Yfirmaður hernaðararms Hamas sagður hafa fallið í árás Ísraela Eiður Þór Árnason skrifar 1. ágúst 2024 09:20 Palestínumenn leituðu að líkum eftir árásina í Khan Younis á Gasa-ströndinni þann 13. júlí síðastliðinn. Ap/Jehad Alshrafi Mohammed Deif, yfirmaður hernaðararms Hamas féll í árás Ísraela fyrir tæplega þremur vikum. Þetta staðhæfir Ísraelsher í dag og segir Deif hafa farist í loftárás á húsnæði í útjaðri borgarinnar Khan Younis í suðurhluta Gaza þann 13. júlí. Hamas sagði Deif hafa lifað af umrædda árás en samtökin hafa enn ekki tjáð sig um yfirlýsingu Ísraelshers í dag. Meira en níutíu aðrir, þar á meðal óbreyttir borgarar á flótta í nærliggjandi tjöldum, létu lífið í árásinni, að sögn heilbrigðisyfirvalda á Gasa. Í yfirlýsingu segir ísraelski herinn að „eftir mat leyniþjónustunnar sé hægt að staðfesta að Mohammed Deif hafi verið drepinn í árásinni.“ AP-fréttaveitan greinir frá þessu en fregnirnar koma daginn eftir að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas féll í loftárás í Tehran, höfuðborg Íran. Ísrael hefur verið kennt um þá árás en þarlend stjórnvöld ekki tekið ábyrgð á henni. Drápin á tveimur af æðstu leiðtogum Hamas er sagður vera sigur fyrir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sem hefur sagt að hann muni ekki binda enda á árásir á Gasa fyrr en Ísrael hafi eyðilagt hernaðargetu Hamas. Lítið hefur orðið ágengt í viðræðum Ísraels og Hamas um vopnahlé á Gasa en morðin eru talin geta orðið til þess að Hamas herði afstöðu sína í viðræðunum eða dragi sig út úr þeim. Stjórnvöld í Íran hafa heitið því að hefna fyrir dráp Haniyeh á íranskri grundu. Áhyggjur eru uppi um að árásirnar geti leitt til aukinnar stigmögnunar og frekari stríðsátaka í heimshlutanum. Meðal stofnanda hernaðararms Hamas Ísrael telur að Deif og Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas á Gasa séu höfuðpaurarnir á bak við árásina þann 7. október sem varð 1.200 Ísraelsmönnum af bana og hrundi af stað yfirstandandi stríði Ísraels og Hamas. Talið er að Sinwar haldi sig í felum á Gasa en ísraelsk stjórnvöld hafa gefið út að þau vilji hann feigan. Um 39.480 Palestínumenn hafa farist og meira en 91.100 særst í árásum Ísraelshers á Gasa síðastliðna tíu mánuði, að sögn heilbrigðisyfirvalda á Gasa. Á sama tíma eru yfir 80 prósent íbúa á svæðinu talin vera á flótta eða um 2,3 milljónir manna. Búa langflestir við bágbornar aðstæður í tjaldbúðum á suðvesturhorni Gasa með takmarkað aðgengi að fæðu og vatni. Deif var einn af stofnendum Qassam-herdeildanna, hernaðararms Hamas og stýrði þeim í áratugi. Undir stjórn hans gerðu þær tugi sjálfsmorðssprengjuárása á Ísraela í rútum og á kaffihúsum og skutu eldflaugum á Ísrael. Deif fór huldu höfði, kom aldrei fram opinberlega, náðist sjaldan á mynd en heyrðist einstaka sinnum í hjóðyfirlýsingum. Hann lifði af fjölda banatilræða af hendi Ísraels. Fréttin hefur verið uppfærð. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Drápið á Heniyeh vekur hörð viðbrögð og ótta um stigmögnun Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir það skyldu stjórnvalda í Tehran að hefna drápsins á Ismail Haniyeh, pólitískum leiðtoga Hamas. Ísrael hafi lagt grundvöll að „harkalegum refsiaðgerðum“ með því að drepa Haniyeh. 31. júlí 2024 10:21 Pólitískur leiðtogi Hamas ráðinn af dögum í Íran Áhyggjur af stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fara nú vaxandi eftir að fregnir bárust af því að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi samtakanna, hefði verið ráðinn af dögum í Íran. 31. júlí 2024 06:46 Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Hamas sagði Deif hafa lifað af umrædda árás en samtökin hafa enn ekki tjáð sig um yfirlýsingu Ísraelshers í dag. Meira en níutíu aðrir, þar á meðal óbreyttir borgarar á flótta í nærliggjandi tjöldum, létu lífið í árásinni, að sögn heilbrigðisyfirvalda á Gasa. Í yfirlýsingu segir ísraelski herinn að „eftir mat leyniþjónustunnar sé hægt að staðfesta að Mohammed Deif hafi verið drepinn í árásinni.“ AP-fréttaveitan greinir frá þessu en fregnirnar koma daginn eftir að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas féll í loftárás í Tehran, höfuðborg Íran. Ísrael hefur verið kennt um þá árás en þarlend stjórnvöld ekki tekið ábyrgð á henni. Drápin á tveimur af æðstu leiðtogum Hamas er sagður vera sigur fyrir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sem hefur sagt að hann muni ekki binda enda á árásir á Gasa fyrr en Ísrael hafi eyðilagt hernaðargetu Hamas. Lítið hefur orðið ágengt í viðræðum Ísraels og Hamas um vopnahlé á Gasa en morðin eru talin geta orðið til þess að Hamas herði afstöðu sína í viðræðunum eða dragi sig út úr þeim. Stjórnvöld í Íran hafa heitið því að hefna fyrir dráp Haniyeh á íranskri grundu. Áhyggjur eru uppi um að árásirnar geti leitt til aukinnar stigmögnunar og frekari stríðsátaka í heimshlutanum. Meðal stofnanda hernaðararms Hamas Ísrael telur að Deif og Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas á Gasa séu höfuðpaurarnir á bak við árásina þann 7. október sem varð 1.200 Ísraelsmönnum af bana og hrundi af stað yfirstandandi stríði Ísraels og Hamas. Talið er að Sinwar haldi sig í felum á Gasa en ísraelsk stjórnvöld hafa gefið út að þau vilji hann feigan. Um 39.480 Palestínumenn hafa farist og meira en 91.100 særst í árásum Ísraelshers á Gasa síðastliðna tíu mánuði, að sögn heilbrigðisyfirvalda á Gasa. Á sama tíma eru yfir 80 prósent íbúa á svæðinu talin vera á flótta eða um 2,3 milljónir manna. Búa langflestir við bágbornar aðstæður í tjaldbúðum á suðvesturhorni Gasa með takmarkað aðgengi að fæðu og vatni. Deif var einn af stofnendum Qassam-herdeildanna, hernaðararms Hamas og stýrði þeim í áratugi. Undir stjórn hans gerðu þær tugi sjálfsmorðssprengjuárása á Ísraela í rútum og á kaffihúsum og skutu eldflaugum á Ísrael. Deif fór huldu höfði, kom aldrei fram opinberlega, náðist sjaldan á mynd en heyrðist einstaka sinnum í hjóðyfirlýsingum. Hann lifði af fjölda banatilræða af hendi Ísraels. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Drápið á Heniyeh vekur hörð viðbrögð og ótta um stigmögnun Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir það skyldu stjórnvalda í Tehran að hefna drápsins á Ismail Haniyeh, pólitískum leiðtoga Hamas. Ísrael hafi lagt grundvöll að „harkalegum refsiaðgerðum“ með því að drepa Haniyeh. 31. júlí 2024 10:21 Pólitískur leiðtogi Hamas ráðinn af dögum í Íran Áhyggjur af stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fara nú vaxandi eftir að fregnir bárust af því að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi samtakanna, hefði verið ráðinn af dögum í Íran. 31. júlí 2024 06:46 Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Drápið á Heniyeh vekur hörð viðbrögð og ótta um stigmögnun Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir það skyldu stjórnvalda í Tehran að hefna drápsins á Ismail Haniyeh, pólitískum leiðtoga Hamas. Ísrael hafi lagt grundvöll að „harkalegum refsiaðgerðum“ með því að drepa Haniyeh. 31. júlí 2024 10:21
Pólitískur leiðtogi Hamas ráðinn af dögum í Íran Áhyggjur af stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fara nú vaxandi eftir að fregnir bárust af því að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi samtakanna, hefði verið ráðinn af dögum í Íran. 31. júlí 2024 06:46