Vaxandi áhrif hlýnunar á úrkomumynstur og fellibyli Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2024 11:48 Úrhellisrigning fylgdi fellibylnum Gaemi í Manila, höfuðborgar Filippseyja, á miðvikudag. Aukin úrkomuákefð er á meðal þess sem reikna má með á hlýnandi jörðu. AP/Joeal Capulitan Meirihluti landssvæðis á jörðinni hefur upplifað stærri sveiflur á milli úrkomu og þurrks en áður vegna hlýnunar lofthjúpsins. Þá eru merki um að loftslagsbreytingar hafi þau áhrif að fellibylir við Asíu verða fátíðari en öflugri en ella. Vísindamenn hafa lengi varað við því að hnattræn hlýnun af völdum manna hafi í för með sér vaxandi veðuröfgar, þar á meðal ákafari úrkomu og verri þurrka. Hlýrra loft getur enda borið meiri vatnsgufu en svalara. Áætlað er að loftið geti borið sjö prósent meiri raka fyrir hverja gráðu hlýnunar sem á sér stað. Niðurstaða nýrrar rannsóknar alþjóðlegs hóps vísindamanna sem skoðuðu sögulegar veðurathuganir er að sveiflur í úrkomu hafi aukist á um 75 prósent lands á jörðinni síðustu öldina. Þeir rekja það til aukinnar getu andrúmsloftsins til þess að halda raka vegna hlýnunarinnar í grein sem birtist í vísindaritinu Science í gær. Úrkomusveiflan er sögð greinilegust í Evrópu, Ástralíu og austanverðri Norður-Ameríku. Þær eru sagðar áskorun fyrir veður- og loftslagsspár og aðlögun samfélaga manna og vistkerfa að þeim loftslagsbreytingum sem eiga sér nú stað. „Þetta á eftir að ágerast eftir því sem hnattræn hlýnun heldur áfram og eykur líkurnar á þurrkum og flóðum,“ segir Steven Sherwood, vísindamaður við Loftslagsbreytingarannsóknarmiðstöð Háskólan í Nýju Suður-Wales í Ástralíu, við Reuters-fréttastofuna. Hann tók ekki þátt í rannsókninni. Óljóst er hvernig úrkoma þróast á Íslandi næstu öldina samkvæmt síðustu samantektarskýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar sem gefin var út í fyrra. Loftslagslíkönum beri illa saman um breytingar á úrkomu út öldina en þó sé útlit fyrir að hún aukist um rúmlega prósent fyrir hverja gráðu sem hlýnar. Ákefð úrkomu á landinu aukist og aftakaúrkoma gæti aukist á bilinu fimm til fimmtán prósent. Það samsvari á bilinu fjögra til fimmtán millímetra aukningu á sólarhring frá núverandi úrkomu á flestum svæðum. Færri en sterkari fellibylir Öflugasti fellibylur ársins til þess gekk yfir Taívan, Filippseyjar og Kína í vikunni. Hundruð þúsunda manna flúðu heimili sín áður en fellibylurinn Gaemi gekk á land þar í gær. Gaemi var jafnframt öflugasti fellibylurinn sem dunið hefur á Taívan í átta ár. Loftslagslíkön benda til þess að hlýnun jarðar auki styrk fellibylja enda sækja þeir kraft sinn í hlýjan sjó. Vísbendingar eru þó einnig um að fellibylir gætu orðið fátíðari á sama tíma og þær sækja í sig veðrið. Í skýrslu kínverskra yfirvalda sem var gefin út í þessum mánuði kom fram að fellibyljum á norðvestanverðu Kyrrahafi og Suður-Kínahafi hefur fækkað umtalsvert frá 10. áratug síðustu aldar en þeir hafi orðið öflugari. Loftslagsskýrsla sem var gefin út í Taívan í vor reiknaði með sambærilegri þróun við hlýnun loftslags. Feng Xiangbo, sérfræðingur í fellibyljum við Háskólann í Reading á Englandi, segir Reuters að fækkun fellibylja skýrist af ójafnri hlýnun hafsins þar sem vestanvert Kyrrahafið hlýnar hraðar en austurhluti þess. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Vísindamenn hafa lengi varað við því að hnattræn hlýnun af völdum manna hafi í för með sér vaxandi veðuröfgar, þar á meðal ákafari úrkomu og verri þurrka. Hlýrra loft getur enda borið meiri vatnsgufu en svalara. Áætlað er að loftið geti borið sjö prósent meiri raka fyrir hverja gráðu hlýnunar sem á sér stað. Niðurstaða nýrrar rannsóknar alþjóðlegs hóps vísindamanna sem skoðuðu sögulegar veðurathuganir er að sveiflur í úrkomu hafi aukist á um 75 prósent lands á jörðinni síðustu öldina. Þeir rekja það til aukinnar getu andrúmsloftsins til þess að halda raka vegna hlýnunarinnar í grein sem birtist í vísindaritinu Science í gær. Úrkomusveiflan er sögð greinilegust í Evrópu, Ástralíu og austanverðri Norður-Ameríku. Þær eru sagðar áskorun fyrir veður- og loftslagsspár og aðlögun samfélaga manna og vistkerfa að þeim loftslagsbreytingum sem eiga sér nú stað. „Þetta á eftir að ágerast eftir því sem hnattræn hlýnun heldur áfram og eykur líkurnar á þurrkum og flóðum,“ segir Steven Sherwood, vísindamaður við Loftslagsbreytingarannsóknarmiðstöð Háskólan í Nýju Suður-Wales í Ástralíu, við Reuters-fréttastofuna. Hann tók ekki þátt í rannsókninni. Óljóst er hvernig úrkoma þróast á Íslandi næstu öldina samkvæmt síðustu samantektarskýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar sem gefin var út í fyrra. Loftslagslíkönum beri illa saman um breytingar á úrkomu út öldina en þó sé útlit fyrir að hún aukist um rúmlega prósent fyrir hverja gráðu sem hlýnar. Ákefð úrkomu á landinu aukist og aftakaúrkoma gæti aukist á bilinu fimm til fimmtán prósent. Það samsvari á bilinu fjögra til fimmtán millímetra aukningu á sólarhring frá núverandi úrkomu á flestum svæðum. Færri en sterkari fellibylir Öflugasti fellibylur ársins til þess gekk yfir Taívan, Filippseyjar og Kína í vikunni. Hundruð þúsunda manna flúðu heimili sín áður en fellibylurinn Gaemi gekk á land þar í gær. Gaemi var jafnframt öflugasti fellibylurinn sem dunið hefur á Taívan í átta ár. Loftslagslíkön benda til þess að hlýnun jarðar auki styrk fellibylja enda sækja þeir kraft sinn í hlýjan sjó. Vísbendingar eru þó einnig um að fellibylir gætu orðið fátíðari á sama tíma og þær sækja í sig veðrið. Í skýrslu kínverskra yfirvalda sem var gefin út í þessum mánuði kom fram að fellibyljum á norðvestanverðu Kyrrahafi og Suður-Kínahafi hefur fækkað umtalsvert frá 10. áratug síðustu aldar en þeir hafi orðið öflugari. Loftslagsskýrsla sem var gefin út í Taívan í vor reiknaði með sambærilegri þróun við hlýnun loftslags. Feng Xiangbo, sérfræðingur í fellibyljum við Háskólann í Reading á Englandi, segir Reuters að fækkun fellibylja skýrist af ójafnri hlýnun hafsins þar sem vestanvert Kyrrahafið hlýnar hraðar en austurhluti þess.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira