Enski boltinn

Phillips vill fara frá Man City

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stefnir allt í að þessir tveir vinni ekki aftur saman.
Stefnir allt í að þessir tveir vinni ekki aftur saman. Getty Images/Nick Potts

Miðjumaðurinn Kalvin Phillips vill yfirgefa Englandsmeistara Manchester City. Hann var á láni hjá West Ham United á síðustu leiktíð. Þar spilaði hann svo illa að hann missti sæti sitt í enska landsliðshópnum.

Hinn 28 ára gamli Phillips hefur samkvæmt Sky Sports sagt Pep Guardiola og þeim sem ráða hjá Man City að hann vilji ekki fara á láni á ný heldur vilji hann yfirgefa félagið fyrir fullt og allt.

Phillips hefur átt gríðarlega erfitt uppdráttar síðan hann gekk í raðir Man City en hann kom frá Leeds United árið 2022.

Hann var lánaður til West Ham á síðustu leiktíð en lék aðeins 396 mínútur og missti í kjölfarið sæti sitt í enska landsliðinu.

Everton og Aston Villa eru sögð vera með leikmanninn á óskalista sínum en bæði félög vilja fá hann á láni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×