Óvíst hvort að skemmdarverkin hafi áhrif: Skipulagsleysi setur svip sinn á samgöngumál Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. júlí 2024 12:06 Mikill viðbúnaður er í Parísarborg í kringum Ólympíuleikanna. Vilhelm/EPA/RITCHIE B. TONGO Óvíst er að svo stöddu hvort skemmdarverkin á lestarkerfinu í Frakklandi muni hafa áhrif á íslenska Ólympíuhópinn, þó að það geti haft áhrif á lið stærri þjóða. Aðalfararstjóri íslenska hópsins segist verða var við gífurlega öryggisgæslu á svæðinu. Formleg setningarathöfn Ólympíuleikanna er í kvöld en tveir íslenskir keppendur taka þátt sem fánaberar. Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og aðalfararstjóri hópsins, segir óljóst hvort að umfangsmikil skemmdarverk sem voru unnin á lestarkerfinu umhverfis París í Frakklandi muni hafa áhrif á íslenska hópinn. Vésteinn tekur þó fram að skipulagsleysi setji svip sinn á samgöngumál á mótinu. Leið yfir keppanda í rútu „Við vitum það ekki þetta er bara nýtilkomið. Það hefur verið mikið vesen með samgöngur hérna, það hefur verið aðallega kvartað undan því. Rútukerfi leikanna hefur ekki virkað og bílstjórarnir vita ekki hvert þeir eru að fara og svona. Af alls konar öryggisástæðum má ekki opna glugga í rútunni og það leið yfir eina sundkonu frá Írlandi út af súrefnisskorti. Við vitum hreinlega ekki hvort þessi skemmdarverk hafi áhrif á okkur en hinað til erum við bara í rútum, við erum ekki í þessum samgöngumálum. Við erum með nokkra starfsmenn sem eru fyrir utan þorpið og það gæti haft áhrif á þau. Við erum með b-plan í þessu öllu saman og erum með bíla til að ná í þau. “ Lítið af mat fyrstu daganna Jafnframt hefur verið kvartað töluvert undan matnum á mótinu en Vésteinn tekur fram að búið sé að bæta úr því. „Fyrstu daganna hérna var lítið af mat og lítið af próteini. Eggin voru búin og ýmislegt svona í morgunmatnum. Það er búið að laga það sæmilega vel. Við vorum í kvöldmat í gær með þrjú þúsund manns og ég held að það hafi allir fengið nóg að borða.“ Átta tíma ferðalag fyrir setningarathöfnina Vésteinn segir að mikil spenna sé á meðal keppenda fyrir leikunum og að undirbúningur sé búin að ganga mjög vel. Hann nefnir að þrír af fimm keppendum muni ekki taka þátt í setningarathöfninni til að og undirbúa sig fyrir keppnina sjálfa. Þetta er í fyrsta sinn sem athöfnin fer ekki fram á íþróttaleikvangi en í kvöld munu keppendur frá 207 löndum sigla niður Signu um borð í 85 bátum. Mikil leynd ríkir um skemmtiatriði kvöldsins en búist er við að Lady Gaga og Celine Dion komi fram í kvöld. „Við förum héðan þremur tímum fyrir bátsferðina svo að allur pakkinn er átta og hálfur tími. Síðan er bátsferðin 42 mínútur og síðan förum við í land eftir tvo klukkutíma því þetta eru svo margir bátar og svo er þetta í Trocadero eftir það. Þannig að þetta er heljarinnar batterí.“ Mikill viðbúnaður í kringum þorpið Vésteinn segir mikinn viðbúnað á svæðinu og að mikil áhersla sé lögð á öryggismál. „Við erum í sömu götu og Ísrael. Þeir eru hérna þremur blokkum frá okkur og það er lokað stundum þar. Það er eina blokkin sem er ekki merkt. Hér labba menn um með stór skotvopn og það er mjög mikið öryggi og það kemst enginn inn. Það er vel hugsað um þá sem eru í stríðsátökum og við getum náttúrulega ekkert annað en bara fylgt þeim reglum.“ Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fleiri fréttir „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Formleg setningarathöfn Ólympíuleikanna er í kvöld en tveir íslenskir keppendur taka þátt sem fánaberar. Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og aðalfararstjóri hópsins, segir óljóst hvort að umfangsmikil skemmdarverk sem voru unnin á lestarkerfinu umhverfis París í Frakklandi muni hafa áhrif á íslenska hópinn. Vésteinn tekur þó fram að skipulagsleysi setji svip sinn á samgöngumál á mótinu. Leið yfir keppanda í rútu „Við vitum það ekki þetta er bara nýtilkomið. Það hefur verið mikið vesen með samgöngur hérna, það hefur verið aðallega kvartað undan því. Rútukerfi leikanna hefur ekki virkað og bílstjórarnir vita ekki hvert þeir eru að fara og svona. Af alls konar öryggisástæðum má ekki opna glugga í rútunni og það leið yfir eina sundkonu frá Írlandi út af súrefnisskorti. Við vitum hreinlega ekki hvort þessi skemmdarverk hafi áhrif á okkur en hinað til erum við bara í rútum, við erum ekki í þessum samgöngumálum. Við erum með nokkra starfsmenn sem eru fyrir utan þorpið og það gæti haft áhrif á þau. Við erum með b-plan í þessu öllu saman og erum með bíla til að ná í þau. “ Lítið af mat fyrstu daganna Jafnframt hefur verið kvartað töluvert undan matnum á mótinu en Vésteinn tekur fram að búið sé að bæta úr því. „Fyrstu daganna hérna var lítið af mat og lítið af próteini. Eggin voru búin og ýmislegt svona í morgunmatnum. Það er búið að laga það sæmilega vel. Við vorum í kvöldmat í gær með þrjú þúsund manns og ég held að það hafi allir fengið nóg að borða.“ Átta tíma ferðalag fyrir setningarathöfnina Vésteinn segir að mikil spenna sé á meðal keppenda fyrir leikunum og að undirbúningur sé búin að ganga mjög vel. Hann nefnir að þrír af fimm keppendum muni ekki taka þátt í setningarathöfninni til að og undirbúa sig fyrir keppnina sjálfa. Þetta er í fyrsta sinn sem athöfnin fer ekki fram á íþróttaleikvangi en í kvöld munu keppendur frá 207 löndum sigla niður Signu um borð í 85 bátum. Mikil leynd ríkir um skemmtiatriði kvöldsins en búist er við að Lady Gaga og Celine Dion komi fram í kvöld. „Við förum héðan þremur tímum fyrir bátsferðina svo að allur pakkinn er átta og hálfur tími. Síðan er bátsferðin 42 mínútur og síðan förum við í land eftir tvo klukkutíma því þetta eru svo margir bátar og svo er þetta í Trocadero eftir það. Þannig að þetta er heljarinnar batterí.“ Mikill viðbúnaður í kringum þorpið Vésteinn segir mikinn viðbúnað á svæðinu og að mikil áhersla sé lögð á öryggismál. „Við erum í sömu götu og Ísrael. Þeir eru hérna þremur blokkum frá okkur og það er lokað stundum þar. Það er eina blokkin sem er ekki merkt. Hér labba menn um með stór skotvopn og það er mjög mikið öryggi og það kemst enginn inn. Það er vel hugsað um þá sem eru í stríðsátökum og við getum náttúrulega ekkert annað en bara fylgt þeim reglum.“
Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fleiri fréttir „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira