Hægt að koma í veg fyrir næstum helming tilfella heilabilunar Guðlaugur Eyjólfsson skrifar 7. ágúst 2024 14:00 Á dögunum birti Lancet sem er eitt elsta og virtasta læknatímarit í heimi skýrslu nefndar sem fjallar um heilabilun. Frá stofnun nefndarinnar árið 2017 hefur nefndin metið vísbendingar um mögulega áhættuþætti heilabilunar. Skýrslan í ár staðfestir að mögulega er hægt að draga úr áhættu á heilabilun með því að koma í veg fyrir 12 áhættuþætti yfir lífsleiðina: lágt menntunarstig, heyrnartap, háþrýstingur, reykingar, offita, þunglyndi, hreyfingarleysi, sykursýki, óhófleg áfengisneysla, höfuðáverkar, loftmengun og félagsleg einangrun. Byggt á nýjum niðurstöðum rannsókna bætir nefndin nú tveimur áhættuþáttum við, annars vegar háu LDL kólesteróli og hins vegar ómeðhöndlaðri sjónskerðingu. Hlutfallsleg áhrif áhættuþáttanna hafa verið reiknuð og er mögulega hægt að fækka framtíðartilfellum heilabilunar um 45% ef komið er í veg fyrir alla þessa 14 áhættuþætti. Alzheimersamtökin á Íslandi fagna þessari uppfærðu skýrslu og hvetja alla þá aðila sem koma að stefnumótandi ákvörðunum er varða þessa áhættuþætti til þess að nýta þessar niðurstöður og bregðast við þeim, því tækifærin eru gríðarleg! Hvernig höfum við áhrif á þessa fjórtán áhættuþætti? 1. Tryggja jafnan aðgang að góðri menntun og stuðla að vitrænni virkni á fullorðinsárum. 2. Tryggja aðgang að hjálpartækjum vegna heyrnarskerðingar og draga úr hávaðamengun. 3. Tryggja aðstoð og meðhöndlun vegna þunglyndis. 4. Hvetja til notkunar hjálma og annars búnaðar sem minnka líkur á höfuðáverkum í íþróttum og daglegu lífi. 5. Hvetja til líkamlegrar hreyfingar og skipuleggja umhverfið á þann hátt að það hvetji til hreyfingar í daglegu lífi. 6. Stunda öflugt forvarnarstarf, minnka aðgengi og fækka stöðum sem leyfa reykingar. 7. Stunda reglulegt eftirlit á blóðþrýstingi. 8. Greina og meðhöndla hátt LDL-kólesteról frá miðjum aldri. 9. Viðhalda heilbrigðri líkamsþyngd og meðhöndla offitu eins snemma og mögulegt er. 10. Minnkar líkur á áunninni sykursýki með því að huga að mataræði og hreyfingu. 11. Draga úr mikilli áfengisneyslu með verð- og aðgangsstýringu og aukinni vitund um áhættu ofneyslu. 12. Draga úr félagslegri einangrun á eldri árum með því að búa með öðrum og auðvelda þátttöku í félagsstarfi. 13. Skima fyrir og meðhöndla sjónskerðingu. 14. Draga úr loftmengun. Hér má sjá niðurstöður skýrslunnar myndrænt. Höfundur er framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Á dögunum birti Lancet sem er eitt elsta og virtasta læknatímarit í heimi skýrslu nefndar sem fjallar um heilabilun. Frá stofnun nefndarinnar árið 2017 hefur nefndin metið vísbendingar um mögulega áhættuþætti heilabilunar. Skýrslan í ár staðfestir að mögulega er hægt að draga úr áhættu á heilabilun með því að koma í veg fyrir 12 áhættuþætti yfir lífsleiðina: lágt menntunarstig, heyrnartap, háþrýstingur, reykingar, offita, þunglyndi, hreyfingarleysi, sykursýki, óhófleg áfengisneysla, höfuðáverkar, loftmengun og félagsleg einangrun. Byggt á nýjum niðurstöðum rannsókna bætir nefndin nú tveimur áhættuþáttum við, annars vegar háu LDL kólesteróli og hins vegar ómeðhöndlaðri sjónskerðingu. Hlutfallsleg áhrif áhættuþáttanna hafa verið reiknuð og er mögulega hægt að fækka framtíðartilfellum heilabilunar um 45% ef komið er í veg fyrir alla þessa 14 áhættuþætti. Alzheimersamtökin á Íslandi fagna þessari uppfærðu skýrslu og hvetja alla þá aðila sem koma að stefnumótandi ákvörðunum er varða þessa áhættuþætti til þess að nýta þessar niðurstöður og bregðast við þeim, því tækifærin eru gríðarleg! Hvernig höfum við áhrif á þessa fjórtán áhættuþætti? 1. Tryggja jafnan aðgang að góðri menntun og stuðla að vitrænni virkni á fullorðinsárum. 2. Tryggja aðgang að hjálpartækjum vegna heyrnarskerðingar og draga úr hávaðamengun. 3. Tryggja aðstoð og meðhöndlun vegna þunglyndis. 4. Hvetja til notkunar hjálma og annars búnaðar sem minnka líkur á höfuðáverkum í íþróttum og daglegu lífi. 5. Hvetja til líkamlegrar hreyfingar og skipuleggja umhverfið á þann hátt að það hvetji til hreyfingar í daglegu lífi. 6. Stunda öflugt forvarnarstarf, minnka aðgengi og fækka stöðum sem leyfa reykingar. 7. Stunda reglulegt eftirlit á blóðþrýstingi. 8. Greina og meðhöndla hátt LDL-kólesteról frá miðjum aldri. 9. Viðhalda heilbrigðri líkamsþyngd og meðhöndla offitu eins snemma og mögulegt er. 10. Minnkar líkur á áunninni sykursýki með því að huga að mataræði og hreyfingu. 11. Draga úr mikilli áfengisneyslu með verð- og aðgangsstýringu og aukinni vitund um áhættu ofneyslu. 12. Draga úr félagslegri einangrun á eldri árum með því að búa með öðrum og auðvelda þátttöku í félagsstarfi. 13. Skima fyrir og meðhöndla sjónskerðingu. 14. Draga úr loftmengun. Hér má sjá niðurstöður skýrslunnar myndrænt. Höfundur er framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun