Halla verði að upplýsa um bílakaupin Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 27. júlí 2024 21:30 Bílakaup tilvonandi forseta Íslands hafa vakið athygli síðustu daga. Vísir Sérfræðingar í siðfræði og almannatengslum segja nauðsynlegt fyrir traust og gagnsæi að tilvonandi forsetahjón upplýsi um hvaða afslátt þau fengu þegar þau keypu nýjan bíl hjá Brimborg. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir fréttastofu hafa svör ekki borist um það. Umfjöllun um bílakaup verðandi forsetahjóna hafa vakið mikla athygli eftir að Brimborg ákvað í vikunni að auglýsa þau á Facebook. Forstjóri umboðsins svaraði RÚV í gær að umboðið fengi oft að birta slíkar myndir. Þau hjón hafi notið sömu kjara við kaupin og langtímaviðskiptavinir. Halla sendi fjölmiðlum yfirlýsingu í gær um að ljósmyndin hefði birst án sinnar vitundar og hún óskað eftir að hún yrði fjarlægð. Hjónunum hafi boðist staðgreiðsluafsláttur. Halla sendi fjölmiðlum yfirlýsingu í gær um að ljósmyndin hefði birst án sinnar vitundar og hún óskað eftir að hún yrði fjarlægð. Hjónunum hafi boðist staðgreiðsluafsláttur. Forstjóri Brimborgar sendi svo yfirlýsingu í morgun þar sem hann baðst velvirðingar á myndbirtingunni sem sé misskilningur. Verðandi forsetahjón hafi fengið sömu kjör og kaupendur sem uppfylli sömu skilyrði. Í fréttum RÚV í gær sagði Gísli Jón Bjarnason sölustjóri Brimborgar svo eftirfarandi um kjörin: „Hún fékk góð kjör, við erum alltaf með fyrir góða Volvo-kúnna og köllum þetta skyldmennakjör.“ Tilgreindi ekki afsláttinn Fréttastofa óskaði í morgun eftir upplýsingum um hversu mikill afsláttur Brimborgar hefði verið. Halla svaraði í hádeginu og tilgreindi verðið bílsins en ekki afsláttinn. Hún árettaði að hún ætli ekki að tjá sig fyrr en hún hefur tekið við embætti. Á vef Brimborgar er verð bílsins frá tæpum sjö til átta komma fjögurra milljóna króna. Forstjóri Brimborgar hefur ekki gefið upp afsláttinn. Forstjórinn er meðal hundrað gesta sem Halla hefur boðið við innsetningarathöfn sína í næstu viku. Athygli hefur vakið að í viðtali hefur forstjórinn nefnt að hann sé einungis kunningi hennar. Sérfræðingur í siðfræði sagði mikilvægt í hádegisfréttum að algjört gagnsæi ríki í málinu, greiði fyrir greiða sé ekki við hæfi hjá tilvonandi forseta. Guðmundur Heiðar Helgason sérfræðingur í almannatengslum er á sama máli og telur að Halla þurfi að stíga fram. „Svörin og allar yfirlýsingar sem hafa komið frá Höllu hafa hingað til vakið upp fleiri spurningar heldur en svarað. Þetta mál gerist fyrir þremur dögum síðan og við erum ennþá að tala um þetta og boltinn heldur áfram að rúlla.“ Þá telur Guðmundur að Halla sé að gera mistök með því að segjast ekki ætla að veita viðtal fyrr en hún tekur við embættinu. „Mín skoðun er sú að hún ætti að veita viðtal og klára þetta tiltekna mál. Hún er annars að gefa málinu framhaldslíf sem mun lita fyrstu dagana hennar í embætti.“ En hvað þarf verðandi forseti að gera í málinu? „Svara spurningum, vera gegnsæ og reyna að byggja upp traust áður en þú stígur inn á Bessastaði.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Auglýsinga- og markaðsmál Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Ekki verið ætlun þeirra að gera bílakaupin opinber Halla Tómasdóttir segir að ljósmynd af henni og Birni Skúlasyni, eiginmanni hennar að taka við nýjum Volvo-rafbíl hafi verið birt á Facebook-síðu Brimborgar án þeirra vitundar. Ekki hafi verið ætlunin að gera bílakaupin opinber og þau ekki farið fram á nein sérkjör. 26. júlí 2024 18:09 Biðst velvirðingar á myndbirtingunni Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar, biðst velvirðingar fyrir hönd Brimborgar á myndbirtingu frá afhendingu bílsins, sem verðandi forsetahjónin festu kaup á á dögunum. Hann segir að misskilningur hafi orðið um að heimild til myndatöku gilti sem heimild til birtingar. Það sé ekki óalgengt að myndir frá afhendingu nýrra bíla séu birtar með þessum hætti. 27. júlí 2024 08:03 Forstjóri Brimborgar á athyglisverðum gestalista Höllu Halla Tómasdóttir tekur við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst eða eftir tæpa viku. Þá verður mikið um dýrðir. Sérlegur gestalisti Höllu vekur sérstaka athygli en á hundrað og tíu manna lista eru sjötíu og fimm konur. Á meðal karlmanna á listanum er forstjóri Brimborgar en forsetahjónin verðandi keyptu nýjan bíl hjá fyrirtækinu á dögunum. 26. júlí 2024 16:26 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Umfjöllun um bílakaup verðandi forsetahjóna hafa vakið mikla athygli eftir að Brimborg ákvað í vikunni að auglýsa þau á Facebook. Forstjóri umboðsins svaraði RÚV í gær að umboðið fengi oft að birta slíkar myndir. Þau hjón hafi notið sömu kjara við kaupin og langtímaviðskiptavinir. Halla sendi fjölmiðlum yfirlýsingu í gær um að ljósmyndin hefði birst án sinnar vitundar og hún óskað eftir að hún yrði fjarlægð. Hjónunum hafi boðist staðgreiðsluafsláttur. Halla sendi fjölmiðlum yfirlýsingu í gær um að ljósmyndin hefði birst án sinnar vitundar og hún óskað eftir að hún yrði fjarlægð. Hjónunum hafi boðist staðgreiðsluafsláttur. Forstjóri Brimborgar sendi svo yfirlýsingu í morgun þar sem hann baðst velvirðingar á myndbirtingunni sem sé misskilningur. Verðandi forsetahjón hafi fengið sömu kjör og kaupendur sem uppfylli sömu skilyrði. Í fréttum RÚV í gær sagði Gísli Jón Bjarnason sölustjóri Brimborgar svo eftirfarandi um kjörin: „Hún fékk góð kjör, við erum alltaf með fyrir góða Volvo-kúnna og köllum þetta skyldmennakjör.“ Tilgreindi ekki afsláttinn Fréttastofa óskaði í morgun eftir upplýsingum um hversu mikill afsláttur Brimborgar hefði verið. Halla svaraði í hádeginu og tilgreindi verðið bílsins en ekki afsláttinn. Hún árettaði að hún ætli ekki að tjá sig fyrr en hún hefur tekið við embætti. Á vef Brimborgar er verð bílsins frá tæpum sjö til átta komma fjögurra milljóna króna. Forstjóri Brimborgar hefur ekki gefið upp afsláttinn. Forstjórinn er meðal hundrað gesta sem Halla hefur boðið við innsetningarathöfn sína í næstu viku. Athygli hefur vakið að í viðtali hefur forstjórinn nefnt að hann sé einungis kunningi hennar. Sérfræðingur í siðfræði sagði mikilvægt í hádegisfréttum að algjört gagnsæi ríki í málinu, greiði fyrir greiða sé ekki við hæfi hjá tilvonandi forseta. Guðmundur Heiðar Helgason sérfræðingur í almannatengslum er á sama máli og telur að Halla þurfi að stíga fram. „Svörin og allar yfirlýsingar sem hafa komið frá Höllu hafa hingað til vakið upp fleiri spurningar heldur en svarað. Þetta mál gerist fyrir þremur dögum síðan og við erum ennþá að tala um þetta og boltinn heldur áfram að rúlla.“ Þá telur Guðmundur að Halla sé að gera mistök með því að segjast ekki ætla að veita viðtal fyrr en hún tekur við embættinu. „Mín skoðun er sú að hún ætti að veita viðtal og klára þetta tiltekna mál. Hún er annars að gefa málinu framhaldslíf sem mun lita fyrstu dagana hennar í embætti.“ En hvað þarf verðandi forseti að gera í málinu? „Svara spurningum, vera gegnsæ og reyna að byggja upp traust áður en þú stígur inn á Bessastaði.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Auglýsinga- og markaðsmál Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Ekki verið ætlun þeirra að gera bílakaupin opinber Halla Tómasdóttir segir að ljósmynd af henni og Birni Skúlasyni, eiginmanni hennar að taka við nýjum Volvo-rafbíl hafi verið birt á Facebook-síðu Brimborgar án þeirra vitundar. Ekki hafi verið ætlunin að gera bílakaupin opinber og þau ekki farið fram á nein sérkjör. 26. júlí 2024 18:09 Biðst velvirðingar á myndbirtingunni Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar, biðst velvirðingar fyrir hönd Brimborgar á myndbirtingu frá afhendingu bílsins, sem verðandi forsetahjónin festu kaup á á dögunum. Hann segir að misskilningur hafi orðið um að heimild til myndatöku gilti sem heimild til birtingar. Það sé ekki óalgengt að myndir frá afhendingu nýrra bíla séu birtar með þessum hætti. 27. júlí 2024 08:03 Forstjóri Brimborgar á athyglisverðum gestalista Höllu Halla Tómasdóttir tekur við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst eða eftir tæpa viku. Þá verður mikið um dýrðir. Sérlegur gestalisti Höllu vekur sérstaka athygli en á hundrað og tíu manna lista eru sjötíu og fimm konur. Á meðal karlmanna á listanum er forstjóri Brimborgar en forsetahjónin verðandi keyptu nýjan bíl hjá fyrirtækinu á dögunum. 26. júlí 2024 16:26 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Ekki verið ætlun þeirra að gera bílakaupin opinber Halla Tómasdóttir segir að ljósmynd af henni og Birni Skúlasyni, eiginmanni hennar að taka við nýjum Volvo-rafbíl hafi verið birt á Facebook-síðu Brimborgar án þeirra vitundar. Ekki hafi verið ætlunin að gera bílakaupin opinber og þau ekki farið fram á nein sérkjör. 26. júlí 2024 18:09
Biðst velvirðingar á myndbirtingunni Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar, biðst velvirðingar fyrir hönd Brimborgar á myndbirtingu frá afhendingu bílsins, sem verðandi forsetahjónin festu kaup á á dögunum. Hann segir að misskilningur hafi orðið um að heimild til myndatöku gilti sem heimild til birtingar. Það sé ekki óalgengt að myndir frá afhendingu nýrra bíla séu birtar með þessum hætti. 27. júlí 2024 08:03
Forstjóri Brimborgar á athyglisverðum gestalista Höllu Halla Tómasdóttir tekur við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst eða eftir tæpa viku. Þá verður mikið um dýrðir. Sérlegur gestalisti Höllu vekur sérstaka athygli en á hundrað og tíu manna lista eru sjötíu og fimm konur. Á meðal karlmanna á listanum er forstjóri Brimborgar en forsetahjónin verðandi keyptu nýjan bíl hjá fyrirtækinu á dögunum. 26. júlí 2024 16:26