Von á rúmlega þrjú hundruð gestum við embættistöku Höllu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. júlí 2024 12:31 Halla Tómasdóttir tekur við embætti forseta íslands á morgun. Vísir/Vilhelm Von er á rúmlega þrjú hundruð gestum við embættistöku forseta Íslands þegar Halla Tómasdóttir verður sett í embætti á morgun. Athöfnin verður með nokkuð hefðbundnu sniði, en þó með nokkrum undantekningum. Vegna öryggiskrafna Alþingis komast færri fyrir í þinghúsinu, og því munu sérstakir gestir Höllu fylgjast með úr nýbyggingu þinghússins, Smiðju. Ríkisráð kemur saman klukkan tvö í dag á síðasta fundi ráðsins í embættistíð Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands. Embættistíð Guðna lýkur á miðnætti í kvöld, en þá handhafar forsetavalds, forseti Alþingis, forseti Hæstaréttar og forsætisráðherra, með forsetavald þar til Halla Tómasdóttir verður sett í embætti síðdegis á morgun. Athöfnin verður að mestu með hefðbundnu sniði að sögn Sigurðar Arnar Guðleifssonar, lögfræðings á skrifstofu stjórnskipunar- og stjórnsýslu hjá forsætisráðuneytinu. „Athöfnin er með hefðbundnum hætti og svipar mjög til þess sem var 2016 en þó með þeirri breytingu að kosningalögum var breytt 2021 þannig að kjörbréf Hæstaréttar er ekki lengur og þess í stað mun formaður landskjörstjórnar, í samræmi við þessa breytingu á kosningalögunum, lýsa kjöri forseta,“ segir Sigurður Örn. Athöfnin hefst með helgihaldi í Dómkirkjunni klukkan 15:30, sem í fyrsta sinn verður sjónvarpað bæði á Austurvelli og í Ríkisútvarpinu. Þaðan verður gengið yfir í þinghúsið þar sem formaður landskjörstjórnar lýsir kjöri forseta og nýkjörin forseti undirritar drengskaparheit að stjórnarskránni. „Þar með hefur hún tekið við sem forseti. Þá minnist hún fósturjarðarinnar á svölum Alþingishússins eins og venja er fyrir og heldur ræðu í framhaldi af því í þingsal, og þá þessari formlegu athöfn lokið,“ segir Sigurður. Von er á rúmlega þrjú hundruð gestum við athöfnina, bæði sem verða viðstaddir athöfn í Dómkirkjunni og Alþingishúsinu, og þá fylgjast sérstakir gestir Höllu með úr Smiðju. „Það helgast af því að nú komast færri fyrir í þinghúsinu og í þingsal vegna öryggiskrafna Alþingis, af því við urðum að fækka þar og miðla þá út í önnur rými í þinghúsinu, að þá var gripið til þess ráðs að færa þá sérstaka gesti Höllu meira út í Smiðja og gefa henni þá tækifæri til að bjóða fleirum,“ segir Sigurður Örn. Forseti Íslands Alþingi Forsetakosningar 2024 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
Ríkisráð kemur saman klukkan tvö í dag á síðasta fundi ráðsins í embættistíð Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands. Embættistíð Guðna lýkur á miðnætti í kvöld, en þá handhafar forsetavalds, forseti Alþingis, forseti Hæstaréttar og forsætisráðherra, með forsetavald þar til Halla Tómasdóttir verður sett í embætti síðdegis á morgun. Athöfnin verður að mestu með hefðbundnu sniði að sögn Sigurðar Arnar Guðleifssonar, lögfræðings á skrifstofu stjórnskipunar- og stjórnsýslu hjá forsætisráðuneytinu. „Athöfnin er með hefðbundnum hætti og svipar mjög til þess sem var 2016 en þó með þeirri breytingu að kosningalögum var breytt 2021 þannig að kjörbréf Hæstaréttar er ekki lengur og þess í stað mun formaður landskjörstjórnar, í samræmi við þessa breytingu á kosningalögunum, lýsa kjöri forseta,“ segir Sigurður Örn. Athöfnin hefst með helgihaldi í Dómkirkjunni klukkan 15:30, sem í fyrsta sinn verður sjónvarpað bæði á Austurvelli og í Ríkisútvarpinu. Þaðan verður gengið yfir í þinghúsið þar sem formaður landskjörstjórnar lýsir kjöri forseta og nýkjörin forseti undirritar drengskaparheit að stjórnarskránni. „Þar með hefur hún tekið við sem forseti. Þá minnist hún fósturjarðarinnar á svölum Alþingishússins eins og venja er fyrir og heldur ræðu í framhaldi af því í þingsal, og þá þessari formlegu athöfn lokið,“ segir Sigurður. Von er á rúmlega þrjú hundruð gestum við athöfnina, bæði sem verða viðstaddir athöfn í Dómkirkjunni og Alþingishúsinu, og þá fylgjast sérstakir gestir Höllu með úr Smiðju. „Það helgast af því að nú komast færri fyrir í þinghúsinu og í þingsal vegna öryggiskrafna Alþingis, af því við urðum að fækka þar og miðla þá út í önnur rými í þinghúsinu, að þá var gripið til þess ráðs að færa þá sérstaka gesti Höllu meira út í Smiðja og gefa henni þá tækifæri til að bjóða fleirum,“ segir Sigurður Örn.
Forseti Íslands Alþingi Forsetakosningar 2024 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira