú stig í greip Aftureldingar, lokatölur þar 1-3 gestunum í vil. Fótbolti Lengjudeild karla Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Sjá meira
Njarðvíkingar tóku á móti Þrótturum sem höfðu verið á mikilli siglingu fyrir leikinn og unnið þrjá leiki í röð. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Kaj Leo Í Bartalstovu kom heimamönnum yfir á 64. mínútu. Kára Kristjánsson jafnaði svo úr víti á 82. mínútu og í uppbótartíma fékk Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur svo rautt spjald en menn virtust eiga eitt og annað óuppgert úti á velli eftir að flautað var til leiksloka. Á Seltjarnarnesi tóku heimamenn í Gróttu á móti Grindavík. Fyrir leikinn hafði Grótta tapað sjö leikjum í röð. Að sama skapi hefur Grindvíkingum aðeins fatast flugið eftir að hafa rétt úr kútnum eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Tvö töp í síðustu tveimur leikjum og það þriðja bættist við í kvöld. Grótta vann að lokum 3-1 sigur en vendipunktur leiksins kom á 82. mínútu þegar Matevz Turkus, leikmaður Grindavíkur, fékk rautt spjald og Grótta víti. Pétur Theódór Árnason brenndi af vítinu en fylgdi því eftir. Gabríel Hrannar Eyjólfsson innsiglaði sigurinn svo í uppbótartíma með marki frá miðlínu en Aron Dagur, markvörður Grindavíkur, var kominn fram í teiginn. Grindvíkingar hafa verið ansi duglegir við að safna rauðum spjöldum upp á síðkastið en þetta var fjórða rauða spjaldið sem liðið fær dæmt á sig í jafnmörgum leikjum. Í Breiðholti var boðið upp á alvöru nágrannaslag, þar sem ÍR hafði betur gegn Leikni, 1-0 og í Mosfellsbæ sóttu Keflvíkingar góð þrjú stig í greip Aftureldingar, lokatölur þar 1-3 gestunum í vil.
Fótbolti Lengjudeild karla Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Sjá meira