Hægt að koma í veg fyrir næstum helming tilfella heilabilunar Guðlaugur Eyjólfsson skrifar 7. ágúst 2024 14:00 Á dögunum birti Lancet sem er eitt elsta og virtasta læknatímarit í heimi skýrslu nefndar sem fjallar um heilabilun. Frá stofnun nefndarinnar árið 2017 hefur nefndin metið vísbendingar um mögulega áhættuþætti heilabilunar. Skýrslan í ár staðfestir að mögulega er hægt að draga úr áhættu á heilabilun með því að koma í veg fyrir 12 áhættuþætti yfir lífsleiðina: lágt menntunarstig, heyrnartap, háþrýstingur, reykingar, offita, þunglyndi, hreyfingarleysi, sykursýki, óhófleg áfengisneysla, höfuðáverkar, loftmengun og félagsleg einangrun. Byggt á nýjum niðurstöðum rannsókna bætir nefndin nú tveimur áhættuþáttum við, annars vegar háu LDL kólesteróli og hins vegar ómeðhöndlaðri sjónskerðingu. Hlutfallsleg áhrif áhættuþáttanna hafa verið reiknuð og er mögulega hægt að fækka framtíðartilfellum heilabilunar um 45% ef komið er í veg fyrir alla þessa 14 áhættuþætti. Alzheimersamtökin á Íslandi fagna þessari uppfærðu skýrslu og hvetja alla þá aðila sem koma að stefnumótandi ákvörðunum er varða þessa áhættuþætti til þess að nýta þessar niðurstöður og bregðast við þeim, því tækifærin eru gríðarleg! Hvernig höfum við áhrif á þessa fjórtán áhættuþætti? 1. Tryggja jafnan aðgang að góðri menntun og stuðla að vitrænni virkni á fullorðinsárum. 2. Tryggja aðgang að hjálpartækjum vegna heyrnarskerðingar og draga úr hávaðamengun. 3. Tryggja aðstoð og meðhöndlun vegna þunglyndis. 4. Hvetja til notkunar hjálma og annars búnaðar sem minnka líkur á höfuðáverkum í íþróttum og daglegu lífi. 5. Hvetja til líkamlegrar hreyfingar og skipuleggja umhverfið á þann hátt að það hvetji til hreyfingar í daglegu lífi. 6. Stunda öflugt forvarnarstarf, minnka aðgengi og fækka stöðum sem leyfa reykingar. 7. Stunda reglulegt eftirlit á blóðþrýstingi. 8. Greina og meðhöndla hátt LDL-kólesteról frá miðjum aldri. 9. Viðhalda heilbrigðri líkamsþyngd og meðhöndla offitu eins snemma og mögulegt er. 10. Minnkar líkur á áunninni sykursýki með því að huga að mataræði og hreyfingu. 11. Draga úr mikilli áfengisneyslu með verð- og aðgangsstýringu og aukinni vitund um áhættu ofneyslu. 12. Draga úr félagslegri einangrun á eldri árum með því að búa með öðrum og auðvelda þátttöku í félagsstarfi. 13. Skima fyrir og meðhöndla sjónskerðingu. 14. Draga úr loftmengun. Hér má sjá niðurstöður skýrslunnar myndrænt. Höfundur er framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Á dögunum birti Lancet sem er eitt elsta og virtasta læknatímarit í heimi skýrslu nefndar sem fjallar um heilabilun. Frá stofnun nefndarinnar árið 2017 hefur nefndin metið vísbendingar um mögulega áhættuþætti heilabilunar. Skýrslan í ár staðfestir að mögulega er hægt að draga úr áhættu á heilabilun með því að koma í veg fyrir 12 áhættuþætti yfir lífsleiðina: lágt menntunarstig, heyrnartap, háþrýstingur, reykingar, offita, þunglyndi, hreyfingarleysi, sykursýki, óhófleg áfengisneysla, höfuðáverkar, loftmengun og félagsleg einangrun. Byggt á nýjum niðurstöðum rannsókna bætir nefndin nú tveimur áhættuþáttum við, annars vegar háu LDL kólesteróli og hins vegar ómeðhöndlaðri sjónskerðingu. Hlutfallsleg áhrif áhættuþáttanna hafa verið reiknuð og er mögulega hægt að fækka framtíðartilfellum heilabilunar um 45% ef komið er í veg fyrir alla þessa 14 áhættuþætti. Alzheimersamtökin á Íslandi fagna þessari uppfærðu skýrslu og hvetja alla þá aðila sem koma að stefnumótandi ákvörðunum er varða þessa áhættuþætti til þess að nýta þessar niðurstöður og bregðast við þeim, því tækifærin eru gríðarleg! Hvernig höfum við áhrif á þessa fjórtán áhættuþætti? 1. Tryggja jafnan aðgang að góðri menntun og stuðla að vitrænni virkni á fullorðinsárum. 2. Tryggja aðgang að hjálpartækjum vegna heyrnarskerðingar og draga úr hávaðamengun. 3. Tryggja aðstoð og meðhöndlun vegna þunglyndis. 4. Hvetja til notkunar hjálma og annars búnaðar sem minnka líkur á höfuðáverkum í íþróttum og daglegu lífi. 5. Hvetja til líkamlegrar hreyfingar og skipuleggja umhverfið á þann hátt að það hvetji til hreyfingar í daglegu lífi. 6. Stunda öflugt forvarnarstarf, minnka aðgengi og fækka stöðum sem leyfa reykingar. 7. Stunda reglulegt eftirlit á blóðþrýstingi. 8. Greina og meðhöndla hátt LDL-kólesteról frá miðjum aldri. 9. Viðhalda heilbrigðri líkamsþyngd og meðhöndla offitu eins snemma og mögulegt er. 10. Minnkar líkur á áunninni sykursýki með því að huga að mataræði og hreyfingu. 11. Draga úr mikilli áfengisneyslu með verð- og aðgangsstýringu og aukinni vitund um áhættu ofneyslu. 12. Draga úr félagslegri einangrun á eldri árum með því að búa með öðrum og auðvelda þátttöku í félagsstarfi. 13. Skima fyrir og meðhöndla sjónskerðingu. 14. Draga úr loftmengun. Hér má sjá niðurstöður skýrslunnar myndrænt. Höfundur er framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun