Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. júlí 2024 11:18 Stólum var kastað í rúður og smíðastofan var lögð í rúst. Jóhanna Bjarnadóttir Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. Rimaskóli er grunnskóli fyrir börn á aldrinum sex til sextán ára í samnefndu hverfi í Grafarvogi í Reykjavík. Fram undan eru töluverðar viðgerðir og tiltekt eftir atburði næturinnar. Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastjóri Rimaskóla, fór á vinnustaðinn sinn í nótt og hitti fyrir fulltrúa frá lögreglu og Öryggismiðstöðinni. Mölvuð rúða og stóll á gólfinu.Jóhanna Bjarnadóttir „Þetta er ömurlegt. Þarna var allt í rúst,“ segir Þóranna. Nýlega hafi verið skipt um rúður í skólanum og klæðningu sömuleiðis. Hún lýsir því að einhverjir hafi brotið sér leið inn í skólann með því að brjóta rúðu nærri smíðastofu skólans. Stofan hafi verið lögð í rúst og allar rúður sem hægt var að brjóta brotnar. Erfitt sé að átta sig á því hvort verkfærum úr smíðastofunni hafi verið stolið. „Það er hætta á því að það séu tekin verkfæri og notuð sem vopn,“ segir Þóranna. Hún ætlar aftur í skólann eftir hádegið og kanna þau mál betur. Raunar eigi hún að einhverju leyti erfitt með að átta sig á umfangi skemmdanna, svo sem hve margar rúður séu brotnar þó margar séu, því hún sé í áfalli sem hafi blandast saman við mikla þreytu á vettvangi í nótt. Þóranna segir að einhver hafi farið inn í smíðastofuna fyrir tveimur vikum án ummerkja. Þá hafi verið krotað á vegg að einhver hafi farið inn í smíðastofuna. Þóranna spyr foreldra hvort málning sjáist á börnum þeirra og hvort þau hafi sofið heima hjá sér í nótt. „Okkur grunar að þetta sé einhver nemandi,“ segir Þóranna. Raunar fleiri en einn. Vitni hafi hringt í lögreglu í nótt og sést hafi til nokkurra einstaklinga hlaupa af vettvangi. Hún biðlar til foreldra að taka stöðuna á börnum sínum. „Það er lausung á börnum. Það þarf að hafa ýmislegt í huga. Er barnið þitt heima hjá sér um nóttina? Ef það vaknar ekki um morguninn... er það undir áhrifum einhverra efna? Er barnið þitt með málningu á sér? Er barnið þitt á góðum stað?“ Þetta eru spurningar sem foreldrar ættu að spyrja sig að. Sömuleiðis hvort einhverjir hafi verið að gista einhvers staðar. „Stundum endar svoleiðis með svona vitleysu.“ Þórunn lýsir líðan sinni sem áfalli og líklega gildir það um fleiri. Hún segir skólann vinnusvæði kennara, sem mæti bráðum til starfa, og auðvitað nemendanna. Þá sé starfsemi í skólanum yfir sumarið þar sem bæði Vinnuskóli Reykjavíkur sé með starfsemi og frístundarheimili sé haldið úti. Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira
Rimaskóli er grunnskóli fyrir börn á aldrinum sex til sextán ára í samnefndu hverfi í Grafarvogi í Reykjavík. Fram undan eru töluverðar viðgerðir og tiltekt eftir atburði næturinnar. Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastjóri Rimaskóla, fór á vinnustaðinn sinn í nótt og hitti fyrir fulltrúa frá lögreglu og Öryggismiðstöðinni. Mölvuð rúða og stóll á gólfinu.Jóhanna Bjarnadóttir „Þetta er ömurlegt. Þarna var allt í rúst,“ segir Þóranna. Nýlega hafi verið skipt um rúður í skólanum og klæðningu sömuleiðis. Hún lýsir því að einhverjir hafi brotið sér leið inn í skólann með því að brjóta rúðu nærri smíðastofu skólans. Stofan hafi verið lögð í rúst og allar rúður sem hægt var að brjóta brotnar. Erfitt sé að átta sig á því hvort verkfærum úr smíðastofunni hafi verið stolið. „Það er hætta á því að það séu tekin verkfæri og notuð sem vopn,“ segir Þóranna. Hún ætlar aftur í skólann eftir hádegið og kanna þau mál betur. Raunar eigi hún að einhverju leyti erfitt með að átta sig á umfangi skemmdanna, svo sem hve margar rúður séu brotnar þó margar séu, því hún sé í áfalli sem hafi blandast saman við mikla þreytu á vettvangi í nótt. Þóranna segir að einhver hafi farið inn í smíðastofuna fyrir tveimur vikum án ummerkja. Þá hafi verið krotað á vegg að einhver hafi farið inn í smíðastofuna. Þóranna spyr foreldra hvort málning sjáist á börnum þeirra og hvort þau hafi sofið heima hjá sér í nótt. „Okkur grunar að þetta sé einhver nemandi,“ segir Þóranna. Raunar fleiri en einn. Vitni hafi hringt í lögreglu í nótt og sést hafi til nokkurra einstaklinga hlaupa af vettvangi. Hún biðlar til foreldra að taka stöðuna á börnum sínum. „Það er lausung á börnum. Það þarf að hafa ýmislegt í huga. Er barnið þitt heima hjá sér um nóttina? Ef það vaknar ekki um morguninn... er það undir áhrifum einhverra efna? Er barnið þitt með málningu á sér? Er barnið þitt á góðum stað?“ Þetta eru spurningar sem foreldrar ættu að spyrja sig að. Sömuleiðis hvort einhverjir hafi verið að gista einhvers staðar. „Stundum endar svoleiðis með svona vitleysu.“ Þórunn lýsir líðan sinni sem áfalli og líklega gildir það um fleiri. Hún segir skólann vinnusvæði kennara, sem mæti bráðum til starfa, og auðvitað nemendanna. Þá sé starfsemi í skólanum yfir sumarið þar sem bæði Vinnuskóli Reykjavíkur sé með starfsemi og frístundarheimili sé haldið úti.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira
Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42