„Þannig að við erum ekki gift“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. ágúst 2024 11:02 Nadine Guðrún og Snorri giftu sig með pompi og prakt á Siglufirði í sumar. Blik studio Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play og Snorri Másson fjölmiðlamaður eru ekki gift líkt og þau héldu. Ástæðan er sú að Þjóðskrá og Sýslumaður samþykkja ekki annað en að fá í hendurnar frumrit af fæðingarvottorði Nadine sem staðsett er í Katar. Þetta kemur fram í viðtalsþættinum Segðu mér í umsjón Viktoríu Hermannsdóttur þar sem Nadine er gestur. Þau Snorri og Nadine giftu sig með sannkölluðu pompi og prakt á Siglufirði í sumar svo athygli vakti. „Svo var að koma í ljós að við erum ekki gift, við þurfum að fara út til Katar að sækja frumrit af fæðingarvottorðinu mínu af því að Þjóðskrá vill ekki gifta okkur,“ segir Nadine í þættinum. Vísir hefur sent Þjóðskrá og Sýslumanni fyrirspurn vegna málsins. Fær vottorðið ekki í pósti Hún útskýrir að hún hafi fæðst á spítala í Doha í Katar. Þegar maður gifti sig þurfi að skila inn pappírum til Sýslumanns. „Svo bara fæ ég þær fréttir að fæðingarvottorðið mitt sem er bara eitthvað skjáskot af einhverju sem við fengum sent þaðan nægir ekki, þau þurfa frumritið. Það þarf að senda mér það í bréfpósti en spítalinn úti vill ekki gera það,“ útskýrir Nadine. Þess í stað er ætlast til þess að Nadine mæti á svæðið. Því stefnir allt í að Nadine muni þurfa að ferðast utan til Katar ætli hún að fá hjónaband sitt og Snorra lögfest. Hún segir að svo gæti farið að brúðkaupsferð þeirra verði farin þangað. Bæði fermd og skírð á Íslandi „Mér finnst þetta ógeðslega skrítið af því að ég er bæði fermd og skírð á Íslandi en allt í einu núna þurfa þau eitthvað fæðingarvottorð. Þannig þetta er búið að vera pínu drama,“ segir Nadine í þættinum. Þetta hafi ekki komið í ljós fyrr en eftir brúðkaupið. Þá sá Nadine á svörum frá embættunum í tölvupósti að sjálft frumritið af fæðingarvottorðinu þyrfti til. „Ég hélt bara að þetta hefði allt gengið þangað til að ég fattaði að svo er ekki. Þannig að við erum ekki gift. Þetta var bara allt eitthvað leikrit,“ segir Nadine í gríni. Brúðkaup Ástin og lífið Tengdar fréttir Ætlar hvorki að hætta að vinna né opna kaffihús Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og þjónustu hjá flugfélaginu Play, segir tilvonandi eiginmann sinn, Snorra Másson, hvetja hana til dáða í hverju sem hún tekur sér fyrir á vinnumarkaði. Hún ætli sér þó hvorki að hætta að vinna né að opna kaffihús. 27. apríl 2024 14:03 Passar að eiginmannsefnið gangi ekki fram af fólki Nadine Guðrún Yaghi er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni um árabil. Í dag starfar hún sem forstöðumaður hjá Play ásamt því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmálum, ásamt fjölmiðlakonunni Þórhildi Þorkelsdóttur. 26. febrúar 2024 07:00 Mættu á Seyðisfjörð í brúðkaup á Siglufirði Brynjar Barkarson, helmingurinn af tvíeykinu Club Dub, mun seint gleyma brúðkaupi Nadine Guðrúnar Yaghi og Snorra Mássonar á Siglufirði á laugardaginn. Og síst bílferðinni þangað. 19. júní 2024 13:58 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtalsþættinum Segðu mér í umsjón Viktoríu Hermannsdóttur þar sem Nadine er gestur. Þau Snorri og Nadine giftu sig með sannkölluðu pompi og prakt á Siglufirði í sumar svo athygli vakti. „Svo var að koma í ljós að við erum ekki gift, við þurfum að fara út til Katar að sækja frumrit af fæðingarvottorðinu mínu af því að Þjóðskrá vill ekki gifta okkur,“ segir Nadine í þættinum. Vísir hefur sent Þjóðskrá og Sýslumanni fyrirspurn vegna málsins. Fær vottorðið ekki í pósti Hún útskýrir að hún hafi fæðst á spítala í Doha í Katar. Þegar maður gifti sig þurfi að skila inn pappírum til Sýslumanns. „Svo bara fæ ég þær fréttir að fæðingarvottorðið mitt sem er bara eitthvað skjáskot af einhverju sem við fengum sent þaðan nægir ekki, þau þurfa frumritið. Það þarf að senda mér það í bréfpósti en spítalinn úti vill ekki gera það,“ útskýrir Nadine. Þess í stað er ætlast til þess að Nadine mæti á svæðið. Því stefnir allt í að Nadine muni þurfa að ferðast utan til Katar ætli hún að fá hjónaband sitt og Snorra lögfest. Hún segir að svo gæti farið að brúðkaupsferð þeirra verði farin þangað. Bæði fermd og skírð á Íslandi „Mér finnst þetta ógeðslega skrítið af því að ég er bæði fermd og skírð á Íslandi en allt í einu núna þurfa þau eitthvað fæðingarvottorð. Þannig þetta er búið að vera pínu drama,“ segir Nadine í þættinum. Þetta hafi ekki komið í ljós fyrr en eftir brúðkaupið. Þá sá Nadine á svörum frá embættunum í tölvupósti að sjálft frumritið af fæðingarvottorðinu þyrfti til. „Ég hélt bara að þetta hefði allt gengið þangað til að ég fattaði að svo er ekki. Þannig að við erum ekki gift. Þetta var bara allt eitthvað leikrit,“ segir Nadine í gríni.
Brúðkaup Ástin og lífið Tengdar fréttir Ætlar hvorki að hætta að vinna né opna kaffihús Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og þjónustu hjá flugfélaginu Play, segir tilvonandi eiginmann sinn, Snorra Másson, hvetja hana til dáða í hverju sem hún tekur sér fyrir á vinnumarkaði. Hún ætli sér þó hvorki að hætta að vinna né að opna kaffihús. 27. apríl 2024 14:03 Passar að eiginmannsefnið gangi ekki fram af fólki Nadine Guðrún Yaghi er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni um árabil. Í dag starfar hún sem forstöðumaður hjá Play ásamt því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmálum, ásamt fjölmiðlakonunni Þórhildi Þorkelsdóttur. 26. febrúar 2024 07:00 Mættu á Seyðisfjörð í brúðkaup á Siglufirði Brynjar Barkarson, helmingurinn af tvíeykinu Club Dub, mun seint gleyma brúðkaupi Nadine Guðrúnar Yaghi og Snorra Mássonar á Siglufirði á laugardaginn. Og síst bílferðinni þangað. 19. júní 2024 13:58 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Ætlar hvorki að hætta að vinna né opna kaffihús Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og þjónustu hjá flugfélaginu Play, segir tilvonandi eiginmann sinn, Snorra Másson, hvetja hana til dáða í hverju sem hún tekur sér fyrir á vinnumarkaði. Hún ætli sér þó hvorki að hætta að vinna né að opna kaffihús. 27. apríl 2024 14:03
Passar að eiginmannsefnið gangi ekki fram af fólki Nadine Guðrún Yaghi er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni um árabil. Í dag starfar hún sem forstöðumaður hjá Play ásamt því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmálum, ásamt fjölmiðlakonunni Þórhildi Þorkelsdóttur. 26. febrúar 2024 07:00
Mættu á Seyðisfjörð í brúðkaup á Siglufirði Brynjar Barkarson, helmingurinn af tvíeykinu Club Dub, mun seint gleyma brúðkaupi Nadine Guðrúnar Yaghi og Snorra Mássonar á Siglufirði á laugardaginn. Og síst bílferðinni þangað. 19. júní 2024 13:58