Halla Tómasdóttir orðin sjöundi forseti lýðveldisins Kjartan Kjartansson, Kolbeinn Tumi Daðason og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 1. ágúst 2024 14:16 Halla og eiginmaður hennar Björn Skúlason á svölum Alþingis eftir að hún tók formlega við embætti forseta Íslands. Vísir/RAX Halla Tómasdóttir tók við embætti forseta Íslands við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu í dag. Dagskráin hófst með helgistund í Dómkirkjunni klukkan 15:30 en embættistakan var í beinu streymi á Vísi frá klukkan 15:00. Að helgistundinni lokinni var gengið yfir í þinghúsið. Þar lýsti formaður landskjörstjórnar kjöri forseta og nýkjörinn forseti undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni. Halla er sjöundi forseti lýðveldisins. Upptöku frá athöfninni má sjá hér að neðan: Almenningi var boðið að fylgjast með embættistökunni og fagna nýjum forseta á Austurvelli. Þar vorusettir upp skjáir svo fólk gæti fylgst með athöfninni. Nokkur fjöldi safnaðist saman á Austurvelli og fagnaði nýjum forseta. Að loknu drengskaparheiti sínu að stjórnarskránni minntist nýr forseti fósturjarðarinnar af svölum þingshússins. Fylgst var með því sem fram fór í vaktinni á Vísi hér að neðan. Endurhlaðið síðunni ef vaktin birtist ekki strax.
Að helgistundinni lokinni var gengið yfir í þinghúsið. Þar lýsti formaður landskjörstjórnar kjöri forseta og nýkjörinn forseti undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni. Halla er sjöundi forseti lýðveldisins. Upptöku frá athöfninni má sjá hér að neðan: Almenningi var boðið að fylgjast með embættistökunni og fagna nýjum forseta á Austurvelli. Þar vorusettir upp skjáir svo fólk gæti fylgst með athöfninni. Nokkur fjöldi safnaðist saman á Austurvelli og fagnaði nýjum forseta. Að loknu drengskaparheiti sínu að stjórnarskránni minntist nýr forseti fósturjarðarinnar af svölum þingshússins. Fylgst var með því sem fram fór í vaktinni á Vísi hér að neðan. Endurhlaðið síðunni ef vaktin birtist ekki strax.
Forseti Íslands Alþingi Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir „Viðskiptakonan“ sem komst á Bessastaði í annarri tilraun Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. En hver er þessi kraftmikla kona sem tókst að heilla þjóðina í annað sinn og nú nægilega mikið til þess að koma sér á Bessastaði? Halla hefur flutt inn fótboltastráka, unnið hjá Pepsi og stýrt umtöluðu partýi í Mónakó. Hennar stærstu mistök voru að taka við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. 4. júní 2024 10:46 Fólk á förnum vegi: Ein felldi tár og önnur mjög spennt fyrir Höllu Landsmenn sem fréttastofa ræddi við segja Guðna Th. Jóhannesson hafa staðið sig einkar vel í embætti undanfarin átta ár. Þá eru þau spennt fyrir verðandi forseta, Höllu Tómasdóttur. 1. ágúst 2024 14:19 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
„Viðskiptakonan“ sem komst á Bessastaði í annarri tilraun Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. En hver er þessi kraftmikla kona sem tókst að heilla þjóðina í annað sinn og nú nægilega mikið til þess að koma sér á Bessastaði? Halla hefur flutt inn fótboltastráka, unnið hjá Pepsi og stýrt umtöluðu partýi í Mónakó. Hennar stærstu mistök voru að taka við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. 4. júní 2024 10:46
Fólk á förnum vegi: Ein felldi tár og önnur mjög spennt fyrir Höllu Landsmenn sem fréttastofa ræddi við segja Guðna Th. Jóhannesson hafa staðið sig einkar vel í embætti undanfarin átta ár. Þá eru þau spennt fyrir verðandi forseta, Höllu Tómasdóttur. 1. ágúst 2024 14:19