Vöntun á sálrænni áfallahjálp og eftirfylgd á Austurlandi Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar 3. ágúst 2024 10:01 Loksins kom að því að fjölskyldan fór saman að dánarstað pabba í Svínadal, Reyðarfirði, fjórum árum eftir slysið, þar sem við settum niður kross og áttum okkar stund. Tilfinningar brutust fram á misjafnan hátt hjá okkur syrgjendunum og var þessi stund okkur afar þýðingarmikil. Í huganum var staðurinn sem tók pabba frá okkur ófagur, drungalegur og slæmur en þegar þangað var komið var friðsælt, grænn gróður í fallegri lund, lækjarniður og fuglasöngur. Á þessum stað hafði pabbi tekið síðasta andardráttinn einn, fastur undir þungu sex-hjólinu fjórum árum áður. Drungalega og slæma svartnættið var því aðeins í hjartanu og lýsti því eigin líðan yfir ófyrirsjáanlegum örlögum pabba og skyndilegum missi okkar fjölskyldunnar. Sárt hefur verið að upplifa slíkt áfall, fá enga kveðjustund né ráðstafanir um framhaldið hjá okkur ástvinum hans. Þá var verulegur skortur á sálrænum stuðningi og utanumhaldi fyrir fjölskylduna hér austan megin. Stundum öfunda ég þau sem enga reynslu hafa af slíkum missi en þessi upplifun hefur þó kennt mér ótalmargt. Fjölskyldan á dánarstað pabba í Svínadal 31. júlí.Ingunn Eir Andrésdóttir Að mínu mati þyrftu viðeigandi stofnanir á Austurlandi að hafa aukinn skilning á mikilvægi þess að grípa aðstandendur sem upplifa slíkt áfall, hafa tilbúna viðbragðsáætlun sem grípur fólkið og sinna betur sálrænni áfallahjálp og eftirfylgd við hæfi. Mín reynsla er að fólk í þessum aðstæðum hefur ekki getu til að leita sér aðstoðar sjálft og þyrfti því að vera fyrir fram ákveðin áætlun að sálrænni aðstoð fyrir hvern og einn fjölskyldumeðlim sem ekki er ætlast til að viðkomandi sæki sér sjálfur. Dánarstaður pabba í Svínadal, Reyðarfirði.Ingunn Eir Andrésdóttir Talið er við slík áföll sé einn mikilvægasti þátturinn eftirfylgd og mat á áhættu einstaklinga á að þróa með sér langvinn vandamál. Með eftirfylgd fagfólks er hægt er að grípa inn í þróun mála fyrr en ella og draga úr þjáningum einstaklinga og fjölskyldna. Þannig er líka hægt að draga úr kostnaði þjóðfélagsins vegna líkamlegra og sálrænna vandamála sem þróast geta í kjölfar áfalla. Mín reynsla er að mikið rými er til bætinga á þessu sviði á Austurlandi og tel ég afar brýnt að bætt sé úr því. Höfundur er rekstraraðili og syrgjandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Loksins kom að því að fjölskyldan fór saman að dánarstað pabba í Svínadal, Reyðarfirði, fjórum árum eftir slysið, þar sem við settum niður kross og áttum okkar stund. Tilfinningar brutust fram á misjafnan hátt hjá okkur syrgjendunum og var þessi stund okkur afar þýðingarmikil. Í huganum var staðurinn sem tók pabba frá okkur ófagur, drungalegur og slæmur en þegar þangað var komið var friðsælt, grænn gróður í fallegri lund, lækjarniður og fuglasöngur. Á þessum stað hafði pabbi tekið síðasta andardráttinn einn, fastur undir þungu sex-hjólinu fjórum árum áður. Drungalega og slæma svartnættið var því aðeins í hjartanu og lýsti því eigin líðan yfir ófyrirsjáanlegum örlögum pabba og skyndilegum missi okkar fjölskyldunnar. Sárt hefur verið að upplifa slíkt áfall, fá enga kveðjustund né ráðstafanir um framhaldið hjá okkur ástvinum hans. Þá var verulegur skortur á sálrænum stuðningi og utanumhaldi fyrir fjölskylduna hér austan megin. Stundum öfunda ég þau sem enga reynslu hafa af slíkum missi en þessi upplifun hefur þó kennt mér ótalmargt. Fjölskyldan á dánarstað pabba í Svínadal 31. júlí.Ingunn Eir Andrésdóttir Að mínu mati þyrftu viðeigandi stofnanir á Austurlandi að hafa aukinn skilning á mikilvægi þess að grípa aðstandendur sem upplifa slíkt áfall, hafa tilbúna viðbragðsáætlun sem grípur fólkið og sinna betur sálrænni áfallahjálp og eftirfylgd við hæfi. Mín reynsla er að fólk í þessum aðstæðum hefur ekki getu til að leita sér aðstoðar sjálft og þyrfti því að vera fyrir fram ákveðin áætlun að sálrænni aðstoð fyrir hvern og einn fjölskyldumeðlim sem ekki er ætlast til að viðkomandi sæki sér sjálfur. Dánarstaður pabba í Svínadal, Reyðarfirði.Ingunn Eir Andrésdóttir Talið er við slík áföll sé einn mikilvægasti þátturinn eftirfylgd og mat á áhættu einstaklinga á að þróa með sér langvinn vandamál. Með eftirfylgd fagfólks er hægt er að grípa inn í þróun mála fyrr en ella og draga úr þjáningum einstaklinga og fjölskyldna. Þannig er líka hægt að draga úr kostnaði þjóðfélagsins vegna líkamlegra og sálrænna vandamála sem þróast geta í kjölfar áfalla. Mín reynsla er að mikið rými er til bætinga á þessu sviði á Austurlandi og tel ég afar brýnt að bætt sé úr því. Höfundur er rekstraraðili og syrgjandi.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun