Endurgerði mynd af sér og Gumma Torfa 34 árum síðar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2024 14:00 Gary McIntyre og Guðmundur Torfason, 1990 og 2024. Þrátt fyrir að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því Guðmundur Torfason yfirgaf St Mirren er hann enn í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins. Það mátti glöggt hjá þegar hann mætti á leik skoska liðsins gegn Val í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöldi. Valur og St Mirren gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar á Hlíðarenda í gær. Guðmundur Torfason er formaður knattspyrnudeildar Fram en hann mætti samt á heimavöll eins af erkifjendum þeirra bláu í gær. Það var ekki að furða þar enda er Guðmundur fyrrverandi leikmaður St Mirren. Stuðningsmenn skoska liðsins hópuðust að Guðmundi þegar hann mætti á Hlíðarenda og allir vildu fá mynd af sér með honum. Einn þeirra sem fékk mynd af sér með Guðmundi var Gary McIntyre. Þetta er ekki fyrsta myndin af þeim saman því árið 1990 var tekin mynd af þeim, þegar McIntyre var ungur drengur og Guðmundur var að raða inn mörkum fyrir St Mirren. Þeir hittust svo aftur í gær, 34 árum eftir að fyrri myndin var tekin. Myndirnar tvær rötuðu á samfélagsmiðla enda mjög svo skemmtilegar. St Mirren keypti Guðmund frá Rapid Vín 1989 og hann lék með skoska liðinu til 1992. Í viðtali við íþróttadeild í gær minntist hann tíma síns hjá St Mirren með hlýju. „Þetta voru frábærir tímar á mínum ferli. Liðin nokkur ár síðan þá en það er alltaf gaman að sjá þegar minnst er á gamla félagið. Þetta var og er fjölskylduklúbbur og virkilega gaman að liðið sé komið hingað til lands að spila við Val.“ Guðmundur var svo spurður hverjum hann stæði með í leiknum á Hlíðarenda, Val eða St Mirren? „Maður vill náttúrulega alltaf hafa íslensku liðin í forgrunni. Vill þeim vel. En auðvitað slær hjartað alltaf með gamla félaginu líka. Það er alltaf erfitt þegar að svona er en maður heldur náttúrulega bara með íslenskri knattspyrnu,“ svaraði Guðmundur. Seinni leikur St Mirren og Vals fer fram á St Mirren Park á fimmtudaginn kemur. Sigurvegarinn í einvíginu kemst áfram í 3. umferð forkeppninnar og mætir þar annað hvort Go Ahead Eagles frá Hollandi eða Brann frá Noregi. Skoski boltinn Sambandsdeild Evrópu Valur Tengdar fréttir „Það var ekki planið hjá okkur“ Gylfi Þór Sigurðsson segir tilfinningarnar vera blendnar eftir markalaust jafntefli Vals við St. Mirren í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. 25. júlí 2024 20:58 Frá Ástralíu til Íslands til að komast á leik kvöldsins: „Þetta er risastórt“ Skoska liðið St.Mirren heimsækir Val í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Er um að ræða fyrri leik liðanna 2.umferð undankeppninnar. Stuðningsmenn liðsins hafa sett svip sinn á mannlífið í Reykjavíkurborg. Einn þeirra á að baki lengra ferðalag en hinir. Sá heitir Colin Bright. Hann flaug hingað til lands alla leið frá Ástralíu til að mæta á leik kvöldsins á N1 vellinum að Hlíðarenda. 25. júlí 2024 17:46 Skosk yfirtaka í miðborg Reykjavíkur Óhætt er að segja að skoska úrvalsdeildarfélagið St. Mirren muni fá góðan stuðning úr stúkunni á N1 vellinum að Hlíðarenda í kvöld þegar að liðið mætir Val í fyrri leik liðanna í 2.umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Stuðningsmenn skoska liðsins hafa fjölmennt til Reykjavíkur og sett sinn svip á mannlífið þar í dag. 25. júlí 2024 15:56 Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Valur og St Mirren gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar á Hlíðarenda í gær. Guðmundur Torfason er formaður knattspyrnudeildar Fram en hann mætti samt á heimavöll eins af erkifjendum þeirra bláu í gær. Það var ekki að furða þar enda er Guðmundur fyrrverandi leikmaður St Mirren. Stuðningsmenn skoska liðsins hópuðust að Guðmundi þegar hann mætti á Hlíðarenda og allir vildu fá mynd af sér með honum. Einn þeirra sem fékk mynd af sér með Guðmundi var Gary McIntyre. Þetta er ekki fyrsta myndin af þeim saman því árið 1990 var tekin mynd af þeim, þegar McIntyre var ungur drengur og Guðmundur var að raða inn mörkum fyrir St Mirren. Þeir hittust svo aftur í gær, 34 árum eftir að fyrri myndin var tekin. Myndirnar tvær rötuðu á samfélagsmiðla enda mjög svo skemmtilegar. St Mirren keypti Guðmund frá Rapid Vín 1989 og hann lék með skoska liðinu til 1992. Í viðtali við íþróttadeild í gær minntist hann tíma síns hjá St Mirren með hlýju. „Þetta voru frábærir tímar á mínum ferli. Liðin nokkur ár síðan þá en það er alltaf gaman að sjá þegar minnst er á gamla félagið. Þetta var og er fjölskylduklúbbur og virkilega gaman að liðið sé komið hingað til lands að spila við Val.“ Guðmundur var svo spurður hverjum hann stæði með í leiknum á Hlíðarenda, Val eða St Mirren? „Maður vill náttúrulega alltaf hafa íslensku liðin í forgrunni. Vill þeim vel. En auðvitað slær hjartað alltaf með gamla félaginu líka. Það er alltaf erfitt þegar að svona er en maður heldur náttúrulega bara með íslenskri knattspyrnu,“ svaraði Guðmundur. Seinni leikur St Mirren og Vals fer fram á St Mirren Park á fimmtudaginn kemur. Sigurvegarinn í einvíginu kemst áfram í 3. umferð forkeppninnar og mætir þar annað hvort Go Ahead Eagles frá Hollandi eða Brann frá Noregi.
Skoski boltinn Sambandsdeild Evrópu Valur Tengdar fréttir „Það var ekki planið hjá okkur“ Gylfi Þór Sigurðsson segir tilfinningarnar vera blendnar eftir markalaust jafntefli Vals við St. Mirren í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. 25. júlí 2024 20:58 Frá Ástralíu til Íslands til að komast á leik kvöldsins: „Þetta er risastórt“ Skoska liðið St.Mirren heimsækir Val í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Er um að ræða fyrri leik liðanna 2.umferð undankeppninnar. Stuðningsmenn liðsins hafa sett svip sinn á mannlífið í Reykjavíkurborg. Einn þeirra á að baki lengra ferðalag en hinir. Sá heitir Colin Bright. Hann flaug hingað til lands alla leið frá Ástralíu til að mæta á leik kvöldsins á N1 vellinum að Hlíðarenda. 25. júlí 2024 17:46 Skosk yfirtaka í miðborg Reykjavíkur Óhætt er að segja að skoska úrvalsdeildarfélagið St. Mirren muni fá góðan stuðning úr stúkunni á N1 vellinum að Hlíðarenda í kvöld þegar að liðið mætir Val í fyrri leik liðanna í 2.umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Stuðningsmenn skoska liðsins hafa fjölmennt til Reykjavíkur og sett sinn svip á mannlífið þar í dag. 25. júlí 2024 15:56 Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
„Það var ekki planið hjá okkur“ Gylfi Þór Sigurðsson segir tilfinningarnar vera blendnar eftir markalaust jafntefli Vals við St. Mirren í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. 25. júlí 2024 20:58
Frá Ástralíu til Íslands til að komast á leik kvöldsins: „Þetta er risastórt“ Skoska liðið St.Mirren heimsækir Val í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Er um að ræða fyrri leik liðanna 2.umferð undankeppninnar. Stuðningsmenn liðsins hafa sett svip sinn á mannlífið í Reykjavíkurborg. Einn þeirra á að baki lengra ferðalag en hinir. Sá heitir Colin Bright. Hann flaug hingað til lands alla leið frá Ástralíu til að mæta á leik kvöldsins á N1 vellinum að Hlíðarenda. 25. júlí 2024 17:46
Skosk yfirtaka í miðborg Reykjavíkur Óhætt er að segja að skoska úrvalsdeildarfélagið St. Mirren muni fá góðan stuðning úr stúkunni á N1 vellinum að Hlíðarenda í kvöld þegar að liðið mætir Val í fyrri leik liðanna í 2.umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Stuðningsmenn skoska liðsins hafa fjölmennt til Reykjavíkur og sett sinn svip á mannlífið þar í dag. 25. júlí 2024 15:56