Gangast loksins við leyniþjónustufólki eftir fangaskiptin Kjartan Kjartansson skrifar 2. ágúst 2024 15:04 Pútín forseti fagnar Vadím Krasikov, launmorðingja leyniþjónustunnar, þegar fangarnir lentu í Moskvu í gærkvöldi. AP/Mikhail Voskresensky/Sputnik Stjórnvöld í Kreml staðfestu í fyrsta skipti í dag að sumir þeirra fanga sem fengu að snúa til Rússlands í sögulegum fangaskiptum í gær hafi verið útsendarar leyniþjónustunnar. Þeirra á meðal er morðingi sem Rússar sóru af sér eftir morð í Berlín árið 2019. Átta Rússum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum og nokkrum Evrópulöndum í skiptum fyrir sextán vestræna fanga í rússneskum fangelsum í gær. Á meðal þeirra sem voru látnir lausir í Rússlandi voru blaðamenn og baráttufólk fyrir mannréttindum. Sá sem stjórn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta lagði áherslu á að fá til baka umfram aðra var Vladím Krasikov sem afplánaði lífstíðardóm fyrir morð á téténskum fyrrverandi uppreisnarmanni í almenningsgarði í þýsku höfuðborginni árið 2019. Þýskur dómstóll taldi sannað að Krasikov, sem skaut fórnarlamb sitt til bana með skammbyssu með hljóðdeyfi um hábjartan dag og lagði svo á flótta, hefði starfað fyrir rússnesku leyniþjónustuna og morðið hefði verið að skipan hennar. Rússnesk stjórnvöld sóru af sér hvers kyns aðild að morðinu. Í nýlegu viðtali gaf Pútín í skyn að það hefði ekki verið sannleikanum samkvæmt. Þá viðurkenndi hann að viðræður væru í gangi um að fá „föðurlandsvin“ lausan sem hefði útrýmt „óþokka í evrópskri höfuðborg“. Nú eftir skiptin gangast rússnesk stjórnvöld loksins við því fullum fetum að Krasikov hafi verið leyniþjónustumaður. Hann hafi starfað fyrir sérsveit leyniþjónustunnar FSB, svonefnda Alfadeild. Krasikov kom fyrstur út úr flugvélinni og í faðm Pútín þegar flugvél með fangana lenti í Moskvu í gærkvöldi. Pútín hét þeim öllum heiðursorðum. Dultsov-hjónin héldu því leyndu fyrir börnum sínum tveimur að þau væru rússnesk á meðan þau unnu á laun fyrir rússnesku leyniþjónustuna í Slóveníu.AP/Krill Zykov/Spútnik Börnin vissu ekki að þau væru rússnesk Aðrir fangar voru einnig útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar, þar á meðal hjónin Artem Dultsov og Anna Dultsova sem störfuðu sem ólöglegir njósnarar í Slóveníu. Svo miki leynd ríkti yfir störfum þeirra að Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, segir að börn þeirra tvö hafi ekki komist að því að foreldrar þeirra væru Rússar fyrr en í flugvélinni á leiðinni heim. Hjónin höfðu látist vera Argentínumenn og komið skilaboðum til annarra leynilegra útsendara í Ljúbljana þar til þau voru handtekin og ákærð fyrir njósnir árið 2022. Pútín er sagður hafa heilsað börnunum á spænsku þegar hann tók á móti þeim en þau hafi ekki vitað hver hann var. „Það er þannig sem ólöglegir [njósnarar] virka og það eru fórnirnar sem þeir færa fyrir að helga sig starfi sínu,“ sagði Peskov. Reuters-fréttastofan segir að fangaskiptunum hafi verið vel tekið í Rússlandi jafnvel þó að Rússar hafi fengið helmingi færri fanga en vestræn ríki. Andrei Luguvoi, fyrrverandi leyniþjónustumaður sem er eftirlýstur í Bretlandi fyrir morðið á Alexander Litvinenko, fagnaði því að fangarnir væru komnir heim til fjölskyldna sinna. „Fyrir hvern þeirra er engin eftirsjá að afhenda hóp erlendra útsendaraúrþvætta,“ skrifaði Luguvoi, sem nú er leiðtogi þjóðernisöfgaflokks á rússneska þinginu, á samfélagsmiðlinum Telegram. Rússland Bandaríkin Slóvenía Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Átta Rússum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum og nokkrum Evrópulöndum í skiptum fyrir sextán vestræna fanga í rússneskum fangelsum í gær. Á meðal þeirra sem voru látnir lausir í Rússlandi voru blaðamenn og baráttufólk fyrir mannréttindum. Sá sem stjórn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta lagði áherslu á að fá til baka umfram aðra var Vladím Krasikov sem afplánaði lífstíðardóm fyrir morð á téténskum fyrrverandi uppreisnarmanni í almenningsgarði í þýsku höfuðborginni árið 2019. Þýskur dómstóll taldi sannað að Krasikov, sem skaut fórnarlamb sitt til bana með skammbyssu með hljóðdeyfi um hábjartan dag og lagði svo á flótta, hefði starfað fyrir rússnesku leyniþjónustuna og morðið hefði verið að skipan hennar. Rússnesk stjórnvöld sóru af sér hvers kyns aðild að morðinu. Í nýlegu viðtali gaf Pútín í skyn að það hefði ekki verið sannleikanum samkvæmt. Þá viðurkenndi hann að viðræður væru í gangi um að fá „föðurlandsvin“ lausan sem hefði útrýmt „óþokka í evrópskri höfuðborg“. Nú eftir skiptin gangast rússnesk stjórnvöld loksins við því fullum fetum að Krasikov hafi verið leyniþjónustumaður. Hann hafi starfað fyrir sérsveit leyniþjónustunnar FSB, svonefnda Alfadeild. Krasikov kom fyrstur út úr flugvélinni og í faðm Pútín þegar flugvél með fangana lenti í Moskvu í gærkvöldi. Pútín hét þeim öllum heiðursorðum. Dultsov-hjónin héldu því leyndu fyrir börnum sínum tveimur að þau væru rússnesk á meðan þau unnu á laun fyrir rússnesku leyniþjónustuna í Slóveníu.AP/Krill Zykov/Spútnik Börnin vissu ekki að þau væru rússnesk Aðrir fangar voru einnig útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar, þar á meðal hjónin Artem Dultsov og Anna Dultsova sem störfuðu sem ólöglegir njósnarar í Slóveníu. Svo miki leynd ríkti yfir störfum þeirra að Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, segir að börn þeirra tvö hafi ekki komist að því að foreldrar þeirra væru Rússar fyrr en í flugvélinni á leiðinni heim. Hjónin höfðu látist vera Argentínumenn og komið skilaboðum til annarra leynilegra útsendara í Ljúbljana þar til þau voru handtekin og ákærð fyrir njósnir árið 2022. Pútín er sagður hafa heilsað börnunum á spænsku þegar hann tók á móti þeim en þau hafi ekki vitað hver hann var. „Það er þannig sem ólöglegir [njósnarar] virka og það eru fórnirnar sem þeir færa fyrir að helga sig starfi sínu,“ sagði Peskov. Reuters-fréttastofan segir að fangaskiptunum hafi verið vel tekið í Rússlandi jafnvel þó að Rússar hafi fengið helmingi færri fanga en vestræn ríki. Andrei Luguvoi, fyrrverandi leyniþjónustumaður sem er eftirlýstur í Bretlandi fyrir morðið á Alexander Litvinenko, fagnaði því að fangarnir væru komnir heim til fjölskyldna sinna. „Fyrir hvern þeirra er engin eftirsjá að afhenda hóp erlendra útsendaraúrþvætta,“ skrifaði Luguvoi, sem nú er leiðtogi þjóðernisöfgaflokks á rússneska þinginu, á samfélagsmiðlinum Telegram.
Rússland Bandaríkin Slóvenía Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira