Gamla lið Guðnýjar og Berglindar styður vel við ófrískar fótboltakonur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2024 12:00 Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki með AC Milan þegar hún lék þar árið 2020. GETTY/Emilio Andreoli Ítalska knattspyrnufélagið AC Milan hefur tekið forystu í fótboltaheiminum þegar kemur að standa fast að baki leikmanna sinna þegar þær verða ófrískar. AC Milan gaf út nýja stefnu félagsins á dögunum og mun félagið nú hjálpa ófrískum fótboltakonum meira en þekkist áður í þessum harða heimi. Fótboltakonurnar fá ekki aðeins stuðning í barneignarleyfinu heldur einnig á meðan barnið er mjög lítið. Ófrískir leikmenn, sem eru að renna út á samningi, fá strax eins árs framlengingu á samningi sínum, þegar þær verða óléttar. Þær fá líka jafnmikið borgað og áður. Með þessu fá þær öryggi og aðstöðu til að leggja grunn að endurkomu sinni inn á fótboltavöllinn. Félagið mun einnig bjóða upp á barnapössun á vinnutíma þegar barnið er komið í heiminn. Þetta á ekki aðeins við um leikmenn heldur einnig alla starfsmenn félagsins. „Við erum nú að byrja nýtt tímabil þar sem við vinnum að mikilvægum markmiðum bæði innan sem utan vallar. Við erum spennt fyrir því að koma fram með þessa nýstárlegu stefnu,“ sagði Elisabet Spina, yfirmaður kvennaliðs félagsins. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrum landsliðsfyrirliði, tók risastórt skref fyrir allar ófrískar knattspyrnukonur þegar hún sótti rétt sinn fyrir dómstólum en hún var þá leikmaður Lyon í Frakklandi. Eftir að Sara Björk vann málið og hennar saga kom fram í dagsljósið hafa mörg atvinnumannafélög nú séð ljósið. Ákvörðun AC Milan er enn eitt skrefið í rétta átt og vonandi leiðin sem flest félögum fari í kjölfarið. West Ham hefur þannig staðið vel við bakið á íslensku landsliðkonunni Dagný Brynjarsdóttur sem er að koma til baka eftir að hafa eignast sitt annað barn. Tvær íslenskar landsliðskonur spiluðu með AC Milan á síðustu árum, fyrst framherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir en svo varnarmaðurinn Guðný Árnadóttir. Berglind Björg er nýkomin til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Hún var leikmaður franska félagsins Paris Saint Germain þegar hún varð ófrísk en kom heim og spilar nú með Val í Bestu deildinni. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird) Ítalski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Sjá meira
AC Milan gaf út nýja stefnu félagsins á dögunum og mun félagið nú hjálpa ófrískum fótboltakonum meira en þekkist áður í þessum harða heimi. Fótboltakonurnar fá ekki aðeins stuðning í barneignarleyfinu heldur einnig á meðan barnið er mjög lítið. Ófrískir leikmenn, sem eru að renna út á samningi, fá strax eins árs framlengingu á samningi sínum, þegar þær verða óléttar. Þær fá líka jafnmikið borgað og áður. Með þessu fá þær öryggi og aðstöðu til að leggja grunn að endurkomu sinni inn á fótboltavöllinn. Félagið mun einnig bjóða upp á barnapössun á vinnutíma þegar barnið er komið í heiminn. Þetta á ekki aðeins við um leikmenn heldur einnig alla starfsmenn félagsins. „Við erum nú að byrja nýtt tímabil þar sem við vinnum að mikilvægum markmiðum bæði innan sem utan vallar. Við erum spennt fyrir því að koma fram með þessa nýstárlegu stefnu,“ sagði Elisabet Spina, yfirmaður kvennaliðs félagsins. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrum landsliðsfyrirliði, tók risastórt skref fyrir allar ófrískar knattspyrnukonur þegar hún sótti rétt sinn fyrir dómstólum en hún var þá leikmaður Lyon í Frakklandi. Eftir að Sara Björk vann málið og hennar saga kom fram í dagsljósið hafa mörg atvinnumannafélög nú séð ljósið. Ákvörðun AC Milan er enn eitt skrefið í rétta átt og vonandi leiðin sem flest félögum fari í kjölfarið. West Ham hefur þannig staðið vel við bakið á íslensku landsliðkonunni Dagný Brynjarsdóttur sem er að koma til baka eftir að hafa eignast sitt annað barn. Tvær íslenskar landsliðskonur spiluðu með AC Milan á síðustu árum, fyrst framherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir en svo varnarmaðurinn Guðný Árnadóttir. Berglind Björg er nýkomin til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Hún var leikmaður franska félagsins Paris Saint Germain þegar hún varð ófrísk en kom heim og spilar nú með Val í Bestu deildinni. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird)
Ítalski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Sjá meira