Ekki sammála því að atvinnulífið hafi brugðist Árni Sæberg skrifar 30. júlí 2024 13:06 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/einar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gefur lítið fyrir yfirlýsingar formanns VR að atvinnulífið hafi brugðist í baráttunni við verðbólgudrauginn. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að fregnir af aukinni verðbólgu og hækkun matvöruverðs slægu hann illa og bentu til þess að stjórnmálin, bankarnir og atvinnulífið hefðu brugðist fólkinu í landinu. Nú dyggði ekkert annað en að fólk léti í sér heyra. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er ekki sammála þessari greiningu Ragnars Þórs. „Það er mjög mikilvægt að það komi fram að verðbólgan er að þróast í rétta átt þó að auðvitað hafi síðasta punktmæling hafi verið óhagstæð. Það er mjög mikilvægt að muna það að fyrir ekki svo löngu vorum við að horfa á verðbólgu sem var að mælast á bilinu átta til tíu prósent. Núna erum við að horfa á verðbólgu, án húsnæðisliðarins, sem er að mælast rúm fjögur prósent. Það er alveg gríðarlega mikilvæg þróun og breyting sem hefur átt sér stað á einu ári. Það er þess vegna ekki rétt að halda því fram að fyrirtæki landsins séu ekki að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni, að ná niður verðbólgu og skapa skilyrði til vaxtalækkunar,“ segir Sigríður Margrét. Bjart fram undan Þá segir hún að þegar horft sé til verðbólguvæntinga sé bjart fram undan. Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði til eins árs bendi til þess að einu ári séu verðbólguvæntingar komnar niður úr átta prósent niður í fimm prósent. Þegar horft sé til þess hversu skaðleg verðbólgan er sé þetta mikilvæg þróun. „Frá okkar bæjardyrum séð er augljóst að vaxtalækkunarferillinn hefst, það er ekki spurning um hvort heldur hvenær. Við vitum það öll að núverandi stýrivextir standa fjárfestingum í framtíðarverðmætasköpun fyrir þrifum og draga líka þrótt úr íslenskum hlutabréfamarkaði.“ Húsnæðisliðurinn verstur Loks segir Sigríður Margrét mikilvægt að kafa undir yfirborðið þegar verðbólgutölur eru greindar, þegar það sé gert sjáist hver hinn raunverulegi sökudólgur sé. „Þessi verðbólgumæling og þessi staða sem birtist okkur hvað varðar húsnæðisliðinn, hún sýnir hversu staðan er alvarleg hvað þetta varðar. Við vitum það að hlutfall heildarútgjalda heimilanna, sem er að fara í húsnæðisliðinn, það hefur hækkað um helming frá síðustu aldamótum. Við sjáum líka að raunverð húsnæðis hefur rúmlega tvöfaldast síðasta áratuginn.“ Þörf sé á þjóðarátaki í þessum efnum, aðkomu sveitarfélaga, ríkisins, byggingaraðila, og fjármögnun. Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Barátta Seðlabankans löngu töpuð „Það er löngu orðið ljóst að stefna Seðlabankans til að „berjast“ við verðbólguna er löngu töpuð og morgunljóst að aðferðafræði þeirra við að hafa stýrivexti hér í tæpum 10% hefur beðið algjört skipbrot.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson í færslu á Facebook í dag. Hann var einnig gestur í Reykjavík síðdegis, þar sem hann sagði háa stýrivexti Seðlabankans fóðra verðbólguna. 24. júlí 2024 19:10 Verðbólgutölur minnki líkur á vaxtalækkun „allverulega“ Ársverðbólga mældist 6,3 prósentustig í júní og jókst um hálft prósentustig milli mánaða. Birkir Thor Björnsson, hagfræðingur í greiningu hjá Íslandsbanka segir tíðindi morgunsins hafa komið starfsfólki bankans nokkuð á óvart. 24. júlí 2024 12:18 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að fregnir af aukinni verðbólgu og hækkun matvöruverðs slægu hann illa og bentu til þess að stjórnmálin, bankarnir og atvinnulífið hefðu brugðist fólkinu í landinu. Nú dyggði ekkert annað en að fólk léti í sér heyra. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er ekki sammála þessari greiningu Ragnars Þórs. „Það er mjög mikilvægt að það komi fram að verðbólgan er að þróast í rétta átt þó að auðvitað hafi síðasta punktmæling hafi verið óhagstæð. Það er mjög mikilvægt að muna það að fyrir ekki svo löngu vorum við að horfa á verðbólgu sem var að mælast á bilinu átta til tíu prósent. Núna erum við að horfa á verðbólgu, án húsnæðisliðarins, sem er að mælast rúm fjögur prósent. Það er alveg gríðarlega mikilvæg þróun og breyting sem hefur átt sér stað á einu ári. Það er þess vegna ekki rétt að halda því fram að fyrirtæki landsins séu ekki að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni, að ná niður verðbólgu og skapa skilyrði til vaxtalækkunar,“ segir Sigríður Margrét. Bjart fram undan Þá segir hún að þegar horft sé til verðbólguvæntinga sé bjart fram undan. Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði til eins árs bendi til þess að einu ári séu verðbólguvæntingar komnar niður úr átta prósent niður í fimm prósent. Þegar horft sé til þess hversu skaðleg verðbólgan er sé þetta mikilvæg þróun. „Frá okkar bæjardyrum séð er augljóst að vaxtalækkunarferillinn hefst, það er ekki spurning um hvort heldur hvenær. Við vitum það öll að núverandi stýrivextir standa fjárfestingum í framtíðarverðmætasköpun fyrir þrifum og draga líka þrótt úr íslenskum hlutabréfamarkaði.“ Húsnæðisliðurinn verstur Loks segir Sigríður Margrét mikilvægt að kafa undir yfirborðið þegar verðbólgutölur eru greindar, þegar það sé gert sjáist hver hinn raunverulegi sökudólgur sé. „Þessi verðbólgumæling og þessi staða sem birtist okkur hvað varðar húsnæðisliðinn, hún sýnir hversu staðan er alvarleg hvað þetta varðar. Við vitum það að hlutfall heildarútgjalda heimilanna, sem er að fara í húsnæðisliðinn, það hefur hækkað um helming frá síðustu aldamótum. Við sjáum líka að raunverð húsnæðis hefur rúmlega tvöfaldast síðasta áratuginn.“ Þörf sé á þjóðarátaki í þessum efnum, aðkomu sveitarfélaga, ríkisins, byggingaraðila, og fjármögnun.
Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Barátta Seðlabankans löngu töpuð „Það er löngu orðið ljóst að stefna Seðlabankans til að „berjast“ við verðbólguna er löngu töpuð og morgunljóst að aðferðafræði þeirra við að hafa stýrivexti hér í tæpum 10% hefur beðið algjört skipbrot.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson í færslu á Facebook í dag. Hann var einnig gestur í Reykjavík síðdegis, þar sem hann sagði háa stýrivexti Seðlabankans fóðra verðbólguna. 24. júlí 2024 19:10 Verðbólgutölur minnki líkur á vaxtalækkun „allverulega“ Ársverðbólga mældist 6,3 prósentustig í júní og jókst um hálft prósentustig milli mánaða. Birkir Thor Björnsson, hagfræðingur í greiningu hjá Íslandsbanka segir tíðindi morgunsins hafa komið starfsfólki bankans nokkuð á óvart. 24. júlí 2024 12:18 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Barátta Seðlabankans löngu töpuð „Það er löngu orðið ljóst að stefna Seðlabankans til að „berjast“ við verðbólguna er löngu töpuð og morgunljóst að aðferðafræði þeirra við að hafa stýrivexti hér í tæpum 10% hefur beðið algjört skipbrot.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson í færslu á Facebook í dag. Hann var einnig gestur í Reykjavík síðdegis, þar sem hann sagði háa stýrivexti Seðlabankans fóðra verðbólguna. 24. júlí 2024 19:10
Verðbólgutölur minnki líkur á vaxtalækkun „allverulega“ Ársverðbólga mældist 6,3 prósentustig í júní og jókst um hálft prósentustig milli mánaða. Birkir Thor Björnsson, hagfræðingur í greiningu hjá Íslandsbanka segir tíðindi morgunsins hafa komið starfsfólki bankans nokkuð á óvart. 24. júlí 2024 12:18