Valdimar Þór: Það er kominn tími á að vinna heima Árni Jóhannsson skrifar 5. ágúst 2024 21:43 Valdimar Þór Ingimundarson gat leyft sér að fagna í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk og tryggði Víking sigurinn gegn FH. Vísir / Pawel Cieslikiewicz Víkingur vann FH 2-3 á útivelli í Kaplakrika fyrr í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir voru undir þegar Valdimar Þór Ingimundarson kom inn á ásamt Sveini Gísla Þorkelssyni sem skópu tvö mörk til að tryggja sigurinn. Valdimar var alveg sammála því að þetta hafi verið allt að því fullkomin innkoma. „Ertu með það. Ég er allavega sáttur með þetta. Ég geri bara það sem ég er góður í þegar ég kem inn á. Ég reyni bara að hjálpa liðinu mínu enda er það grunnurinn að því að vera góður varamaður.“ Víkingur var mikið meira með boltann í kvöld án þess þó að ná að brjóta vörn FH-inga niður. Hvað breyttist þegar Valdimar og Sveinn Gísli komu inn á? „Leikirnir breytast bara með öðruvísi leikmönnum sem koma inn á. Svo opnast leikir oft þegar líður á þá. Ég get ekki sett puttann á eitthvað eitt sem breyttist. Skiptingar breyta leikjum bara rosalega mikið.“ Það hefði verið hægt að færa rök fyrir því að það væri erfiðara fyrir Víking að ná í sigurinn í kvöld, verandi á milli Evrópuverkefna, þannig að þessi sigur hlýtur að gefa liðinu rosalega mikið. „Já alveg klárlega, við viljum vinna alla leiki og það er erfiðara þegar við erum að spila alla þessa leik og menn eru að detta í meiðsli. Eins og Arnar hefur oft talað um þá er hópurinn númer eitt, tvö og þrjú og allir eru að skila sínu.“ Um næstu leiki, þá sérstaklega Evrópu þá var Valdimar spenntur þó Víkingur gæti ekki verið að hugsa of langt fram í tímann. Þó að gulrótin væri stór. „Ég er ekki að spá í næsta verkefni. Við þurfum að byrja á því að eiga sterkan leik á heimavelli, eitthvað sem við höfum ekki náð að gera. Við gerum jafntefli á móti Shamrock og töpum síðan seinni heimaleiknum í Evrópukeppni. Þannig að það er kominn tími á að vinna heima og koma okkur í góða stöðu fyrir útileikinn.“ Hvað vita Víkingar um Floru Tallin? „Ég veit ekki neitt. Ég veit ekki hvaða lið þetta er“, sagði Valdimar og hló við áður en hann hélt áfram. „Við fáum væntanlega góðar upplýsingar um liðið á fundi á morgun og förum vel yfir þetta þá.“ Aðspurður um standið á sjálfum sér og tilkall til byrjunarliðssætis í næsta leik sagði Valdimar að lokum: „Mér líður vel. Ég meiddist aðeins í byrjun tímabils en er búinn að haldast heill síðan. Já er það ekki, eigum við ekki að segja að ég geri tilkall til byrjunarliðssætis. Ég er búinn að byrja einhverja tvo leiki í röð þannig að ég vona að ég byrji allavega.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Víkingur 2-3 | Skiptingar sem skiptu sköpum Íslandsmeistarar Víkings gerðu góða ferð í Kaplakrikann í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir báru sigurorð af FH sem var 2-1 yfir í hálfleik. Sveinn Gísli Þorkelsson og Valdimar Þór Ingimundarson komu inn á í upphafi seinni hálfleiks og bjuggu til tvö mörk til að vinna leikinn. Víkingur leiðir deildina með níu stigum eins og staðan er núna. 5. ágúst 2024 18:35 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Fleiri fréttir Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga Sjá meira
Valdimar var alveg sammála því að þetta hafi verið allt að því fullkomin innkoma. „Ertu með það. Ég er allavega sáttur með þetta. Ég geri bara það sem ég er góður í þegar ég kem inn á. Ég reyni bara að hjálpa liðinu mínu enda er það grunnurinn að því að vera góður varamaður.“ Víkingur var mikið meira með boltann í kvöld án þess þó að ná að brjóta vörn FH-inga niður. Hvað breyttist þegar Valdimar og Sveinn Gísli komu inn á? „Leikirnir breytast bara með öðruvísi leikmönnum sem koma inn á. Svo opnast leikir oft þegar líður á þá. Ég get ekki sett puttann á eitthvað eitt sem breyttist. Skiptingar breyta leikjum bara rosalega mikið.“ Það hefði verið hægt að færa rök fyrir því að það væri erfiðara fyrir Víking að ná í sigurinn í kvöld, verandi á milli Evrópuverkefna, þannig að þessi sigur hlýtur að gefa liðinu rosalega mikið. „Já alveg klárlega, við viljum vinna alla leiki og það er erfiðara þegar við erum að spila alla þessa leik og menn eru að detta í meiðsli. Eins og Arnar hefur oft talað um þá er hópurinn númer eitt, tvö og þrjú og allir eru að skila sínu.“ Um næstu leiki, þá sérstaklega Evrópu þá var Valdimar spenntur þó Víkingur gæti ekki verið að hugsa of langt fram í tímann. Þó að gulrótin væri stór. „Ég er ekki að spá í næsta verkefni. Við þurfum að byrja á því að eiga sterkan leik á heimavelli, eitthvað sem við höfum ekki náð að gera. Við gerum jafntefli á móti Shamrock og töpum síðan seinni heimaleiknum í Evrópukeppni. Þannig að það er kominn tími á að vinna heima og koma okkur í góða stöðu fyrir útileikinn.“ Hvað vita Víkingar um Floru Tallin? „Ég veit ekki neitt. Ég veit ekki hvaða lið þetta er“, sagði Valdimar og hló við áður en hann hélt áfram. „Við fáum væntanlega góðar upplýsingar um liðið á fundi á morgun og förum vel yfir þetta þá.“ Aðspurður um standið á sjálfum sér og tilkall til byrjunarliðssætis í næsta leik sagði Valdimar að lokum: „Mér líður vel. Ég meiddist aðeins í byrjun tímabils en er búinn að haldast heill síðan. Já er það ekki, eigum við ekki að segja að ég geri tilkall til byrjunarliðssætis. Ég er búinn að byrja einhverja tvo leiki í röð þannig að ég vona að ég byrji allavega.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Víkingur 2-3 | Skiptingar sem skiptu sköpum Íslandsmeistarar Víkings gerðu góða ferð í Kaplakrikann í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir báru sigurorð af FH sem var 2-1 yfir í hálfleik. Sveinn Gísli Þorkelsson og Valdimar Þór Ingimundarson komu inn á í upphafi seinni hálfleiks og bjuggu til tvö mörk til að vinna leikinn. Víkingur leiðir deildina með níu stigum eins og staðan er núna. 5. ágúst 2024 18:35 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Fleiri fréttir Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga Sjá meira
Leik lokið: FH - Víkingur 2-3 | Skiptingar sem skiptu sköpum Íslandsmeistarar Víkings gerðu góða ferð í Kaplakrikann í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir báru sigurorð af FH sem var 2-1 yfir í hálfleik. Sveinn Gísli Þorkelsson og Valdimar Þór Ingimundarson komu inn á í upphafi seinni hálfleiks og bjuggu til tvö mörk til að vinna leikinn. Víkingur leiðir deildina með níu stigum eins og staðan er núna. 5. ágúst 2024 18:35