Leitarsvæðið torsótt og erfitt yfirferðar Jón Ísak Ragnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 6. ágúst 2024 14:52 Bergvin Snær Andrésson er í vettvangsstjórn. Vísir/Ívar Fannar Leitarsvæðið við Kerlingarfjöll er mjög torsótt og erfitt yfirferðar fyrir göngufólk, hjól og jeppa, en björgunarsveitir hafa sett mikinn kraft í leit með drónum. Landslagið er síbreytilegt vegna snjóa, rigningar og drullu. Leit hefur staðið yfir að ferðamönnum sem taldir eru fastir í helli við Kerlingarfjöll síðan í gærkvöldi. Þetta segir Bergvin Snær Andrésson, sem er í vettvangsstjórn. Fréttamaður náði tali af honum rétt áður en fregnir bárust af því að bíll hefði fundist sem gæti tilheyrt ferðamönnunum. Landslagið síbreytilegt Bergvin segir að verið sé að leita á stöðum sem björgunarsveitunum hafa verið bent á, í ýmsum hellum og fleiri stöðum. Það sé alveg inn í myndinni að fólkið gæti verið í helli sem aldrei hefur fundist eða hefur nýlega myndast. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið á sveimi yfir svæðið, ásamt fjölda dróna.Landsbjörg „Það er bara allt í myndinni, það er náttúrulega hreyfing á svæðinu, það er snjór og drulla sem er á svæðinu, hér hafa verið rigningar, hiti og fleira þannig landslagið er að breytast,“ segir Bergvin. Hann segir skilyrðin til leitar ekki hafa verið þau bestu í nótt, þyrlan hafi ekki getað athafnað sig vegna mikillar þoku. Nú er bjartara yfir, og þyrlan hefur verið á sveimi yfir svæðinu ásamt fjölda dróna frá björgunarsveitunum. Bergvin segir landslagið erfitt yfirferðar, og meiri áhersla sé á drónaleit en með jeppum. Staðsetningarhnitin sem gefin voru upp í tilkynningunni til netspjalls Neyðarlínunnar í gærkvöldi.vísir/grafík Hann vill koma þökkum á framfæri til húshaldara á staðnum, sem hafa veitt björgunarsveitum skjól og mat, og einnig til allra sem hafa aðstoðað í leitinni, og nefnir landverði, staðarkunnuga, fjallakónga og fleiri. Eftir hádegi bárust fregnir af því að bíll hefði fundist sem gæti tilheyrt týndu ferðamönnunum. Leitarhundar voru ræstir út við leitina. Björgunarsveitir Hrunamannahreppur Lögreglumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Fundu tóman bílaleigubíl og ræsa út leitarhunda Björgunarsveitir hafa fundið það sem þau telja fyrstu vísbendinguna sem hægt er að vinna eftir, í leit að tveimur ferðamönnum sem talið er að séu fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum. Bílaleigubíll sem skráður er á tvo ferðamenn fannst við tjaldstæði. Enginn á svæðinu kannast við að bera ábyrgð á bílnum. Kallað hefur verið til leitarhunda. 6. ágúst 2024 13:51 Sendu skilaboð á Neyðarlínuna en enginn fundist á svæðinu Ferðamenn sem leitað hefur verið að nærri Kerlingarfjöllum á miðhálendinu síðan í gærkvöldi höfðu samband við netspjall Neyðarlínunnar og gáfu upp staðsetningarhnit. Netspjallið lokaðist í framhaldinu og enginn hefur fundist nálægt þeirri staðsetningu sem gefin var upp. 6. ágúst 2024 10:13 Víkka út leitarsvæðið án nokkurra nýrra vísbendinga Leitin að ferðamönnunum sem gengið var út frá að væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum hefur enn engan árangur borið. Búið er að leita á þeirri staðsetningu sem gefin var upp í upphaflegu tilkynningunni án þess að nokkrar vísbendingar hafi fundist. Nú er verið að víkka út leitarsvæðið. 6. ágúst 2024 12:29 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira
Þetta segir Bergvin Snær Andrésson, sem er í vettvangsstjórn. Fréttamaður náði tali af honum rétt áður en fregnir bárust af því að bíll hefði fundist sem gæti tilheyrt ferðamönnunum. Landslagið síbreytilegt Bergvin segir að verið sé að leita á stöðum sem björgunarsveitunum hafa verið bent á, í ýmsum hellum og fleiri stöðum. Það sé alveg inn í myndinni að fólkið gæti verið í helli sem aldrei hefur fundist eða hefur nýlega myndast. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið á sveimi yfir svæðið, ásamt fjölda dróna.Landsbjörg „Það er bara allt í myndinni, það er náttúrulega hreyfing á svæðinu, það er snjór og drulla sem er á svæðinu, hér hafa verið rigningar, hiti og fleira þannig landslagið er að breytast,“ segir Bergvin. Hann segir skilyrðin til leitar ekki hafa verið þau bestu í nótt, þyrlan hafi ekki getað athafnað sig vegna mikillar þoku. Nú er bjartara yfir, og þyrlan hefur verið á sveimi yfir svæðinu ásamt fjölda dróna frá björgunarsveitunum. Bergvin segir landslagið erfitt yfirferðar, og meiri áhersla sé á drónaleit en með jeppum. Staðsetningarhnitin sem gefin voru upp í tilkynningunni til netspjalls Neyðarlínunnar í gærkvöldi.vísir/grafík Hann vill koma þökkum á framfæri til húshaldara á staðnum, sem hafa veitt björgunarsveitum skjól og mat, og einnig til allra sem hafa aðstoðað í leitinni, og nefnir landverði, staðarkunnuga, fjallakónga og fleiri. Eftir hádegi bárust fregnir af því að bíll hefði fundist sem gæti tilheyrt týndu ferðamönnunum. Leitarhundar voru ræstir út við leitina.
Björgunarsveitir Hrunamannahreppur Lögreglumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Fundu tóman bílaleigubíl og ræsa út leitarhunda Björgunarsveitir hafa fundið það sem þau telja fyrstu vísbendinguna sem hægt er að vinna eftir, í leit að tveimur ferðamönnum sem talið er að séu fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum. Bílaleigubíll sem skráður er á tvo ferðamenn fannst við tjaldstæði. Enginn á svæðinu kannast við að bera ábyrgð á bílnum. Kallað hefur verið til leitarhunda. 6. ágúst 2024 13:51 Sendu skilaboð á Neyðarlínuna en enginn fundist á svæðinu Ferðamenn sem leitað hefur verið að nærri Kerlingarfjöllum á miðhálendinu síðan í gærkvöldi höfðu samband við netspjall Neyðarlínunnar og gáfu upp staðsetningarhnit. Netspjallið lokaðist í framhaldinu og enginn hefur fundist nálægt þeirri staðsetningu sem gefin var upp. 6. ágúst 2024 10:13 Víkka út leitarsvæðið án nokkurra nýrra vísbendinga Leitin að ferðamönnunum sem gengið var út frá að væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum hefur enn engan árangur borið. Búið er að leita á þeirri staðsetningu sem gefin var upp í upphaflegu tilkynningunni án þess að nokkrar vísbendingar hafi fundist. Nú er verið að víkka út leitarsvæðið. 6. ágúst 2024 12:29 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira
Fundu tóman bílaleigubíl og ræsa út leitarhunda Björgunarsveitir hafa fundið það sem þau telja fyrstu vísbendinguna sem hægt er að vinna eftir, í leit að tveimur ferðamönnum sem talið er að séu fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum. Bílaleigubíll sem skráður er á tvo ferðamenn fannst við tjaldstæði. Enginn á svæðinu kannast við að bera ábyrgð á bílnum. Kallað hefur verið til leitarhunda. 6. ágúst 2024 13:51
Sendu skilaboð á Neyðarlínuna en enginn fundist á svæðinu Ferðamenn sem leitað hefur verið að nærri Kerlingarfjöllum á miðhálendinu síðan í gærkvöldi höfðu samband við netspjall Neyðarlínunnar og gáfu upp staðsetningarhnit. Netspjallið lokaðist í framhaldinu og enginn hefur fundist nálægt þeirri staðsetningu sem gefin var upp. 6. ágúst 2024 10:13
Víkka út leitarsvæðið án nokkurra nýrra vísbendinga Leitin að ferðamönnunum sem gengið var út frá að væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum hefur enn engan árangur borið. Búið er að leita á þeirri staðsetningu sem gefin var upp í upphaflegu tilkynningunni án þess að nokkrar vísbendingar hafi fundist. Nú er verið að víkka út leitarsvæðið. 6. ágúst 2024 12:29