Greint er frá þessu í mexíkóskum fjölmiðlum síðastliðinn föstudag.
Maðurinn er sagður hafa verið handtekinn í húsnæði sem áður var sjúkrahús á vegum mexíkóska hersins eftir kvartanir starfsfólks.
Veistu meira um málið? Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is.
Hann var sakaður um skemmdarverk en á honum fundust málningardósir eða spreybrúsar. Fjölmiðlar vestanhafs telja að um veggjakrot inni á sjúkrahúsinu hafi verið að ræða.
Eftir handtökuna var maðurinn færður fyrir dómara sem mun ákvarða um sekt mannsins sem og mögulega refsingu.
Uppfært: Í færslu lögreglunnar Mazatlán eru myndir birtar af vettvangi. Á þeim má bæði sjá spreybrúsa sem og veggjakrot. Svo virðist sem Íslendingurinn sé grunaður um að teikna svokallaðar minions-fígúrur sem hafa gert garðinn frægan í kvikmyndaseríunni Aulinn ég.