„Þannig að við erum ekki gift“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. ágúst 2024 11:02 Nadine Guðrún og Snorri giftu sig með pompi og prakt á Siglufirði í sumar. Blik studio Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play og Snorri Másson fjölmiðlamaður eru ekki gift líkt og þau héldu. Ástæðan er sú að Þjóðskrá og Sýslumaður samþykkja ekki annað en að fá í hendurnar frumrit af fæðingarvottorði Nadine sem staðsett er í Katar. Þetta kemur fram í viðtalsþættinum Segðu mér í umsjón Viktoríu Hermannsdóttur þar sem Nadine er gestur. Þau Snorri og Nadine giftu sig með sannkölluðu pompi og prakt á Siglufirði í sumar svo athygli vakti. „Svo var að koma í ljós að við erum ekki gift, við þurfum að fara út til Katar að sækja frumrit af fæðingarvottorðinu mínu af því að Þjóðskrá vill ekki gifta okkur,“ segir Nadine í þættinum. Vísir hefur sent Þjóðskrá og Sýslumanni fyrirspurn vegna málsins. Fær vottorðið ekki í pósti Hún útskýrir að hún hafi fæðst á spítala í Doha í Katar. Þegar maður gifti sig þurfi að skila inn pappírum til Sýslumanns. „Svo bara fæ ég þær fréttir að fæðingarvottorðið mitt sem er bara eitthvað skjáskot af einhverju sem við fengum sent þaðan nægir ekki, þau þurfa frumritið. Það þarf að senda mér það í bréfpósti en spítalinn úti vill ekki gera það,“ útskýrir Nadine. Þess í stað er ætlast til þess að Nadine mæti á svæðið. Því stefnir allt í að Nadine muni þurfa að ferðast utan til Katar ætli hún að fá hjónaband sitt og Snorra lögfest. Hún segir að svo gæti farið að brúðkaupsferð þeirra verði farin þangað. Bæði fermd og skírð á Íslandi „Mér finnst þetta ógeðslega skrítið af því að ég er bæði fermd og skírð á Íslandi en allt í einu núna þurfa þau eitthvað fæðingarvottorð. Þannig þetta er búið að vera pínu drama,“ segir Nadine í þættinum. Þetta hafi ekki komið í ljós fyrr en eftir brúðkaupið. Þá sá Nadine á svörum frá embættunum í tölvupósti að sjálft frumritið af fæðingarvottorðinu þyrfti til. „Ég hélt bara að þetta hefði allt gengið þangað til að ég fattaði að svo er ekki. Þannig að við erum ekki gift. Þetta var bara allt eitthvað leikrit,“ segir Nadine í gríni. Brúðkaup Ástin og lífið Tengdar fréttir Ætlar hvorki að hætta að vinna né opna kaffihús Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og þjónustu hjá flugfélaginu Play, segir tilvonandi eiginmann sinn, Snorra Másson, hvetja hana til dáða í hverju sem hún tekur sér fyrir á vinnumarkaði. Hún ætli sér þó hvorki að hætta að vinna né að opna kaffihús. 27. apríl 2024 14:03 Passar að eiginmannsefnið gangi ekki fram af fólki Nadine Guðrún Yaghi er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni um árabil. Í dag starfar hún sem forstöðumaður hjá Play ásamt því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmálum, ásamt fjölmiðlakonunni Þórhildi Þorkelsdóttur. 26. febrúar 2024 07:00 Mættu á Seyðisfjörð í brúðkaup á Siglufirði Brynjar Barkarson, helmingurinn af tvíeykinu Club Dub, mun seint gleyma brúðkaupi Nadine Guðrúnar Yaghi og Snorra Mássonar á Siglufirði á laugardaginn. Og síst bílferðinni þangað. 19. júní 2024 13:58 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtalsþættinum Segðu mér í umsjón Viktoríu Hermannsdóttur þar sem Nadine er gestur. Þau Snorri og Nadine giftu sig með sannkölluðu pompi og prakt á Siglufirði í sumar svo athygli vakti. „Svo var að koma í ljós að við erum ekki gift, við þurfum að fara út til Katar að sækja frumrit af fæðingarvottorðinu mínu af því að Þjóðskrá vill ekki gifta okkur,“ segir Nadine í þættinum. Vísir hefur sent Þjóðskrá og Sýslumanni fyrirspurn vegna málsins. Fær vottorðið ekki í pósti Hún útskýrir að hún hafi fæðst á spítala í Doha í Katar. Þegar maður gifti sig þurfi að skila inn pappírum til Sýslumanns. „Svo bara fæ ég þær fréttir að fæðingarvottorðið mitt sem er bara eitthvað skjáskot af einhverju sem við fengum sent þaðan nægir ekki, þau þurfa frumritið. Það þarf að senda mér það í bréfpósti en spítalinn úti vill ekki gera það,“ útskýrir Nadine. Þess í stað er ætlast til þess að Nadine mæti á svæðið. Því stefnir allt í að Nadine muni þurfa að ferðast utan til Katar ætli hún að fá hjónaband sitt og Snorra lögfest. Hún segir að svo gæti farið að brúðkaupsferð þeirra verði farin þangað. Bæði fermd og skírð á Íslandi „Mér finnst þetta ógeðslega skrítið af því að ég er bæði fermd og skírð á Íslandi en allt í einu núna þurfa þau eitthvað fæðingarvottorð. Þannig þetta er búið að vera pínu drama,“ segir Nadine í þættinum. Þetta hafi ekki komið í ljós fyrr en eftir brúðkaupið. Þá sá Nadine á svörum frá embættunum í tölvupósti að sjálft frumritið af fæðingarvottorðinu þyrfti til. „Ég hélt bara að þetta hefði allt gengið þangað til að ég fattaði að svo er ekki. Þannig að við erum ekki gift. Þetta var bara allt eitthvað leikrit,“ segir Nadine í gríni.
Brúðkaup Ástin og lífið Tengdar fréttir Ætlar hvorki að hætta að vinna né opna kaffihús Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og þjónustu hjá flugfélaginu Play, segir tilvonandi eiginmann sinn, Snorra Másson, hvetja hana til dáða í hverju sem hún tekur sér fyrir á vinnumarkaði. Hún ætli sér þó hvorki að hætta að vinna né að opna kaffihús. 27. apríl 2024 14:03 Passar að eiginmannsefnið gangi ekki fram af fólki Nadine Guðrún Yaghi er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni um árabil. Í dag starfar hún sem forstöðumaður hjá Play ásamt því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmálum, ásamt fjölmiðlakonunni Þórhildi Þorkelsdóttur. 26. febrúar 2024 07:00 Mættu á Seyðisfjörð í brúðkaup á Siglufirði Brynjar Barkarson, helmingurinn af tvíeykinu Club Dub, mun seint gleyma brúðkaupi Nadine Guðrúnar Yaghi og Snorra Mássonar á Siglufirði á laugardaginn. Og síst bílferðinni þangað. 19. júní 2024 13:58 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira
Ætlar hvorki að hætta að vinna né opna kaffihús Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og þjónustu hjá flugfélaginu Play, segir tilvonandi eiginmann sinn, Snorra Másson, hvetja hana til dáða í hverju sem hún tekur sér fyrir á vinnumarkaði. Hún ætli sér þó hvorki að hætta að vinna né að opna kaffihús. 27. apríl 2024 14:03
Passar að eiginmannsefnið gangi ekki fram af fólki Nadine Guðrún Yaghi er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni um árabil. Í dag starfar hún sem forstöðumaður hjá Play ásamt því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmálum, ásamt fjölmiðlakonunni Þórhildi Þorkelsdóttur. 26. febrúar 2024 07:00
Mættu á Seyðisfjörð í brúðkaup á Siglufirði Brynjar Barkarson, helmingurinn af tvíeykinu Club Dub, mun seint gleyma brúðkaupi Nadine Guðrúnar Yaghi og Snorra Mássonar á Siglufirði á laugardaginn. Og síst bílferðinni þangað. 19. júní 2024 13:58