Arnar: Það sjá það allir að við erum í dauðafæri á að gera gott sumar Árni Jóhannsson skrifar 5. ágúst 2024 22:24 Arnar Gunnlaugs var líflegur. Vísir/Hulda Margrét Arnari Gunnlaugssyni var létt eftir sigurinn við FH í Hafnarfirði í kvöld. Leikar enduðu 2-3 og voru það varamennirnir sem skópu sigurinn að lokum. Honum fannst leikurinn rosalegur og fór um víðan völl í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leikinn. „Þetta var rosalegur leikur. Blautt grasið bauð upp á flottan fótboltaleik sem hafði allt. Dramatík og læti innan vallar sem utan. Þetta var geggjuð auglýsing fyrir deildina. Ég mun ekki lifa lengi ef allir verða svona ef allir leikir verða svona. Við erum nýkomnir frá Albaníu þar sem var sama staða en FH neitaði að gefast upp og köstuðu öllu í okkur í lokin. Við þurftum að hanga með smá lukku og gæðum. Strákarnir frábærir í dag.“ Þetta var mikilvægur leikur verandi á milli Evrópuverkefna og mikil orka fór í þennan leik. „Ég veit ekki hvar strákarnir fá þessa orku. Við skynjum að þetta gæti verið sérstakt sumar og strákarnir skynja að þetta gæti orðið besta sumar í lífi okkar þannig að menn finna einhverja smá orku. Þetta er erfiður heimavöllur og FH búnir að vera virkilega öflugir hérna. Við þurftum að grafa mjög djúpt en það er ótrúlegur karakter í þessum strákum og ég get ekki beðið eftir leiknum á fimmtudaginn.“ Gunnar Vatnhamar fór út af og Gunnlaugur og Arnar í sameiningu töldu upp einhverja sex leikmenn sem vantar í liðið áður en Arnar tók við. „Þetta eru reynsluboltar sem við gjarnan vildum hafa með okkur. Til þess er hópurinn og aðrir hafa stigið upp. Við höfum fengið unga menn inn og t.d. Gísli Gottskálk er búinn að gera mjög vel. Hópurinn þarf bara að taka við, við erum búnir að dásama hann í allan vetur og monta okkur af honum og nú þarf hann að standa sig. Sem hann er búinn. Okkur veitir samt ekki af smá hjálp. Við erum vonandi að landa einum tveimur leikmönnum.“ Eru þá tveir leikmenn að koma inn? „Einn til tveir. Það sjá það allir að við erum í dauðafæri á að gera gott sumar. Mögulega tækifæri, án þess að vera of dramatískur, kemur ekki aftur. Við erum að berjast á öllum vígstöðum og drátturinn í Evrópukeppninni góður en megum ekki fara fram úr sjálfum okkur. Við þurfum að klára Flora Tallin en klúbburinn þarf að standa saman og finna eitthvað til að hjálpa strákunum. Gunnlaugur spurði þá hvort það væri staðfest að Tarik Ibrahimagic úr Vestra væri á leiðinni til Víkings. „Það er ekki staðfest en við höfum klárlega mikinn áhuga á honum.“ Það eru síðan engir af leikmönnunum sem eru meiddir núna eru ekki klárir fyrir fimmtudaginn en það er ekki fyrr en um helgina sem einhverjir snúa til baka. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: FH - Víkingur 2-3 | Skiptingar sem skiptu sköpum Íslandsmeistarar Víkings gerðu góða ferð í Kaplakrikann í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir báru sigurorð af FH sem var 2-1 yfir í hálfleik. Sveinn Gísli Þorkelsson og Valdimar Þór Ingimundarson komu inn á í upphafi seinni hálfleiks og bjuggu til tvö mörk til að vinna leikinn. Víkingur leiðir deildina með níu stigum eins og staðan er núna. 5. ágúst 2024 18:35 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira
„Þetta var rosalegur leikur. Blautt grasið bauð upp á flottan fótboltaleik sem hafði allt. Dramatík og læti innan vallar sem utan. Þetta var geggjuð auglýsing fyrir deildina. Ég mun ekki lifa lengi ef allir verða svona ef allir leikir verða svona. Við erum nýkomnir frá Albaníu þar sem var sama staða en FH neitaði að gefast upp og köstuðu öllu í okkur í lokin. Við þurftum að hanga með smá lukku og gæðum. Strákarnir frábærir í dag.“ Þetta var mikilvægur leikur verandi á milli Evrópuverkefna og mikil orka fór í þennan leik. „Ég veit ekki hvar strákarnir fá þessa orku. Við skynjum að þetta gæti verið sérstakt sumar og strákarnir skynja að þetta gæti orðið besta sumar í lífi okkar þannig að menn finna einhverja smá orku. Þetta er erfiður heimavöllur og FH búnir að vera virkilega öflugir hérna. Við þurftum að grafa mjög djúpt en það er ótrúlegur karakter í þessum strákum og ég get ekki beðið eftir leiknum á fimmtudaginn.“ Gunnar Vatnhamar fór út af og Gunnlaugur og Arnar í sameiningu töldu upp einhverja sex leikmenn sem vantar í liðið áður en Arnar tók við. „Þetta eru reynsluboltar sem við gjarnan vildum hafa með okkur. Til þess er hópurinn og aðrir hafa stigið upp. Við höfum fengið unga menn inn og t.d. Gísli Gottskálk er búinn að gera mjög vel. Hópurinn þarf bara að taka við, við erum búnir að dásama hann í allan vetur og monta okkur af honum og nú þarf hann að standa sig. Sem hann er búinn. Okkur veitir samt ekki af smá hjálp. Við erum vonandi að landa einum tveimur leikmönnum.“ Eru þá tveir leikmenn að koma inn? „Einn til tveir. Það sjá það allir að við erum í dauðafæri á að gera gott sumar. Mögulega tækifæri, án þess að vera of dramatískur, kemur ekki aftur. Við erum að berjast á öllum vígstöðum og drátturinn í Evrópukeppninni góður en megum ekki fara fram úr sjálfum okkur. Við þurfum að klára Flora Tallin en klúbburinn þarf að standa saman og finna eitthvað til að hjálpa strákunum. Gunnlaugur spurði þá hvort það væri staðfest að Tarik Ibrahimagic úr Vestra væri á leiðinni til Víkings. „Það er ekki staðfest en við höfum klárlega mikinn áhuga á honum.“ Það eru síðan engir af leikmönnunum sem eru meiddir núna eru ekki klárir fyrir fimmtudaginn en það er ekki fyrr en um helgina sem einhverjir snúa til baka.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: FH - Víkingur 2-3 | Skiptingar sem skiptu sköpum Íslandsmeistarar Víkings gerðu góða ferð í Kaplakrikann í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir báru sigurorð af FH sem var 2-1 yfir í hálfleik. Sveinn Gísli Þorkelsson og Valdimar Þór Ingimundarson komu inn á í upphafi seinni hálfleiks og bjuggu til tvö mörk til að vinna leikinn. Víkingur leiðir deildina með níu stigum eins og staðan er núna. 5. ágúst 2024 18:35 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: FH - Víkingur 2-3 | Skiptingar sem skiptu sköpum Íslandsmeistarar Víkings gerðu góða ferð í Kaplakrikann í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir báru sigurorð af FH sem var 2-1 yfir í hálfleik. Sveinn Gísli Þorkelsson og Valdimar Þór Ingimundarson komu inn á í upphafi seinni hálfleiks og bjuggu til tvö mörk til að vinna leikinn. Víkingur leiðir deildina með níu stigum eins og staðan er núna. 5. ágúst 2024 18:35