Hver er hún þessi drusla? Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 26. júlí 2024 13:31 Ég fann ekki nákvæma starfslýsingu en læt mínar hugleiðingar fylgja hér á eftir. Hún er dóttir, systir, frænka, móðir og jafnvel amma, hún er góða kennslukonan, sæta stelpan í næsta húsi, umhyggjusama hjúkrunarkonan, sem einhver fann þörf hjá sér til að svívirða, misnota og meiða, nauðga, beita kynferðislegu ofbeldi, niðurlægja og drottna yfir. Svo núna er þessi gullfallega manneskja sem okkur er kær orðin drusla, svo þannig verða druslu til, skilst mér. Var það af því hún var í stuttu pilsi, flegnari skyrtu, drakk of mikið, brosti og hló of mikið, dansaði of vilt, hreyfði sig of æsandi. Nei það er engin hegðun né klæðnaður sem „réttlætir“ nauðgun, þá hefði „mátt“ nauðga flestum okkar einhver tíman á lífsleiðinni. „Hún bauð upp á það að vera nauðgað“, „hún bað um að sér yrði nauðgað“, svona klædd, verandi þarna, svona drukkin, eins og hún lét. Það á alltaf að kæra nauðgun, segja frá, skila skömminni, hún er ekki okkar að burðast með, við báðum ekki um að vera nauðgað. Nauðgun er ofbeldi og er aldrei þolandanum að kenna, aldrei. En hvað er það sem gerist, hvað fær ungan glæsilegan mann, vin, pabba jafnvel afa til að nauðga? og eyðileggja líf þess sem fyrir honum verður? Ég trúi ekki að það ætli sér einhver að eyðileggja líf annara, valda þeim sársauka, vanlíðan og hræðslu, niðurlægja. Þessi undarlega eftir á skýring „hún er bara drusla“ sem réttlæti á verknaðinum verður að teljast undarleg, Hún var ekki svo mikil drusla að hún svæfi hjá þér svo þú þurftir að nauðga henni, hvað segir það um þig, ekki einu sinni drusla vill þig, og það gerir þig að svo stórum og miklum karlmanni að nauðga druslu, þú ert ekki vandur að virðingu þinni, eða er það kannski þú sem ert druslan hér? Það var kalt vetrarkvöld 1983 sem „vinur“ minn ákvað að gera mig að druslu, ég var 17 ára, hann 29, við vorum „fastagestir“ í Þórskaffi á þessum árum, gátum talað um allt, hlógum mikið, ég fór stundum með honum heim að hlusta á plötur en hann átti flott safn laga sem maður heyriði almennt ekki í útvarpi. Það var aldrei neitt kynferðislegt, engin snerting né kossar bara vinskapur. Þetta kvöld var ég óvenju þreytt, búinn að vinna mikið síðustu daga, svo ég sofnaði, ég var ekki einu sinni að drekka bara þreytt. Ég vaknaði við að hann er ofan á mér. Hann meiddi mig ekkert mikið, og baðst meira að segja afsökunar þegar ég sagðist hafa verið „hrein mey“, en hann tók ekki sakleysi mitt það var gert mörgum árum áður. Það hefði aldrei þítt að kæra hann, ekki á þeim tíma allavegana. Auðvitað veit ég að það eru ekki bara karlmenn sem nauðga og ekki bara konum sem er nauðgað. Margir gerendur eiga við andleg veikindi að stríða sem þeir hafa ekki fengið hjálp með, þar eru báðir aðilar í raun fórnarlömb Varúð! þið gætuð séð druslur á ferð í miðborg Reykjavíkur á laugardag en þá ætla þær í sína árlegu Druslugöngu, nú í tólfta sinn. Druslugangan verður gengin frá Hallgrímskirkju klukkan 14 á laugardaginn, Þann 27 júlí. Höfundur er DRUSLA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmunda G. Guðmundsdóttir Kynferðisofbeldi Druslugangan Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Ég fann ekki nákvæma starfslýsingu en læt mínar hugleiðingar fylgja hér á eftir. Hún er dóttir, systir, frænka, móðir og jafnvel amma, hún er góða kennslukonan, sæta stelpan í næsta húsi, umhyggjusama hjúkrunarkonan, sem einhver fann þörf hjá sér til að svívirða, misnota og meiða, nauðga, beita kynferðislegu ofbeldi, niðurlægja og drottna yfir. Svo núna er þessi gullfallega manneskja sem okkur er kær orðin drusla, svo þannig verða druslu til, skilst mér. Var það af því hún var í stuttu pilsi, flegnari skyrtu, drakk of mikið, brosti og hló of mikið, dansaði of vilt, hreyfði sig of æsandi. Nei það er engin hegðun né klæðnaður sem „réttlætir“ nauðgun, þá hefði „mátt“ nauðga flestum okkar einhver tíman á lífsleiðinni. „Hún bauð upp á það að vera nauðgað“, „hún bað um að sér yrði nauðgað“, svona klædd, verandi þarna, svona drukkin, eins og hún lét. Það á alltaf að kæra nauðgun, segja frá, skila skömminni, hún er ekki okkar að burðast með, við báðum ekki um að vera nauðgað. Nauðgun er ofbeldi og er aldrei þolandanum að kenna, aldrei. En hvað er það sem gerist, hvað fær ungan glæsilegan mann, vin, pabba jafnvel afa til að nauðga? og eyðileggja líf þess sem fyrir honum verður? Ég trúi ekki að það ætli sér einhver að eyðileggja líf annara, valda þeim sársauka, vanlíðan og hræðslu, niðurlægja. Þessi undarlega eftir á skýring „hún er bara drusla“ sem réttlæti á verknaðinum verður að teljast undarleg, Hún var ekki svo mikil drusla að hún svæfi hjá þér svo þú þurftir að nauðga henni, hvað segir það um þig, ekki einu sinni drusla vill þig, og það gerir þig að svo stórum og miklum karlmanni að nauðga druslu, þú ert ekki vandur að virðingu þinni, eða er það kannski þú sem ert druslan hér? Það var kalt vetrarkvöld 1983 sem „vinur“ minn ákvað að gera mig að druslu, ég var 17 ára, hann 29, við vorum „fastagestir“ í Þórskaffi á þessum árum, gátum talað um allt, hlógum mikið, ég fór stundum með honum heim að hlusta á plötur en hann átti flott safn laga sem maður heyriði almennt ekki í útvarpi. Það var aldrei neitt kynferðislegt, engin snerting né kossar bara vinskapur. Þetta kvöld var ég óvenju þreytt, búinn að vinna mikið síðustu daga, svo ég sofnaði, ég var ekki einu sinni að drekka bara þreytt. Ég vaknaði við að hann er ofan á mér. Hann meiddi mig ekkert mikið, og baðst meira að segja afsökunar þegar ég sagðist hafa verið „hrein mey“, en hann tók ekki sakleysi mitt það var gert mörgum árum áður. Það hefði aldrei þítt að kæra hann, ekki á þeim tíma allavegana. Auðvitað veit ég að það eru ekki bara karlmenn sem nauðga og ekki bara konum sem er nauðgað. Margir gerendur eiga við andleg veikindi að stríða sem þeir hafa ekki fengið hjálp með, þar eru báðir aðilar í raun fórnarlömb Varúð! þið gætuð séð druslur á ferð í miðborg Reykjavíkur á laugardag en þá ætla þær í sína árlegu Druslugöngu, nú í tólfta sinn. Druslugangan verður gengin frá Hallgrímskirkju klukkan 14 á laugardaginn, Þann 27 júlí. Höfundur er DRUSLA
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar