Segir líforkuver risastórt skref í átt að matvælaöryggi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2024 12:30 Bjarkey Olsen matvælaráðherra segir uppbyggingu líforkuversins risastórt og mikilvægt skref fyrir landið. Vísir/Einar Matvælaráðherra segir uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði stórt skref fyrir matvælaframleiðslu á Íslandi sem og í átt að betra hringrásarhagkerfi. Stefnt er að því að hefjast handa á næsta ári og taka á verið í notkun 2028. Bjarkey Olsen matvælaráðherra fundaði með forsvarsmönnum félagsins Líforkuvers í Hofi á Akureyri í gær þar sem ný heimasíða félagsins var jafnframt opnuð. Félagið mun standa að uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði, sem á að leysa þann vanda sem íslenska ríkið hefur staðið frammi fyrir við söfnun, móttöku og vinnslu dýraleIfa. „Á Dysnesi er stefnan að verði reist líforkuver til þess að vinna þessar afurðir, sem við þurfum að koma fyrir. Í dag er þetta urðað og það er auðvitað óheimilt samkvæmt lögum. Þetta er fyrsta skrefið. Það er búið að vinna að þessu mjög lengi, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra hafa gert það mjög lengi og þetta er okkar svar við því að standast þessar kröfur og þessi lög,“ segir Bjarkey. Ísland hefur fengið slæmar einkunnir fyrir að uppfylla ekki skyldur sínar í málaflokknum og fékk áminningarbréf í júní síðastliðnum frá EFTA, þar sem kallað var eftir að Ísland færi eftir dómi EFTA-dómstólsins frá árinu 2022 þar sem slegið var á hendur stjórnvalda fyrir að fara ekki að EES reglum er varða aukaafurðir dýra. „Nú erum við að sjá að við getum útbúið verðmæti og hringrásarkerfið nái að virka í staðin fyrir að urða og menga jarðveg með dýraleIfum, sem er óheimilt. Þetta er sannarlega risastórt skref.“ Úr úrganginum verður meðal annars framleidd fita sem og kjötmjöl, sem hægt er að nota sem orkugjafa í hátæknibrennslu. Hún segir þetta jafnframt skipta máli í sambandi við vottun matvæla. „Það er í raun á höndum ríkisins að útbúa einhvern farveg til þess að meðhöndla þetta á viðeigandi hátt. Þetta skiptir líka bara gríðarlega miklu máli, ekki síst varðandi vottun matvæla á Íslandi. Það er mikið undir að mati okkar, sem erum fylgjandi þessu. Vottun matvæla frá Íslandi skiptir máli í öllu stóra samhenginu af því að þá erum við að tala um sjávarútveg og allt sem við erum að flytja út,“ segir Bjarkey. Dýr Dýraheilbrigði Hörgársveit Loftslagsmál Umhverfismál Orkuskipti Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Bjarkey Olsen matvælaráðherra fundaði með forsvarsmönnum félagsins Líforkuvers í Hofi á Akureyri í gær þar sem ný heimasíða félagsins var jafnframt opnuð. Félagið mun standa að uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði, sem á að leysa þann vanda sem íslenska ríkið hefur staðið frammi fyrir við söfnun, móttöku og vinnslu dýraleIfa. „Á Dysnesi er stefnan að verði reist líforkuver til þess að vinna þessar afurðir, sem við þurfum að koma fyrir. Í dag er þetta urðað og það er auðvitað óheimilt samkvæmt lögum. Þetta er fyrsta skrefið. Það er búið að vinna að þessu mjög lengi, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra hafa gert það mjög lengi og þetta er okkar svar við því að standast þessar kröfur og þessi lög,“ segir Bjarkey. Ísland hefur fengið slæmar einkunnir fyrir að uppfylla ekki skyldur sínar í málaflokknum og fékk áminningarbréf í júní síðastliðnum frá EFTA, þar sem kallað var eftir að Ísland færi eftir dómi EFTA-dómstólsins frá árinu 2022 þar sem slegið var á hendur stjórnvalda fyrir að fara ekki að EES reglum er varða aukaafurðir dýra. „Nú erum við að sjá að við getum útbúið verðmæti og hringrásarkerfið nái að virka í staðin fyrir að urða og menga jarðveg með dýraleIfum, sem er óheimilt. Þetta er sannarlega risastórt skref.“ Úr úrganginum verður meðal annars framleidd fita sem og kjötmjöl, sem hægt er að nota sem orkugjafa í hátæknibrennslu. Hún segir þetta jafnframt skipta máli í sambandi við vottun matvæla. „Það er í raun á höndum ríkisins að útbúa einhvern farveg til þess að meðhöndla þetta á viðeigandi hátt. Þetta skiptir líka bara gríðarlega miklu máli, ekki síst varðandi vottun matvæla á Íslandi. Það er mikið undir að mati okkar, sem erum fylgjandi þessu. Vottun matvæla frá Íslandi skiptir máli í öllu stóra samhenginu af því að þá erum við að tala um sjávarútveg og allt sem við erum að flytja út,“ segir Bjarkey.
Dýr Dýraheilbrigði Hörgársveit Loftslagsmál Umhverfismál Orkuskipti Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira