Málum vegna dyrabjöllumyndavéla muni fjölga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júlí 2024 23:31 Helga Sigríður er staðgengill forstjóra Persónuverndar. Hún á von á því að málum á borði stofnunarinnar sem tengjast dyrabjöllumyndavélum muni fjölga á næstunni. Vísir/Ívar Fannar Kvörtunum og athugasemdum vegna dyrabjöllumyndavéla mun fjölga á næstu árum, að mati fulltrúa Persónuverndar. Varað er við því að fólk birti myndefni úr slíkum myndavélum á samfélagsmiðlum til að lýsa eftir innbrotsþjófum. Slíkt efni eigi frekar heima á borði lögreglu. Svokölluðum dyrabjöllumyndavélum, eins og þeirri sem sést í sjónvarpsfréttinni hér að neðan, fer sífellt fjölgandi. Þá er eðlilegt að fólk spyrji sig hvað má, og hvað má ekki, í þessum efnum. Á dögunum birti Presónuvernd úrskurð þar sem var ekki talið að notkun slíkrar myndavélar hefði brotið í bága við persónuverndarlög, en vélin var staðsett í dyrabjöllu utaná tvíbíyli, og sjónsvið hennar náði til sameiginlegs svæðis fyrir framan húsið. Staðgengill forstjóra Persónuverndar segir slíkum málum fara fjölgandi. „Þau byrjuðu að koma inn á okkar borð fyrir svona þremur, fjórum árum og við gerum ráð fyrir að þeim eigi eftir að fjölga,“ segir Helga Sigríður Þórhallsdóttir, staðgengill forstjóra hjá Persónuvernd. Miklu máli skipti hvernig búnaðurinn er notaður. „Við horfum til dæmis í það hvort upptakan er alltaf í gangi, eða hvort hún fer í gang þegar einhver gengur fram hjá, eða hvort upptakan fer bara í gang þegar einhver hringir bjöllunni.“ Stöðug vöktun krefst merkinga Fari upptakan aðeins í gang þegar bjöllu er hringt gildi persónuverndarlög almennt ekki. Sé upptaka alltaf í gangi gildi sömu sjónarmið og um eftirlitsmyndavélar almennt. „Þessi sömu sjónarmið geta gilt líka ef hún fer alltaf í gang þegar hreyfiskynjari virkjast. Þá þarf til dæmis að huga að merkingum, og mikilvægt að huga að því líka hvernig myndavélin er stillt, þannig að vöktunin nái ekki út fyrir lóðamörk til dæmis,“ segir Helga Sigríður. Persónuverndarlög gilda almennt ekki heldur þegar persónuupplýsingar eru unnar til einkanota. Öðru máli gildi þegar fólk birtir upptökur opinberlega, til að mynda þegar auglýst er eftir innbrotsþjófum á samfélagsmiðlum. „Slíkar myndbirtingar geta fallið undir persónuverndarlögin, jafnvel þó að vöktunin geri það ekki. Þannig að við mælum með frekar að fólk sendi það efni til lögreglu.“ Persónuvernd Tengdar fréttir Ekki fallist á að dyrabjallan sé að fylgjast með nágrannanum Persónuvernd hefur úrskurðað að notkun dyrabjöllumyndavélar hafi ekki brotið í bága við persónuverndarlög. Myndavélin sem um ræðir er staðstatt í dyrabjöllu á útidyrum í tvíbýli þar sem sjónsvið myndavélarinnar náði til sameiginlegs svæðis fyrir framan húsið. 25. júlí 2024 19:18 Aldrei lent í öðru eins á löngum sjálfboðaliðaferli Elín Soffía Harðardóttir, kennari og sjálfboðaliði til margra ára, segir að sér hafi þótt afar leiðinlegt að myndband af henni við sjálfboðastarf fyrir Samfylkinguna hafi farið í dreifingu á netinu. Myndbandið sýnir þegar hún bankar upp á til þess að bjóða heimilismanni rauða rós, en hún fær það svar að rósin sé best geymd í ruslinu. 13. maí 2022 12:43 Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Svokölluðum dyrabjöllumyndavélum, eins og þeirri sem sést í sjónvarpsfréttinni hér að neðan, fer sífellt fjölgandi. Þá er eðlilegt að fólk spyrji sig hvað má, og hvað má ekki, í þessum efnum. Á dögunum birti Presónuvernd úrskurð þar sem var ekki talið að notkun slíkrar myndavélar hefði brotið í bága við persónuverndarlög, en vélin var staðsett í dyrabjöllu utaná tvíbíyli, og sjónsvið hennar náði til sameiginlegs svæðis fyrir framan húsið. Staðgengill forstjóra Persónuverndar segir slíkum málum fara fjölgandi. „Þau byrjuðu að koma inn á okkar borð fyrir svona þremur, fjórum árum og við gerum ráð fyrir að þeim eigi eftir að fjölga,“ segir Helga Sigríður Þórhallsdóttir, staðgengill forstjóra hjá Persónuvernd. Miklu máli skipti hvernig búnaðurinn er notaður. „Við horfum til dæmis í það hvort upptakan er alltaf í gangi, eða hvort hún fer í gang þegar einhver gengur fram hjá, eða hvort upptakan fer bara í gang þegar einhver hringir bjöllunni.“ Stöðug vöktun krefst merkinga Fari upptakan aðeins í gang þegar bjöllu er hringt gildi persónuverndarlög almennt ekki. Sé upptaka alltaf í gangi gildi sömu sjónarmið og um eftirlitsmyndavélar almennt. „Þessi sömu sjónarmið geta gilt líka ef hún fer alltaf í gang þegar hreyfiskynjari virkjast. Þá þarf til dæmis að huga að merkingum, og mikilvægt að huga að því líka hvernig myndavélin er stillt, þannig að vöktunin nái ekki út fyrir lóðamörk til dæmis,“ segir Helga Sigríður. Persónuverndarlög gilda almennt ekki heldur þegar persónuupplýsingar eru unnar til einkanota. Öðru máli gildi þegar fólk birtir upptökur opinberlega, til að mynda þegar auglýst er eftir innbrotsþjófum á samfélagsmiðlum. „Slíkar myndbirtingar geta fallið undir persónuverndarlögin, jafnvel þó að vöktunin geri það ekki. Þannig að við mælum með frekar að fólk sendi það efni til lögreglu.“
Persónuvernd Tengdar fréttir Ekki fallist á að dyrabjallan sé að fylgjast með nágrannanum Persónuvernd hefur úrskurðað að notkun dyrabjöllumyndavélar hafi ekki brotið í bága við persónuverndarlög. Myndavélin sem um ræðir er staðstatt í dyrabjöllu á útidyrum í tvíbýli þar sem sjónsvið myndavélarinnar náði til sameiginlegs svæðis fyrir framan húsið. 25. júlí 2024 19:18 Aldrei lent í öðru eins á löngum sjálfboðaliðaferli Elín Soffía Harðardóttir, kennari og sjálfboðaliði til margra ára, segir að sér hafi þótt afar leiðinlegt að myndband af henni við sjálfboðastarf fyrir Samfylkinguna hafi farið í dreifingu á netinu. Myndbandið sýnir þegar hún bankar upp á til þess að bjóða heimilismanni rauða rós, en hún fær það svar að rósin sé best geymd í ruslinu. 13. maí 2022 12:43 Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Ekki fallist á að dyrabjallan sé að fylgjast með nágrannanum Persónuvernd hefur úrskurðað að notkun dyrabjöllumyndavélar hafi ekki brotið í bága við persónuverndarlög. Myndavélin sem um ræðir er staðstatt í dyrabjöllu á útidyrum í tvíbýli þar sem sjónsvið myndavélarinnar náði til sameiginlegs svæðis fyrir framan húsið. 25. júlí 2024 19:18
Aldrei lent í öðru eins á löngum sjálfboðaliðaferli Elín Soffía Harðardóttir, kennari og sjálfboðaliði til margra ára, segir að sér hafi þótt afar leiðinlegt að myndband af henni við sjálfboðastarf fyrir Samfylkinguna hafi farið í dreifingu á netinu. Myndbandið sýnir þegar hún bankar upp á til þess að bjóða heimilismanni rauða rós, en hún fær það svar að rósin sé best geymd í ruslinu. 13. maí 2022 12:43
Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00