Grafalvarlegt mál og viðkomandi hvattur til að gefa sig fram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2024 13:05 Leitin að ferðamönnunum í Kerlingarfjöllum var umfangsmikil. Landsbjörg Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi lítur það mjög alvarlegum augum að allt bendi til þess að útkall í Kerlingarfjöllum í fyrrakvöld hafi verið gabb. Hann segir alla skilja eftir sig slóð á Internetinu sem nú verði rakin. Hann hvetur viðkomandi til að stíga fram og viðurkenna mistök sín. Á annað hundrað manns komu að tæplega sólarhrings langri leit að tveimur ferðamönnum sem tilkynntu Neyðarlínunni að þeir væru lokaðir inni í helli nærri Kerlingarfjöllum og annar aðilinn væri slasaður. Í hönd fór mikið útkall þar sem björgunarsveitarfólk streymdi í Kerlingarfjöll á miðhálendinu, þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til, rætt var við hellasérfræðinga og leitað um allt með drónum. Sveinn Kristján Rúnarsson er yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi sem stýrði aðgerðum. Hann segir að þegar farið sé í leit sem þessa fari samhliða af stað rannsókn þar sem tilkynningin sé könnuð og reynt að viða að sér eins miklum upplýsingum og hægt er um atvikin og þá sem leitað er að. Skildi viðkomandi eftir ferðaplan eða annað slíkt. Rýr tilkynning „Það gerðum við í þessu tilviki en tilkynningin sem slík er frekar rýr. Hún segir ekki mikið,“ segir Sveinn Kristján. Komið hafi fram að um tvo aðila væri að ræða, annar slasaður og gefin hafi verið upp staðsetningarhnit. „Við svo á að þarna sé um neyð að ræða og bregðumst þannig við,“ segir Sveinn Kristján. Samkvæmt heimildum fréttastofu kviknaði grunur hjá leitaraðilum fyrir hádegi í gær að mögulega væri um gabb að ræða. Það var þó ekki fyrr en á sjötta tímanum sem lögregla upplýsti um það og að leitinni hefði verið hætt. Sveinn Kristján segir að leitin hafi ekki verið blásin af fyrr en allar vísbendingar sem unnið var eftir hafði verið fylgt. Sú síðasta var bílaleigubíll í Kerlingarfjöllum sem ekki lá fyrir hver ætti. Þegar eigendur skiluðu sér á bílastæðið eftir dagsgöngu um svæðið var ljóst að ekki væri um að ræða fólkið sem leitað hafði verið að. Allar heimsóknir á netið skilji eftir sig fótspor Sveinn Kristján segir lögreglu ekki hafa staldrað sérstaklega við að skilaboð hafi komið inn á vef Neyðarlínunnar sem send voru úr helli á hálendinu. „Það er sem betur fer í sjálfu sér auðvelt að senda aðstoðarbeiðni ef fólk er í neyð. Svo fer þetta eftir því hvar þú ert staðsettur varðandi síma- og netsamband. En það getur verið ágætissamband inni í helli ef þú ert á góðu sambandssvæði,“ segir Sveinn. Það sé víða orðið nokkuð gott á hálendinu. Að neðan má sjá umfjöllun um leitina í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær augnablikum áður en lögregla blés leitina af og tilkynnti að líkast til væri um gabb að ræða. Ekki liggur fyrir hver sendi skilaboðin en lögreglan heldur áfram rannsókn sinni á því. Samkvæmt heimildum fréttastofu er möguleiki á að skilaboðin hafi verið send úr borðtölvu en ekki síma. „Allar heimsóknir á netið skilja eftir sig einhver fótspor. Það er kannski enginn stórkostlegur munur á því hvort það sé sími eða tölva, símar eru orðnir tölvur. Það er þetta sem við erum að skoða núna og fara í gegnum þetta,“ segir Sveinn Kristján. Verið sé að skoða bakgrunn boðanna. Grafalvarlegt mál Sveinn Kristján fer ekki í neinar grafgötur með það hve alvarlegt gabb á borð við þetta sé. „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum. Þetta eru á annað hundrað manns sem eru að leggja sig í hættu, fara úr vinnu, gefa sig alla í að leita eftir einhverju,“ segir Sveinn. Gabb eins og þetta sé brot á almennum hegningarlögum og varði allt frá sektum upp í þriggja mánaða fangelsisvist. „Við sem erum í þessum viðbragðsgeira verðum að treysta að boð til okkar séu sönn og rétt,“ segir Sveinn Kristján. Viðbragðið sé sent út í samræmi við beiðnina. „Þegar beiðnin er óljós en lýsir neyð þá að sjálfsögðu setjum við alla okkar krafta í samræmi við það. Þetta snýst fyrst og fremst um það að koma fólki til hjálpar.“ Göbb á borð við þessi séu mjög sjaldgæf, sem betur. „Við rifjuðum upp í morgun að fyrir um tuttugu árum kom hjálparbeiðni um hóp sem átti að vera á hálendinu sem var aldrei neitt.“ Á dögunum kom upp mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem lögreglubíll lenti í harkalegum árekstri á leið í útkall sem enginn fótur reyndist fyrir. Sveinn segir aðspurður mæla með því að viðkomandi gefi sig fram við lögreglu. „Það myndi gera öllum gott. Bæði fyrir okkur að fá ljúkingu á málið og eins fyrir björgunarsveitir að vita að það sé endanlega niðurstaða.“ Sveinn ræddi málið einnig í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Lögreglumál Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Hrunamannahreppur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira
Á annað hundrað manns komu að tæplega sólarhrings langri leit að tveimur ferðamönnum sem tilkynntu Neyðarlínunni að þeir væru lokaðir inni í helli nærri Kerlingarfjöllum og annar aðilinn væri slasaður. Í hönd fór mikið útkall þar sem björgunarsveitarfólk streymdi í Kerlingarfjöll á miðhálendinu, þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til, rætt var við hellasérfræðinga og leitað um allt með drónum. Sveinn Kristján Rúnarsson er yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi sem stýrði aðgerðum. Hann segir að þegar farið sé í leit sem þessa fari samhliða af stað rannsókn þar sem tilkynningin sé könnuð og reynt að viða að sér eins miklum upplýsingum og hægt er um atvikin og þá sem leitað er að. Skildi viðkomandi eftir ferðaplan eða annað slíkt. Rýr tilkynning „Það gerðum við í þessu tilviki en tilkynningin sem slík er frekar rýr. Hún segir ekki mikið,“ segir Sveinn Kristján. Komið hafi fram að um tvo aðila væri að ræða, annar slasaður og gefin hafi verið upp staðsetningarhnit. „Við svo á að þarna sé um neyð að ræða og bregðumst þannig við,“ segir Sveinn Kristján. Samkvæmt heimildum fréttastofu kviknaði grunur hjá leitaraðilum fyrir hádegi í gær að mögulega væri um gabb að ræða. Það var þó ekki fyrr en á sjötta tímanum sem lögregla upplýsti um það og að leitinni hefði verið hætt. Sveinn Kristján segir að leitin hafi ekki verið blásin af fyrr en allar vísbendingar sem unnið var eftir hafði verið fylgt. Sú síðasta var bílaleigubíll í Kerlingarfjöllum sem ekki lá fyrir hver ætti. Þegar eigendur skiluðu sér á bílastæðið eftir dagsgöngu um svæðið var ljóst að ekki væri um að ræða fólkið sem leitað hafði verið að. Allar heimsóknir á netið skilji eftir sig fótspor Sveinn Kristján segir lögreglu ekki hafa staldrað sérstaklega við að skilaboð hafi komið inn á vef Neyðarlínunnar sem send voru úr helli á hálendinu. „Það er sem betur fer í sjálfu sér auðvelt að senda aðstoðarbeiðni ef fólk er í neyð. Svo fer þetta eftir því hvar þú ert staðsettur varðandi síma- og netsamband. En það getur verið ágætissamband inni í helli ef þú ert á góðu sambandssvæði,“ segir Sveinn. Það sé víða orðið nokkuð gott á hálendinu. Að neðan má sjá umfjöllun um leitina í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær augnablikum áður en lögregla blés leitina af og tilkynnti að líkast til væri um gabb að ræða. Ekki liggur fyrir hver sendi skilaboðin en lögreglan heldur áfram rannsókn sinni á því. Samkvæmt heimildum fréttastofu er möguleiki á að skilaboðin hafi verið send úr borðtölvu en ekki síma. „Allar heimsóknir á netið skilja eftir sig einhver fótspor. Það er kannski enginn stórkostlegur munur á því hvort það sé sími eða tölva, símar eru orðnir tölvur. Það er þetta sem við erum að skoða núna og fara í gegnum þetta,“ segir Sveinn Kristján. Verið sé að skoða bakgrunn boðanna. Grafalvarlegt mál Sveinn Kristján fer ekki í neinar grafgötur með það hve alvarlegt gabb á borð við þetta sé. „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum. Þetta eru á annað hundrað manns sem eru að leggja sig í hættu, fara úr vinnu, gefa sig alla í að leita eftir einhverju,“ segir Sveinn. Gabb eins og þetta sé brot á almennum hegningarlögum og varði allt frá sektum upp í þriggja mánaða fangelsisvist. „Við sem erum í þessum viðbragðsgeira verðum að treysta að boð til okkar séu sönn og rétt,“ segir Sveinn Kristján. Viðbragðið sé sent út í samræmi við beiðnina. „Þegar beiðnin er óljós en lýsir neyð þá að sjálfsögðu setjum við alla okkar krafta í samræmi við það. Þetta snýst fyrst og fremst um það að koma fólki til hjálpar.“ Göbb á borð við þessi séu mjög sjaldgæf, sem betur. „Við rifjuðum upp í morgun að fyrir um tuttugu árum kom hjálparbeiðni um hóp sem átti að vera á hálendinu sem var aldrei neitt.“ Á dögunum kom upp mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem lögreglubíll lenti í harkalegum árekstri á leið í útkall sem enginn fótur reyndist fyrir. Sveinn segir aðspurður mæla með því að viðkomandi gefi sig fram við lögreglu. „Það myndi gera öllum gott. Bæði fyrir okkur að fá ljúkingu á málið og eins fyrir björgunarsveitir að vita að það sé endanlega niðurstaða.“ Sveinn ræddi málið einnig í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Lögreglumál Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Hrunamannahreppur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira