„Við erum ekki svindlarar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2024 09:31 Kanadísku landsliðskonurnar sýndu mikinn styrk með því að vinna leik sinn í gær undir þessum yfirþyrmandi aðstæðum. Getty/Tullio M. Puglia Kanadíska kvennalandsliðið í knattspyrnu er búið að vinna tvo fyrstu leiki sína á Ólympíuleikunum í París en liðið er samt með ekkert stig. Kanada fylgdi eftir sigri á Nýja-Sjálandi í fyrsta leik með 2-1 sigri á Frakklandi í gær. Liðið ætti að vera komið áfram í átta liða úrslitin en það er ekki svo. Sex stig voru dregin af liðunum eftir að upp komst um njósnir starfsmanna kanadíska liðsins. Þjálfarar kanadíska landsliðsins höfðu verið að taka upp æfingar mótherja sinna í leyfisleysi með drónum. Ný-Sjálendingar sáu drónann og kölluðu á lögregluna sem handtók starfsmanninn. Þá kom í ljós að hann var þarna á vegum kanadíska þjálfarateymisins. Bitnar mest á leikmönnum FIFA ákvað að refsa kanadíska liðinu harðlega en það bitnar auðvitað mest á leikmönnum liðsins sem fengu það nánast ómögulega verkefni að komast upp úr riðlinum með sex stig í mínus. Vanessa Gilles skoraði sigurmark kanadíska liðsins á móti Frakklandi í gær. Hún viðurkenndi að hafa næstum því handarbrotið sig í svekkelsiskasti þegar hún frétti af refsingunni. Kanadísku landsliðskonurnar eftir leik á Ólympíuleikunum í París.Getty/ Tullio M. Puglia „Þetta hafa verið 72 tímar þar sem við höfum haft enga stjórn á því sem er að gerast fyrir okkur. Við áttum engan þátt í þessu en það verið að refsa okkur eins og við höfum fallið á lyfjaprófi,“ sagði Gilles og er þar auðvitað að tala um leikmenn kanadíska liðsins. ESPN segir frá. Við gerðum ekkert af okkur „Við erum ekki svindlarar. Við gerðum ekkert af okkur. Við erum orðnar svo þreyttar að þurfa að verja okkur fyrir einhverju sem við gerðum ekki,“ sagði Gilles. „Við höfum ekkert forskot. Við förum út í leikina og gefum allt okkar. Við unnum að þessu allt árið, á hverjum degi. Það að við getum ekkert gert við þessu kallar auðvitað á mikla reiði og mikinn pirring,“ sagði Gilles sem þurrkaði tárin í viðtalinu. Við á móti heiminum „Ég hef aldrei áður upplifað svo sterkar og miklar tilfinningar inn á fótboltavellinum. Ekki einu sinni i úrslitaleik Ólympíuleikanna,“ sagði Gilles en Kanada vann gullið á Ólympíuleikunum í Tókýó fyrir þremur árum. „Okkur líður eins og þetta séum við á móti öllum heiminum, sagði Jessie Fleming sem skoraði fyrra mark kanadíska liðsins. Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira
Kanada fylgdi eftir sigri á Nýja-Sjálandi í fyrsta leik með 2-1 sigri á Frakklandi í gær. Liðið ætti að vera komið áfram í átta liða úrslitin en það er ekki svo. Sex stig voru dregin af liðunum eftir að upp komst um njósnir starfsmanna kanadíska liðsins. Þjálfarar kanadíska landsliðsins höfðu verið að taka upp æfingar mótherja sinna í leyfisleysi með drónum. Ný-Sjálendingar sáu drónann og kölluðu á lögregluna sem handtók starfsmanninn. Þá kom í ljós að hann var þarna á vegum kanadíska þjálfarateymisins. Bitnar mest á leikmönnum FIFA ákvað að refsa kanadíska liðinu harðlega en það bitnar auðvitað mest á leikmönnum liðsins sem fengu það nánast ómögulega verkefni að komast upp úr riðlinum með sex stig í mínus. Vanessa Gilles skoraði sigurmark kanadíska liðsins á móti Frakklandi í gær. Hún viðurkenndi að hafa næstum því handarbrotið sig í svekkelsiskasti þegar hún frétti af refsingunni. Kanadísku landsliðskonurnar eftir leik á Ólympíuleikunum í París.Getty/ Tullio M. Puglia „Þetta hafa verið 72 tímar þar sem við höfum haft enga stjórn á því sem er að gerast fyrir okkur. Við áttum engan þátt í þessu en það verið að refsa okkur eins og við höfum fallið á lyfjaprófi,“ sagði Gilles og er þar auðvitað að tala um leikmenn kanadíska liðsins. ESPN segir frá. Við gerðum ekkert af okkur „Við erum ekki svindlarar. Við gerðum ekkert af okkur. Við erum orðnar svo þreyttar að þurfa að verja okkur fyrir einhverju sem við gerðum ekki,“ sagði Gilles. „Við höfum ekkert forskot. Við förum út í leikina og gefum allt okkar. Við unnum að þessu allt árið, á hverjum degi. Það að við getum ekkert gert við þessu kallar auðvitað á mikla reiði og mikinn pirring,“ sagði Gilles sem þurrkaði tárin í viðtalinu. Við á móti heiminum „Ég hef aldrei áður upplifað svo sterkar og miklar tilfinningar inn á fótboltavellinum. Ekki einu sinni i úrslitaleik Ólympíuleikanna,“ sagði Gilles en Kanada vann gullið á Ólympíuleikunum í Tókýó fyrir þremur árum. „Okkur líður eins og þetta séum við á móti öllum heiminum, sagði Jessie Fleming sem skoraði fyrra mark kanadíska liðsins.
Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira