Fótbolti

FIFA dæmir Priest­man í árs­bann og sex stig dregin af Kanada

Siggeir Ævarsson skrifar
Bev Priestman mun ekki koma nálægt þjálfun næsta árið í það minnsta
Bev Priestman mun ekki koma nálægt þjálfun næsta árið í það minnsta vísir/Getty

Æfingasvæðisnjósnir þjálfarateymis kanadíska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hafa heldur betur dregið dilk á eftir sér en FIFA hefur nú sett Bev Priestman, þjálfara liðsins, í eins árs bann.

Þá hefur kanadíska knattspyrnusambandið verið sektað um 200.000 svissneska franka, sem samsvarar rúmlega 31 milljón íslenskra króna. Aðstoðarþjálfarinn Jasmine Mander og leikgreinandinn Joseph Lombardi fengu sömuleiðis árs bann fyrir þátt sinn í málinu.

Þá hafa sex stig verið dregin af kanadíska landsliðinu, sem þýðir að liðið er með þrjú stig í mínus í A-riðli Ólympíuleikanna. Það er þó ekki öll nótt úti enn þar sem liðin með bestan árangur í þriðja sæti í undanriðlum komast áfram upp úr riðlunum. Kanada mun þurfa að vinna báða leikina sem eftir eru, á móti heimakonum frá Frakklandi og Kólumbíu.


Tengdar fréttir

Tekur ábyrgð á njósnunum og stýrir Kanada ekki í fyrsta leik

Beverly Priestman stýrir kanadíska kvennalandsliðinu í fótbolta ekki í fyrsta leik þess á Ólympíuleikunum í París eftir að samstarfsfélagar hennar notuðu dróna til að njósna um æfingu mótherja morgundagsins, Nýja-Sjálands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×