Kveikur frá Stangarlæk fallinn Jón Þór Stefánsson skrifar 2. ágúst 2024 14:16 Kveikur var tvímælalaust stjarna landsmóts hestamanna í Víðidalnum árið 2018 þar sem Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sýndi hann. Mynd/Jens Einarsson Hesturinn Kveikur frá Stangarlæk var felldur í gær eftir að hafa fengið hrossasótt í Hollandi. Hann var tólf vetra gamall. Gitte Fast Lambertsen, eigandi Kveiks, greinir frá þessu á Facebook, en Eiðfaxi greinir jafnframt frá tíðindunum. Hún segir að hann hafi farið á dýraspítala vegna einkenna hrossasóttar á miðvikudagskvöld. Í fyrstu voru merki um að honum væri að batna, en í gærmorgun fór ástand hans versnandi og því fór hann í aðgerð. Í ljós kom að snúið væri upp á líffæri Kveiks og hann með æðaskemmdir. Í færslu Gitte segir að eftir aðgerðina hafi þau vonast til að hann myndi ná sér, en allt kom fyrir ekki. Árið 2020 var greint frá því að Kveikur, sem var kallaður stjarna Landsmótsins 2018, hefði verið seldur til Danmerkur fyrir metfé. Kaupverðið var þó ekki gefið upp. „Við í Lindholm Hoje erum miður okkar. Hugur okkar er hjá þessum einstaka hesti, sem er ekki lengur á meðal okkar. Auðvitað vorkennum við sjálfum okkur, en við hugsum líka til fólksins sem ræktaði hann á Stangarlæk, og fyrrverandi þjálfara og knapa sem sýndi þennan hest frábærlega á Landsmótinu 2018,“ segir í færslu Gitte. „Þetta er einstakur höfðingi sem er ofboðslega geðgóður og skemmtilegur hestur, hann hefur allt með sér,“ sagði Aðalheiður Anna knapi í viðtali við Magnús Hlyn Hreiðarsson sumarið 2018. Þá var Kveikur hafður í sæðingum, í stað þess að eltast við merar úti í móa, og eftirspurn mikil eftir frammistöðuna á landsmótinu. Folatollurinn hljóðaði upp á 250 þúsund krónur og var reiknað með því að það yrði notað á um hundrað merar það sumar. Skráð afkvæmi Kveiks í Worldfeng, upprunaættbók íslenska hestins, voru 550 talsins. Á vef Eiðfaxa segir að Kveikur hafði verið að stimpla sig inn meðal fremstu kynbótahesta. Afkvæmi hans hafi vakið verðskuldaða athygli á nýliðnu Landsmóti. „Afkvæmi hans munu bera hróður hans um ókomna tíð.“ Dýr Hestar Hestaíþróttir Landsmót hestamanna Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Gitte Fast Lambertsen, eigandi Kveiks, greinir frá þessu á Facebook, en Eiðfaxi greinir jafnframt frá tíðindunum. Hún segir að hann hafi farið á dýraspítala vegna einkenna hrossasóttar á miðvikudagskvöld. Í fyrstu voru merki um að honum væri að batna, en í gærmorgun fór ástand hans versnandi og því fór hann í aðgerð. Í ljós kom að snúið væri upp á líffæri Kveiks og hann með æðaskemmdir. Í færslu Gitte segir að eftir aðgerðina hafi þau vonast til að hann myndi ná sér, en allt kom fyrir ekki. Árið 2020 var greint frá því að Kveikur, sem var kallaður stjarna Landsmótsins 2018, hefði verið seldur til Danmerkur fyrir metfé. Kaupverðið var þó ekki gefið upp. „Við í Lindholm Hoje erum miður okkar. Hugur okkar er hjá þessum einstaka hesti, sem er ekki lengur á meðal okkar. Auðvitað vorkennum við sjálfum okkur, en við hugsum líka til fólksins sem ræktaði hann á Stangarlæk, og fyrrverandi þjálfara og knapa sem sýndi þennan hest frábærlega á Landsmótinu 2018,“ segir í færslu Gitte. „Þetta er einstakur höfðingi sem er ofboðslega geðgóður og skemmtilegur hestur, hann hefur allt með sér,“ sagði Aðalheiður Anna knapi í viðtali við Magnús Hlyn Hreiðarsson sumarið 2018. Þá var Kveikur hafður í sæðingum, í stað þess að eltast við merar úti í móa, og eftirspurn mikil eftir frammistöðuna á landsmótinu. Folatollurinn hljóðaði upp á 250 þúsund krónur og var reiknað með því að það yrði notað á um hundrað merar það sumar. Skráð afkvæmi Kveiks í Worldfeng, upprunaættbók íslenska hestins, voru 550 talsins. Á vef Eiðfaxa segir að Kveikur hafði verið að stimpla sig inn meðal fremstu kynbótahesta. Afkvæmi hans hafi vakið verðskuldaða athygli á nýliðnu Landsmóti. „Afkvæmi hans munu bera hróður hans um ókomna tíð.“
Dýr Hestar Hestaíþróttir Landsmót hestamanna Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira