Kveikur frá Stangarlæk fallinn Jón Þór Stefánsson skrifar 2. ágúst 2024 14:16 Kveikur var tvímælalaust stjarna landsmóts hestamanna í Víðidalnum árið 2018 þar sem Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sýndi hann. Mynd/Jens Einarsson Hesturinn Kveikur frá Stangarlæk var felldur í gær eftir að hafa fengið hrossasótt í Hollandi. Hann var tólf vetra gamall. Gitte Fast Lambertsen, eigandi Kveiks, greinir frá þessu á Facebook, en Eiðfaxi greinir jafnframt frá tíðindunum. Hún segir að hann hafi farið á dýraspítala vegna einkenna hrossasóttar á miðvikudagskvöld. Í fyrstu voru merki um að honum væri að batna, en í gærmorgun fór ástand hans versnandi og því fór hann í aðgerð. Í ljós kom að snúið væri upp á líffæri Kveiks og hann með æðaskemmdir. Í færslu Gitte segir að eftir aðgerðina hafi þau vonast til að hann myndi ná sér, en allt kom fyrir ekki. Árið 2020 var greint frá því að Kveikur, sem var kallaður stjarna Landsmótsins 2018, hefði verið seldur til Danmerkur fyrir metfé. Kaupverðið var þó ekki gefið upp. „Við í Lindholm Hoje erum miður okkar. Hugur okkar er hjá þessum einstaka hesti, sem er ekki lengur á meðal okkar. Auðvitað vorkennum við sjálfum okkur, en við hugsum líka til fólksins sem ræktaði hann á Stangarlæk, og fyrrverandi þjálfara og knapa sem sýndi þennan hest frábærlega á Landsmótinu 2018,“ segir í færslu Gitte. „Þetta er einstakur höfðingi sem er ofboðslega geðgóður og skemmtilegur hestur, hann hefur allt með sér,“ sagði Aðalheiður Anna knapi í viðtali við Magnús Hlyn Hreiðarsson sumarið 2018. Þá var Kveikur hafður í sæðingum, í stað þess að eltast við merar úti í móa, og eftirspurn mikil eftir frammistöðuna á landsmótinu. Folatollurinn hljóðaði upp á 250 þúsund krónur og var reiknað með því að það yrði notað á um hundrað merar það sumar. Skráð afkvæmi Kveiks í Worldfeng, upprunaættbók íslenska hestins, voru 550 talsins. Á vef Eiðfaxa segir að Kveikur hafði verið að stimpla sig inn meðal fremstu kynbótahesta. Afkvæmi hans hafi vakið verðskuldaða athygli á nýliðnu Landsmóti. „Afkvæmi hans munu bera hróður hans um ókomna tíð.“ Dýr Hestar Hestaíþróttir Landsmót hestamanna Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Gitte Fast Lambertsen, eigandi Kveiks, greinir frá þessu á Facebook, en Eiðfaxi greinir jafnframt frá tíðindunum. Hún segir að hann hafi farið á dýraspítala vegna einkenna hrossasóttar á miðvikudagskvöld. Í fyrstu voru merki um að honum væri að batna, en í gærmorgun fór ástand hans versnandi og því fór hann í aðgerð. Í ljós kom að snúið væri upp á líffæri Kveiks og hann með æðaskemmdir. Í færslu Gitte segir að eftir aðgerðina hafi þau vonast til að hann myndi ná sér, en allt kom fyrir ekki. Árið 2020 var greint frá því að Kveikur, sem var kallaður stjarna Landsmótsins 2018, hefði verið seldur til Danmerkur fyrir metfé. Kaupverðið var þó ekki gefið upp. „Við í Lindholm Hoje erum miður okkar. Hugur okkar er hjá þessum einstaka hesti, sem er ekki lengur á meðal okkar. Auðvitað vorkennum við sjálfum okkur, en við hugsum líka til fólksins sem ræktaði hann á Stangarlæk, og fyrrverandi þjálfara og knapa sem sýndi þennan hest frábærlega á Landsmótinu 2018,“ segir í færslu Gitte. „Þetta er einstakur höfðingi sem er ofboðslega geðgóður og skemmtilegur hestur, hann hefur allt með sér,“ sagði Aðalheiður Anna knapi í viðtali við Magnús Hlyn Hreiðarsson sumarið 2018. Þá var Kveikur hafður í sæðingum, í stað þess að eltast við merar úti í móa, og eftirspurn mikil eftir frammistöðuna á landsmótinu. Folatollurinn hljóðaði upp á 250 þúsund krónur og var reiknað með því að það yrði notað á um hundrað merar það sumar. Skráð afkvæmi Kveiks í Worldfeng, upprunaættbók íslenska hestins, voru 550 talsins. Á vef Eiðfaxa segir að Kveikur hafði verið að stimpla sig inn meðal fremstu kynbótahesta. Afkvæmi hans hafi vakið verðskuldaða athygli á nýliðnu Landsmóti. „Afkvæmi hans munu bera hróður hans um ókomna tíð.“
Dýr Hestar Hestaíþróttir Landsmót hestamanna Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira