Biden var spurður út í málið í viðtali við CBS News sem verður birt á sunnudag en um er að ræða fyrsta viðtalið sem forsetinn veitir eftir að hann ákvað að draga sig í hlé og tilefna varaforsetann Kamölu Harris sem forsetaefni Demókrataflokksins.
„Hann meinar það sem hann segir en við tökum hann ekki alvarlega,“ segir Biden um Trump í viðvörunartón.
„Hann meinar þetta, allt þetta um að „ef við töpum þá verður blóðbað...“ „Stolnar kosningar...“ Sjáðu hvað þeir eru að reyna að gera núna í staðarkosningum þar sem fólk er að telja atkvæðin... setja fólk þar sem „atkvæðin verða talin“. Þú getur ekki bara elskað landið þitt þegar þú sigrar.“
Forsetinn er þarna að vísa í ummæli sem Trump lét falla í mars síðastliðnum, þar sem hann sagði að það yrði blóðbað ef hann tapaði í forsetakosningunum.
Hann sagði einnig að það yrðu engar aðrar kosningar ef hann tapaði en á dögunum vatt hann kvæði sínu í kross og sagði að ef hann ynni þyrfti menn aldrei að kjósa aftur.
In his first TV interview since exiting the 2024 race, President Biden tells CBS News' @costareports he's "not confident at all" that a peaceful transfer of power will happen in January 2025 if former President Donald Trump loses.
— CBS Sunday Morning 🌞 (@CBSSunday) August 7, 2024
"He means what he says. We don't take him… pic.twitter.com/uE4dj5Vzrs