Yndislestur og fyrirmyndir Vilhjálmur Þór Svansson skrifar 28. júlí 2024 15:30 Það eru 10 ár síðan sem ég fékk þá frábæru hugmynd frá fjölskyldumeðlimi að setja mér reglulegt bóklesturs-markmið. Til dæmis lesa 1-2 bækur á mánuði. Ég stökk á vagninn og held nú upp á 10 ára afmæli reglulegs yndislestrar. Þetta er eitt skemmtilegasta markmið sem ég hef sett mér. Enda krefjandi en vel raunhæft. Rétt eins og markmið eiga að vera. Ég hef þó ekki alltaf náð markmiðinu, en reynt, og sömuleiðis haldið úti grófu yfirliti yfir bókalesturinn. Sem á móti hvetur mann áfram í lestrinum. Ég held að þessi yndislestur, sem er orðinn ómissandi partur af rútínunni hafi haft gríðarlega góð og ánægjuleg áhrif á mitt líf síðastliðinn áratug. Af hverju? Fyrir mér eykur yndislestur sjálfstraust, þolinmæði og víðsýni og dregur jafnframt úr fordómum. Tilhlökkunin að taka upp þráðinn sem frá var horfið í bóklestrinum eða byrja á nýrri bók er ómetanleg og innileg. Ég fullyrði reyndar að yndislestur sé bráðhollur. Einhversstaðar las ég um rannsókn sem leiddi í ljós að fólk hefði fengið innblástur til að gera jákvæðar breytingar á lífi sínu eftir lestur bóka, aðrir uppgötvað nýtt áhugamál og enn aðrir töldu yndislestur eftirlætis aðferð þeirra til að takast á við streitu. Ekki amalegt. Þegar yndislestur er kominn í reglulega rútínu eykst áhuginn á bókum almennt í veldisvexti og sömuleiðis annarri bókatengdri afþreyingu eins bókaþáttum í sjónvarpi, hlaðvarpi og útvarpi eða nýjum bókaútgáfum. Ekki bara um jólin. Þá nefndi góður maður nýverið við mig þá framtíðarsýn að aðsókn í bækur og yndislestur muni aukast töluvert á næstu árum sem svar okkar við hraða samfélagsins og öráreitinu alls staðar í kringum okkur, og allir þekkja. Það eru a.m.k einhverjir þarna úti í samfélaginu sem eru þessu sammála. Ég sá til dæmis aðila um daginn djúpt sokkinn í bókalestur bíðandi eftir næsta strætisvagni í Hamraborginni og annan í sömu gjörðum bíðandi eftir afgreiðslu í apóteki. Ekki í símanum. Aðdáunarvert. Mínar bóklesturs-fyrirmyndir. Besta leiðin til að halda sig við bóklestur er að lesa þær bækur sem vekja hjá manni einhvern snefil af áhuga hvort sem það eru skáldsögur, ævisögur, bækur til að viðhalda og afla sér þekkingar, bækur með sagnfræðilegu ívafi eða rómantískar bækur. Góður ,,krimmi’’ klikkar svo seint. Svo er líka hægt að prófa bókaáskrift, t.d hjá Angústúru. Og ódýrasta leiðin er að kíkja á næsta bókasafn, fjárfesta í bókasafnskorti á rúmar 3.000 kr. og prófa sig áfram enda bókasöfnin dugleg að auglýsa spennandi og vinsælar bækur. Svo sakar ekki að skilafrestur er yfirleitt innan 30 daga og því er maður hálf þvingaður til að ljúka við lesturinn næsta mánuðinn. Sem er ágætt markmið út af fyrir sig eins og ég hef uppgötvað undanfarinn áratug. Höfundur er áhugamaður um yndislestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bókmenntir Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það eru 10 ár síðan sem ég fékk þá frábæru hugmynd frá fjölskyldumeðlimi að setja mér reglulegt bóklesturs-markmið. Til dæmis lesa 1-2 bækur á mánuði. Ég stökk á vagninn og held nú upp á 10 ára afmæli reglulegs yndislestrar. Þetta er eitt skemmtilegasta markmið sem ég hef sett mér. Enda krefjandi en vel raunhæft. Rétt eins og markmið eiga að vera. Ég hef þó ekki alltaf náð markmiðinu, en reynt, og sömuleiðis haldið úti grófu yfirliti yfir bókalesturinn. Sem á móti hvetur mann áfram í lestrinum. Ég held að þessi yndislestur, sem er orðinn ómissandi partur af rútínunni hafi haft gríðarlega góð og ánægjuleg áhrif á mitt líf síðastliðinn áratug. Af hverju? Fyrir mér eykur yndislestur sjálfstraust, þolinmæði og víðsýni og dregur jafnframt úr fordómum. Tilhlökkunin að taka upp þráðinn sem frá var horfið í bóklestrinum eða byrja á nýrri bók er ómetanleg og innileg. Ég fullyrði reyndar að yndislestur sé bráðhollur. Einhversstaðar las ég um rannsókn sem leiddi í ljós að fólk hefði fengið innblástur til að gera jákvæðar breytingar á lífi sínu eftir lestur bóka, aðrir uppgötvað nýtt áhugamál og enn aðrir töldu yndislestur eftirlætis aðferð þeirra til að takast á við streitu. Ekki amalegt. Þegar yndislestur er kominn í reglulega rútínu eykst áhuginn á bókum almennt í veldisvexti og sömuleiðis annarri bókatengdri afþreyingu eins bókaþáttum í sjónvarpi, hlaðvarpi og útvarpi eða nýjum bókaútgáfum. Ekki bara um jólin. Þá nefndi góður maður nýverið við mig þá framtíðarsýn að aðsókn í bækur og yndislestur muni aukast töluvert á næstu árum sem svar okkar við hraða samfélagsins og öráreitinu alls staðar í kringum okkur, og allir þekkja. Það eru a.m.k einhverjir þarna úti í samfélaginu sem eru þessu sammála. Ég sá til dæmis aðila um daginn djúpt sokkinn í bókalestur bíðandi eftir næsta strætisvagni í Hamraborginni og annan í sömu gjörðum bíðandi eftir afgreiðslu í apóteki. Ekki í símanum. Aðdáunarvert. Mínar bóklesturs-fyrirmyndir. Besta leiðin til að halda sig við bóklestur er að lesa þær bækur sem vekja hjá manni einhvern snefil af áhuga hvort sem það eru skáldsögur, ævisögur, bækur til að viðhalda og afla sér þekkingar, bækur með sagnfræðilegu ívafi eða rómantískar bækur. Góður ,,krimmi’’ klikkar svo seint. Svo er líka hægt að prófa bókaáskrift, t.d hjá Angústúru. Og ódýrasta leiðin er að kíkja á næsta bókasafn, fjárfesta í bókasafnskorti á rúmar 3.000 kr. og prófa sig áfram enda bókasöfnin dugleg að auglýsa spennandi og vinsælar bækur. Svo sakar ekki að skilafrestur er yfirleitt innan 30 daga og því er maður hálf þvingaður til að ljúka við lesturinn næsta mánuðinn. Sem er ágætt markmið út af fyrir sig eins og ég hef uppgötvað undanfarinn áratug. Höfundur er áhugamaður um yndislestur.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun