Sala á Everton hefur legið í loftinu í nokkurn tíma en síðastliðið haust gaf eigandi félagsins, Farhad Moshiri, grænt ljós á viðræður við bandaríska fjárfestingafélagið 777 Partners.
Þær viðræður báru ekki ávöxt en voru langt komnar. Í ferlinu lánaði fjárfestingafélagið Everton 200 milljónir punda en nú stendur 777 Partners í málaferlum í New York þar sem félagið er sakað um fjármálamisferli.
Þessi málaferli og það flækjustig sem þau skapa í kringum endurgreiðsluna á láninu eru sögð hafa orðið til þess að Dan Friedkin bakkaði út úr viðræðunum í fyrradag.
Everton er því aftur komið á markaðinn en Friedkin Group var fjórði aðilinn sem fór í samningaviðræður um kaup á liðinu á síðustu tveimur árum.