„Fólkið verður hreinlega að rísa upp“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júlí 2024 21:01 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Arnar Formaður VR hyggst boða til mótmælaaðgerða með haustinu, og krefjast þess að boðað verði til kosninga. Hann segir stjórnmálin, bankakerfið og fyrirtækin hafa brugðist fólkinu í landinu. Ekki sé hægt að sitja aðgerðarlaus fram að endurskoðun kjarasamninga Verðlag á matvöru hækkaði um 0,65 prósent milli mánaða, og 9,2 prósent á ársgrundvelli, samkvæmt nýjust könnun verðlagseftirlits ASÍ. Formaður VR segir þetta slá sig afar illa. Hann segir engan virðast ætla að axla ábyrgð á mikilli verðbólgu, háu vaxtastigi og ástandinu á húsnæðismarkaði. „Stjórnmálin hafa brugðist, sveitarfélögin hafa brugðist, atvinnulífið hefur brugðist og bankakerfið auðvitað líka. Hér stjórnast allt af taumlausri græðgi, fólkið mætir algjörum afgangi og það er ekkert sem er gert til þess að bregðast við hinum raunverulega grundvallarvanda,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vanskil aukist með slæmum afleiðingum Ragnar Þór vísar ábyrgð á hækkandi matvörðuverði á Samtök atvinnulífsins. „Það var sameiginlegt verkefni okkar að leggja okkar af mörkum til þess að ná niður verðbólgu og reyna þannig að þrýsta á mjög hraða og snemmbæra íhlutun seðlabankans í að lækka vexti. Ekkert af þessu hefur raungerst.“ Hér að neðan má sjá umfjöllun úr kvöldfréttum Stöðvar 2 frá síðustu viku, um hækkandi matvöruverð. Ragnar segir að alltaf sé eitthvað sem knýi verðbólguna áfram. Vanskil séu að aukast, sem muni hafa slæmar afleiðingar. „Sem munu birtast í gjaldþroti heimila og fjölda fyrirtækja, með tilheyrandi atvinnuleysi og svo framvegis. Ég veit að þetta er mjög svartsýnt tal en ég hef varað við þessu árum saman, að þetta muni raungerast, og það er að gerast.“ Bíði ekki fram á haustið 25 Nýjustu tölur gefi til kynna að SA og fyrirtækin í landinu ætli sér ekki að leggja sitt af mörkum. „Það getur ekki endað nema á einn veg. Það gerist ekki með endurskoðun kjarasamninga á næsta ári. Það gerist einfaldlega með því að fólkið verður hreinlega að rísa upp,“ segir Ragnar. Ragnar reiknar með því að boða til mótmælaaðgerða með haustinu. Of langt sé í endurskoðun kjarasamninga í nóvember á næsta ári. „Það er fátt sem gerir það að verkum að ég hafi trú á því að þetta ástand muni að nokkru breytast á komandi vikum eða mánuðum og því sé ég fátt annað í stöðunni en að verkalýðshreyfingin verði hreinlega að fá fólkið til að rísa upp og þrýsta á að hér verði boðað til kosninga sem allra fyrst.“ Kjaramál Verðlag Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Fleiri fréttir Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Sjá meira
Verðlag á matvöru hækkaði um 0,65 prósent milli mánaða, og 9,2 prósent á ársgrundvelli, samkvæmt nýjust könnun verðlagseftirlits ASÍ. Formaður VR segir þetta slá sig afar illa. Hann segir engan virðast ætla að axla ábyrgð á mikilli verðbólgu, háu vaxtastigi og ástandinu á húsnæðismarkaði. „Stjórnmálin hafa brugðist, sveitarfélögin hafa brugðist, atvinnulífið hefur brugðist og bankakerfið auðvitað líka. Hér stjórnast allt af taumlausri græðgi, fólkið mætir algjörum afgangi og það er ekkert sem er gert til þess að bregðast við hinum raunverulega grundvallarvanda,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vanskil aukist með slæmum afleiðingum Ragnar Þór vísar ábyrgð á hækkandi matvörðuverði á Samtök atvinnulífsins. „Það var sameiginlegt verkefni okkar að leggja okkar af mörkum til þess að ná niður verðbólgu og reyna þannig að þrýsta á mjög hraða og snemmbæra íhlutun seðlabankans í að lækka vexti. Ekkert af þessu hefur raungerst.“ Hér að neðan má sjá umfjöllun úr kvöldfréttum Stöðvar 2 frá síðustu viku, um hækkandi matvöruverð. Ragnar segir að alltaf sé eitthvað sem knýi verðbólguna áfram. Vanskil séu að aukast, sem muni hafa slæmar afleiðingar. „Sem munu birtast í gjaldþroti heimila og fjölda fyrirtækja, með tilheyrandi atvinnuleysi og svo framvegis. Ég veit að þetta er mjög svartsýnt tal en ég hef varað við þessu árum saman, að þetta muni raungerast, og það er að gerast.“ Bíði ekki fram á haustið 25 Nýjustu tölur gefi til kynna að SA og fyrirtækin í landinu ætli sér ekki að leggja sitt af mörkum. „Það getur ekki endað nema á einn veg. Það gerist ekki með endurskoðun kjarasamninga á næsta ári. Það gerist einfaldlega með því að fólkið verður hreinlega að rísa upp,“ segir Ragnar. Ragnar reiknar með því að boða til mótmælaaðgerða með haustinu. Of langt sé í endurskoðun kjarasamninga í nóvember á næsta ári. „Það er fátt sem gerir það að verkum að ég hafi trú á því að þetta ástand muni að nokkru breytast á komandi vikum eða mánuðum og því sé ég fátt annað í stöðunni en að verkalýðshreyfingin verði hreinlega að fá fólkið til að rísa upp og þrýsta á að hér verði boðað til kosninga sem allra fyrst.“
Kjaramál Verðlag Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Fleiri fréttir Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Sjá meira