Það er hvergi eins mikil gleði á landinu í dag og í Nauthólsvík.Vísir/Vilhelm
Veðrið hefur leikið landsmenn grátt í sumar, víðast hvar skýjað dag eftir dag eftir dag. Á vestan- og sunnanverðu landinu lét sólin þó loksins sjá sig þó margir séu farnir aftur til vinnu eftir sumarfrí. Gleðin skein úr hverju andliti í höfuðborginni í dag þegar Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari fréttastofunnar fór á stúfana.
Líkt og önnur sumur hefur varla verið talað um annað en veðrið. Sumarið í ár hefur verið einstaklega slakt hingað til og úrkomumet slegið í júlí svo fátt eitt sé nefnt. Sannkölluð harmsaga af sumri.