Hvað er þjóðarmorð? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar 4. ágúst 2024 18:30 Þar sem ég þekki hugtakið sjálf einungis út frá fræðilegu samhengi sem getur verið þungt og erfitt að útskýra, vildi ég deila þýðingu minni á persónulegri lýsingu Bisan Owda á aðstæðum sínum, sem hún birti fyrir nokkrum dögum. Bisan er kvikmyndagerðarkona og ferðalangur, sem eyddi mestum tíma áður fyrr í að búa til ferðamyndbönd og skemmtimyndbönd fyrir börn, en hefur nú verið á linnulausum flótta í 10 mánuði. Ég læt Bisan um orðið: „Svo virðist vera sem margt fólk skilur ekki alveg hvað þjóðarmorð þýðir. Það er alveg eðlilegt af því að slíkt gerist aðeins einu sinni á tíma hverrar kynslóðar, þetta er ekki hversdagslegt fyrirbæri. Þjóðarmorð geta jafnvel átt sér stað bara einu á öld, og koma þá líklegast aðallega fyrir fólk sem lifir undir hernámi eins og við. Mig langar að segja ykkur frá því hvað þjóðarmorð þýðir, samkvæmt minni upplifun af því. Þjóðarmorð er ekki einungis fólgið í herþotunum sem fljúga yfir höfðum okkar, með háþróuðustu vopn sem fyrirfinnast til að myrða óvopnaða almenna borgara. Eftir að þessir óvopnuðu almennu borgarar hafa verið myrtir og húsin þeirra lögð í rúst, lifa einhverjir af og reyna að flýja, hrekjast á flótta. Þau skilja eftir matinn sinn, vatn, föt, allar persónulegar eigur, peninga og lyf og leggjast á flótta í 40 gráðu hita. Það eru engar samgöngur af því að það er ekkert bensín, þar sem hernámið bannar að það sé flutt yfir lokuð landamærin, og þar fyrir utan eru allir bílarnir bilaðir og engir bifvélavirkjar eftir til að laga þá. Þú getur ekki einu sinni fundið asna við kerru, því asnarnir eru úrvinda og deyja í hrönnum. Þannig að þú gengur af stað í miðjum rústunum. Ef heppnin er með þér nærðu að finna svæði til að reisa þér tjald. Í námunda við tjaldið rennur svo skólp, vatn sem er ekki bara skítugt heldur mengað með lömunarveiki, lifrabólgu A og malaríu. Það eru 99% líkur á að barnið þitt fái þessa sjúkdóma, kannski yngsta barnið sem er mest veikburða og næst því að upplifa vökvaskort. Þú ferð næst á sjúkrahúsið en það er ekki hægt að sinna barninu þínu því á sjúkrahúsgólfinu er ekki þverfótað fyrir líkamspörtum og líkum þeirra sem hafa fallið í sprengjuregni. Þegar kemur að þér mun læknirinn segja þér að það sé ekki hægt að sjúkdómsgreina neinn vegna þess að sjúkrahúsin hafa verið starfrækt í 10 mánuði án þess að fá þann búnað sem þau þurfa til að sinna slíku. Læknirinn segir, „mér þykir það leitt, ég get ekki sinnt barninu þínu”, sem er verulegau uppþornað eftir að hafa drukkið óhreint og mengað vatn. Vírusinn mun drepa það, áður en það sveltur. Það er svo mjótt að beinin sjást. Við eigum ekki vökva í æð eða sýklalyf fyrir sárin sem myndast af skítnum og flóabitunum sem fylgja því að búa í þessum aðstæðum. Þjóðarmorð er allt það hræðilegasta sem þú getur hugsað þér, sameinað. Þjóðarmorð er að verða vitni af því sem ég hef lýst hér að ofan, og svo að þurfa að grafa gröf ástvinar þíns með berum höndum. Þjóðarmorð er að vera svangur, tapa trú á mannlegum gildum og fá ekki aðstoð frá neinum. Borgin þín er óþekkjanleg. Hún var vissulega undir hernámi og fátæk fyrir, en var þó ekki svo illa stödd að fólk myndi deyja úr hungri eða fara svangt að sofa. Nú deyr fólk úr hungri og fer að sofa glorhungrað á hverjum degi. Í rauninni hefur það orðið óeðlilegt að ná fullum nætursvefni, enda getur enginn hjálpað neinum lengur. Að lifa af er orðið óbærilega erfitt. Dauðinn er auðveldasti kosturinn. Þannig er þjóðarmorð. Gætið ykkar þegar þið hugsið, „hvernig vita þessir blaðamenn að þetta svæði muni verða sprengt?” Af því að hernámið blekkir ykkur og lætur ykkur halda að það sendi viðvörunarmerki til Gaza. Eftir hverjar 200-300 sprengur „varar hernámið okkur við” með varnarskoti sem drepur líka og eyðileggur. Ég vil ekki heldur að neinn segi „það er augljóst, þau eru með núðlur, ég hef séð það á myndunum þegar ég rýni í þær, þau eru með mat”. Jæja, eftir10 mánuði af manngerðri hungursneyð og hindrunum hernámsins frá því að hleypa öllum þeim mat sem heimurinn hefur reynt að senda okkur í formi hjálpargagna vegna hörmunganna, þá opnar hernámið sína eigin landamærastöð (Karem Abu Salem) og sendir okkur mat sem þau telja sjálf vera rusl. Hernámið stöðvar líka innflutning á lyfjum, lækningabúnaði og hreinlætisvörum. Þú gætir spurt þig, „hvers vegna að koma í veg fyrir lyf og hreinlætisvörur, sérstaklega?”. Nú, hreinlætisvörurnar eru ekki leyfðar svo við getum ekki þvegið okkur um hendurnar, þvegið á okkur andlitið eða þvegið fötin okkar, þannig að við verðum veik af bólusótt og maurakláða - og þegar við leitum okkur læknisaðstoðar þá fáum við ekki lyf. Þetta er lexía sem ég bið til Guðs að þú þurfir aldrei að ganga í gegnum. Og eitt að lokum, þar sem ég er að kafna af þessu þjóðarmorði og langar að létta aðeins á mér: Þjóðarmorð er að horfa á allt klárast og eyðileggast. Allt. Þig langar að laga skóna þína eða sauma saman skyrtuna þína, en þú getur það ekki. Þjóðarmorð er að finna ekki stuttermabol til að klæðast í sumarhitanum. Þjóðarmorð er að klæðast sömu skyrtunni í 10 mánuði, af því að það er skyrtan sem þú klæddist þegar þú flúðir að heiman, heimilinu sem þér hefur verið meinaður aðgangur að allan þennan tíma. Það er það sem þjóðarmorð er. Ég vona að þú upplifir aldrei á eigin skinni að það sem ég segi er satt. Þjóðarmorð er þegar manneskjan er uppgefin, allar vélar eru uppgefnar, öll fötin eru uppgefin, tjöldin eru uppgefin, landið er uppgefið, veggirnir eru uppgefnir. Þjóðarmorð er endir alls lífs, á meðan hernámsvaldið er mjög meðvitað um að ástandið sem það skapar er ekki bara stríðsástand með vopnabrölti, heldur líffræðilegt og andlegt stríðsástand. Andlegt af því að fólk er stanslaust uppgefið því það er stanslaust á flótta. Fólk flýr burt frá einu svæði á meðan annað fólk flýr inn á þetta sama svæði. Enginn veit hvert á að fara. Allstaðar á Gaza fær fólk skipanir um að yfirgefa svæðið. Þú flýrð frá norðri til suðurs og þú færð ekki að snúa aftur norður. Þú getur ekki flutt hlutina þína frá einum stað til annars, því þú veist ekki hvort staðurinn sem þú flýrð til mun skyndilega breytast í sprengjusvæði og þér gert að flýja þaðan aftur. Þú getur ekki farið á flótta neitt meðferðis, hvað þá reynt að flytja eldra fólk eða fatlað fólk úr fjölskyldunni með þér. Líffræðilegt stríð er að fá allskonar vírusa og sjúkdóma sem búið er að útrýma í nútíma samfélögum með réttum lyfjum, eins og lömunarveiki, lifrarbólgu og malaríu, nema nú eru engin lyf til fyrir þig. Vopnabröltið veldur svo því að á hverjum degi er sprengjum varpað á fólk, það er drepið og bókstaflega sprengt í tætlur með nýjustu tækni, upp að því marki að læknar segja „við höfum aldrei séð slík meiðsl áður”. Svo þú áttar þig á því að í ofan á lag þá ertu einhvers konar tilraunadýr. Það er þjóðarmorð. Þetta er þjóðarmorð.” Ég læt orð Bisan Owda duga að sinni og vona að eftir lesturinn séuð þið einhvers vísari - og fyllist jafnvel baráttuhug fyrir að þessu linni. Því það væri sannarlega mín ósk að ef slíkar hörmungar myndu henda mig og okkar þjóð þá myndu aðrir láta sig það varða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þar sem ég þekki hugtakið sjálf einungis út frá fræðilegu samhengi sem getur verið þungt og erfitt að útskýra, vildi ég deila þýðingu minni á persónulegri lýsingu Bisan Owda á aðstæðum sínum, sem hún birti fyrir nokkrum dögum. Bisan er kvikmyndagerðarkona og ferðalangur, sem eyddi mestum tíma áður fyrr í að búa til ferðamyndbönd og skemmtimyndbönd fyrir börn, en hefur nú verið á linnulausum flótta í 10 mánuði. Ég læt Bisan um orðið: „Svo virðist vera sem margt fólk skilur ekki alveg hvað þjóðarmorð þýðir. Það er alveg eðlilegt af því að slíkt gerist aðeins einu sinni á tíma hverrar kynslóðar, þetta er ekki hversdagslegt fyrirbæri. Þjóðarmorð geta jafnvel átt sér stað bara einu á öld, og koma þá líklegast aðallega fyrir fólk sem lifir undir hernámi eins og við. Mig langar að segja ykkur frá því hvað þjóðarmorð þýðir, samkvæmt minni upplifun af því. Þjóðarmorð er ekki einungis fólgið í herþotunum sem fljúga yfir höfðum okkar, með háþróuðustu vopn sem fyrirfinnast til að myrða óvopnaða almenna borgara. Eftir að þessir óvopnuðu almennu borgarar hafa verið myrtir og húsin þeirra lögð í rúst, lifa einhverjir af og reyna að flýja, hrekjast á flótta. Þau skilja eftir matinn sinn, vatn, föt, allar persónulegar eigur, peninga og lyf og leggjast á flótta í 40 gráðu hita. Það eru engar samgöngur af því að það er ekkert bensín, þar sem hernámið bannar að það sé flutt yfir lokuð landamærin, og þar fyrir utan eru allir bílarnir bilaðir og engir bifvélavirkjar eftir til að laga þá. Þú getur ekki einu sinni fundið asna við kerru, því asnarnir eru úrvinda og deyja í hrönnum. Þannig að þú gengur af stað í miðjum rústunum. Ef heppnin er með þér nærðu að finna svæði til að reisa þér tjald. Í námunda við tjaldið rennur svo skólp, vatn sem er ekki bara skítugt heldur mengað með lömunarveiki, lifrabólgu A og malaríu. Það eru 99% líkur á að barnið þitt fái þessa sjúkdóma, kannski yngsta barnið sem er mest veikburða og næst því að upplifa vökvaskort. Þú ferð næst á sjúkrahúsið en það er ekki hægt að sinna barninu þínu því á sjúkrahúsgólfinu er ekki þverfótað fyrir líkamspörtum og líkum þeirra sem hafa fallið í sprengjuregni. Þegar kemur að þér mun læknirinn segja þér að það sé ekki hægt að sjúkdómsgreina neinn vegna þess að sjúkrahúsin hafa verið starfrækt í 10 mánuði án þess að fá þann búnað sem þau þurfa til að sinna slíku. Læknirinn segir, „mér þykir það leitt, ég get ekki sinnt barninu þínu”, sem er verulegau uppþornað eftir að hafa drukkið óhreint og mengað vatn. Vírusinn mun drepa það, áður en það sveltur. Það er svo mjótt að beinin sjást. Við eigum ekki vökva í æð eða sýklalyf fyrir sárin sem myndast af skítnum og flóabitunum sem fylgja því að búa í þessum aðstæðum. Þjóðarmorð er allt það hræðilegasta sem þú getur hugsað þér, sameinað. Þjóðarmorð er að verða vitni af því sem ég hef lýst hér að ofan, og svo að þurfa að grafa gröf ástvinar þíns með berum höndum. Þjóðarmorð er að vera svangur, tapa trú á mannlegum gildum og fá ekki aðstoð frá neinum. Borgin þín er óþekkjanleg. Hún var vissulega undir hernámi og fátæk fyrir, en var þó ekki svo illa stödd að fólk myndi deyja úr hungri eða fara svangt að sofa. Nú deyr fólk úr hungri og fer að sofa glorhungrað á hverjum degi. Í rauninni hefur það orðið óeðlilegt að ná fullum nætursvefni, enda getur enginn hjálpað neinum lengur. Að lifa af er orðið óbærilega erfitt. Dauðinn er auðveldasti kosturinn. Þannig er þjóðarmorð. Gætið ykkar þegar þið hugsið, „hvernig vita þessir blaðamenn að þetta svæði muni verða sprengt?” Af því að hernámið blekkir ykkur og lætur ykkur halda að það sendi viðvörunarmerki til Gaza. Eftir hverjar 200-300 sprengur „varar hernámið okkur við” með varnarskoti sem drepur líka og eyðileggur. Ég vil ekki heldur að neinn segi „það er augljóst, þau eru með núðlur, ég hef séð það á myndunum þegar ég rýni í þær, þau eru með mat”. Jæja, eftir10 mánuði af manngerðri hungursneyð og hindrunum hernámsins frá því að hleypa öllum þeim mat sem heimurinn hefur reynt að senda okkur í formi hjálpargagna vegna hörmunganna, þá opnar hernámið sína eigin landamærastöð (Karem Abu Salem) og sendir okkur mat sem þau telja sjálf vera rusl. Hernámið stöðvar líka innflutning á lyfjum, lækningabúnaði og hreinlætisvörum. Þú gætir spurt þig, „hvers vegna að koma í veg fyrir lyf og hreinlætisvörur, sérstaklega?”. Nú, hreinlætisvörurnar eru ekki leyfðar svo við getum ekki þvegið okkur um hendurnar, þvegið á okkur andlitið eða þvegið fötin okkar, þannig að við verðum veik af bólusótt og maurakláða - og þegar við leitum okkur læknisaðstoðar þá fáum við ekki lyf. Þetta er lexía sem ég bið til Guðs að þú þurfir aldrei að ganga í gegnum. Og eitt að lokum, þar sem ég er að kafna af þessu þjóðarmorði og langar að létta aðeins á mér: Þjóðarmorð er að horfa á allt klárast og eyðileggast. Allt. Þig langar að laga skóna þína eða sauma saman skyrtuna þína, en þú getur það ekki. Þjóðarmorð er að finna ekki stuttermabol til að klæðast í sumarhitanum. Þjóðarmorð er að klæðast sömu skyrtunni í 10 mánuði, af því að það er skyrtan sem þú klæddist þegar þú flúðir að heiman, heimilinu sem þér hefur verið meinaður aðgangur að allan þennan tíma. Það er það sem þjóðarmorð er. Ég vona að þú upplifir aldrei á eigin skinni að það sem ég segi er satt. Þjóðarmorð er þegar manneskjan er uppgefin, allar vélar eru uppgefnar, öll fötin eru uppgefin, tjöldin eru uppgefin, landið er uppgefið, veggirnir eru uppgefnir. Þjóðarmorð er endir alls lífs, á meðan hernámsvaldið er mjög meðvitað um að ástandið sem það skapar er ekki bara stríðsástand með vopnabrölti, heldur líffræðilegt og andlegt stríðsástand. Andlegt af því að fólk er stanslaust uppgefið því það er stanslaust á flótta. Fólk flýr burt frá einu svæði á meðan annað fólk flýr inn á þetta sama svæði. Enginn veit hvert á að fara. Allstaðar á Gaza fær fólk skipanir um að yfirgefa svæðið. Þú flýrð frá norðri til suðurs og þú færð ekki að snúa aftur norður. Þú getur ekki flutt hlutina þína frá einum stað til annars, því þú veist ekki hvort staðurinn sem þú flýrð til mun skyndilega breytast í sprengjusvæði og þér gert að flýja þaðan aftur. Þú getur ekki farið á flótta neitt meðferðis, hvað þá reynt að flytja eldra fólk eða fatlað fólk úr fjölskyldunni með þér. Líffræðilegt stríð er að fá allskonar vírusa og sjúkdóma sem búið er að útrýma í nútíma samfélögum með réttum lyfjum, eins og lömunarveiki, lifrarbólgu og malaríu, nema nú eru engin lyf til fyrir þig. Vopnabröltið veldur svo því að á hverjum degi er sprengjum varpað á fólk, það er drepið og bókstaflega sprengt í tætlur með nýjustu tækni, upp að því marki að læknar segja „við höfum aldrei séð slík meiðsl áður”. Svo þú áttar þig á því að í ofan á lag þá ertu einhvers konar tilraunadýr. Það er þjóðarmorð. Þetta er þjóðarmorð.” Ég læt orð Bisan Owda duga að sinni og vona að eftir lesturinn séuð þið einhvers vísari - og fyllist jafnvel baráttuhug fyrir að þessu linni. Því það væri sannarlega mín ósk að ef slíkar hörmungar myndu henda mig og okkar þjóð þá myndu aðrir láta sig það varða.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun