Hamilton skýtur á Verstappen: Verður að haga sér eins og heimsmeistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2024 12:00 Max Verstappen og Lewis Hamilton hafa unnið sjö síðustu heimsmeistaratitla og allt lítur út fyrir að Verstappen vinni fjórða árið í röð í haust. EPA-EFE/SHAWN THEW Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton skaut fast á núverandi heimsmeistara eftir ungverska formúlu 1 kappaksturinn um síðustu helgi. Hamilton var í viðtali fyrir belgíska kappaksturinn sem er á dagskrá um þessa helgi. Hann var spurður út ungverska kappaksturinn þar sem Max Verstappen keyrði á Hamilton. Verstappen var mjög ósáttur með taktíkina hjá sínu liði og lenti seinna í árekstri við bíl Hamilton. Þú ert hluti af liði „Þú verður að muna eftir því að þú ert hluti af liði. Það er fullt af fólki að vinna í kringum þig og þú verður að haga þér eins og heimsmeistari,“ sagði Lewis Hamilton en Sky Sports segir frá. Þegar Hamilton var spurður út í það hvernig menn haga sér eins og heimsmeistarar þá svaraði Bretinn: „Það er góð spurning. Það er alla vega ljóst að hann [Verstappen] gerði það ekki um síðustu helgi,“ sagði Hamilton. Lewis Hamilton og Max Verstappen eru ekki miklir vinir.EPA-EFE/ANDRES MARTINEZ CASARES Verstappen sjálfur varði sína hegðun. „Fólki líkar ekki við hvernig ég tala, segja að ég hlusti ekki eða lækki ekki í mér. Ég er á eftir árangri og hef sannað það. Ég vil nýta öll tækifæri. Fólki finnst að ég eigi ekki að vera svona hávær en þau verða bara eiga það við sig sjálf,“ sagði Max Verstappen. Allir hreinskilnir hjá Red Bull Hann sagði líka að allir væru hreinskilnir innan Red Bull liðsins og þar megi allir segja sínar skoðanir. „Við gagnrýnum hvern annan og það hefur gengið vel. Ég býst ekki við að það breytist,“ sagði Verstappen. Hamilton vann heimsmeistaratitilinn í formúlu 1 sjö sinnum þar af fjögur ár í röð frá 2017 til 2020. Verstappen hefur orðið heimsmeistari undanfarin þrjú ár og er á góðri leið með að vinna þann fjórða í röð. 76 stiga forysta Hollenski formúlukappinn er með 76 stiga forskot í keppni ökumanna þrátt fyrir að hafa endaði í fimmta sæti í tveimur af síðustu þremur keppnum. Hann vann sjö af fyrstu tíu keppnum ársins og náði yfirburðarforystu. Verstappen er með 265 stig en næstur kemur með 189 stig. Hamilton er í fimma sætinu með 125 stig en hefur verið allur að koma til. Hamilton komst á pall í Ungverjalandi sem var í þriðja sinn í síðustu fjórum keppnum sem hann nær því. Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Hamilton var í viðtali fyrir belgíska kappaksturinn sem er á dagskrá um þessa helgi. Hann var spurður út ungverska kappaksturinn þar sem Max Verstappen keyrði á Hamilton. Verstappen var mjög ósáttur með taktíkina hjá sínu liði og lenti seinna í árekstri við bíl Hamilton. Þú ert hluti af liði „Þú verður að muna eftir því að þú ert hluti af liði. Það er fullt af fólki að vinna í kringum þig og þú verður að haga þér eins og heimsmeistari,“ sagði Lewis Hamilton en Sky Sports segir frá. Þegar Hamilton var spurður út í það hvernig menn haga sér eins og heimsmeistarar þá svaraði Bretinn: „Það er góð spurning. Það er alla vega ljóst að hann [Verstappen] gerði það ekki um síðustu helgi,“ sagði Hamilton. Lewis Hamilton og Max Verstappen eru ekki miklir vinir.EPA-EFE/ANDRES MARTINEZ CASARES Verstappen sjálfur varði sína hegðun. „Fólki líkar ekki við hvernig ég tala, segja að ég hlusti ekki eða lækki ekki í mér. Ég er á eftir árangri og hef sannað það. Ég vil nýta öll tækifæri. Fólki finnst að ég eigi ekki að vera svona hávær en þau verða bara eiga það við sig sjálf,“ sagði Max Verstappen. Allir hreinskilnir hjá Red Bull Hann sagði líka að allir væru hreinskilnir innan Red Bull liðsins og þar megi allir segja sínar skoðanir. „Við gagnrýnum hvern annan og það hefur gengið vel. Ég býst ekki við að það breytist,“ sagði Verstappen. Hamilton vann heimsmeistaratitilinn í formúlu 1 sjö sinnum þar af fjögur ár í röð frá 2017 til 2020. Verstappen hefur orðið heimsmeistari undanfarin þrjú ár og er á góðri leið með að vinna þann fjórða í röð. 76 stiga forysta Hollenski formúlukappinn er með 76 stiga forskot í keppni ökumanna þrátt fyrir að hafa endaði í fimmta sæti í tveimur af síðustu þremur keppnum. Hann vann sjö af fyrstu tíu keppnum ársins og náði yfirburðarforystu. Verstappen er með 265 stig en næstur kemur með 189 stig. Hamilton er í fimma sætinu með 125 stig en hefur verið allur að koma til. Hamilton komst á pall í Ungverjalandi sem var í þriðja sinn í síðustu fjórum keppnum sem hann nær því.
Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira