„Það má alveg stríða pínulítið“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2024 13:47 Friðjón sagðist vilja „alvöru úttekt“ á „alvöru úttektum“ borgarinnar. vísir/vilhelm Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að um góðlátlegt grín hafi verið að ræða, þegar hann sagðist vilja „alvöru úttekt“ á „alvöru úttektum borgarinnar“ í gær. Friðjón var þar að vísa í viðtal við Einar, sem kvaðst hafa óskað eftir alvöru úttekt á Brákarborgarmálinu. Friðjón var þar að vísa í viðtal við Einar, þar sem hann sagðist hafa óskað eftir því að „alvöru úttekt“ verði gerð á málefnum Brákarborgar til að komast að því hvar ábyrgðin liggi. „Við hljótum því að gagnálykta að þetta sé nauðsynleg aðgreining frá öðrum úttektunum borgarinnar sem voru ekki „alvöru,“ sagði Friðjón svo í gær. Leikskólinn opnaði árið 2022 í húsnæði við Kleppsveg þar sem Adam og Eva höfðu áður verið til húsa. Skólinn fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna sem fór fyrir brjóstið á einhverjum þar sem skólinn var enn ekki tilbúinn. Seinna komu mistök sem gerð höfðu verið við byggingu hússins í ljós. „Það má alveg stríða pínulítið“ „Jújú þetta er góðlátlegt grín, það liggur í orðunum að ef menn ætla í alvöru úttekt, þá fari menn stundum ekki í alvöru úttektir. Það má alveg stríða pínulítið,“ segir Friðjón, sem var í Bítinu í morgun. „Rétt eins og fyrir tveimur árum síðan þegar að Dagur og Einar ætluðu bara að ráða í nauðsynleg störf, var hægt að gagnálykta að þeir hefðu verið að ráða í ónauðsynleg störf þangað til,“ segir Friðjón. Væri minna mál ef það væri ekki allt í veseni Friðjón segir að Brákarborgarmálið væri miklu minna mál ef það væri ekki „allt í veseni þarna.“ „Ef við værum með önnur leikskólamál í lagi, ef við værum með önnur skólamál í lagi, ef við værum með viðhaldsmál í borginni í lagi, þá myndi maður kannski sleppa því að stríða,“ segir Friðjón. Hann nefnir stúkuna í Laugardalslauginni sem dæmi. Í vor hafi komið í ljós að stúkan væri ónýt þannig að ekki væri hægt að gera við hana. Friðjón segir þetta vera vegna þess að viðhaldi hafi ekki verið sinnt í „þrjátíu og eitthvað ár, fjörutíu ár.“ Búinn að heyra um áætlanir og plön í mörg ár án þess að eitthvað gerist „Nú er Einar búinn að gera úttekt á viðhaldsþörf og þessari viðhaldsskuld, og ætlar að gera eitthvað plan til þess að ráðast í framkvæmdir og nauðsynlegt viðhald, og talað um að það taki sjö til átta ár að vinna úr þessari viðhaldsskuld,“ segir spyrjandi. Friðjón svarar því þannig að hann hafi verið í borgarstjórn í tvö ár, og hann viti ekki hversu oft hann hefur heyrt þessar setningar. „Við erum búin að gera áætlun um þetta, við erum búin að gera plan um þetta og svo framvegis. En það gerist svo lítið fyrir utan áætlanir og því miður lagast húsin ekki eða byggingarnar af áætlunum,“ segir Friðjón. Hann segir einnig að það verði að trúa því að fólkið í borginni sé að vinna af heilindum, þó þau geri mistök. Skóla- og menntamál Leikskólar Borgarstjórn Bítið Mistök við byggingu Brákarborgar Tengdar fréttir Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Friðjón var þar að vísa í viðtal við Einar, þar sem hann sagðist hafa óskað eftir því að „alvöru úttekt“ verði gerð á málefnum Brákarborgar til að komast að því hvar ábyrgðin liggi. „Við hljótum því að gagnálykta að þetta sé nauðsynleg aðgreining frá öðrum úttektunum borgarinnar sem voru ekki „alvöru,“ sagði Friðjón svo í gær. Leikskólinn opnaði árið 2022 í húsnæði við Kleppsveg þar sem Adam og Eva höfðu áður verið til húsa. Skólinn fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna sem fór fyrir brjóstið á einhverjum þar sem skólinn var enn ekki tilbúinn. Seinna komu mistök sem gerð höfðu verið við byggingu hússins í ljós. „Það má alveg stríða pínulítið“ „Jújú þetta er góðlátlegt grín, það liggur í orðunum að ef menn ætla í alvöru úttekt, þá fari menn stundum ekki í alvöru úttektir. Það má alveg stríða pínulítið,“ segir Friðjón, sem var í Bítinu í morgun. „Rétt eins og fyrir tveimur árum síðan þegar að Dagur og Einar ætluðu bara að ráða í nauðsynleg störf, var hægt að gagnálykta að þeir hefðu verið að ráða í ónauðsynleg störf þangað til,“ segir Friðjón. Væri minna mál ef það væri ekki allt í veseni Friðjón segir að Brákarborgarmálið væri miklu minna mál ef það væri ekki „allt í veseni þarna.“ „Ef við værum með önnur leikskólamál í lagi, ef við værum með önnur skólamál í lagi, ef við værum með viðhaldsmál í borginni í lagi, þá myndi maður kannski sleppa því að stríða,“ segir Friðjón. Hann nefnir stúkuna í Laugardalslauginni sem dæmi. Í vor hafi komið í ljós að stúkan væri ónýt þannig að ekki væri hægt að gera við hana. Friðjón segir þetta vera vegna þess að viðhaldi hafi ekki verið sinnt í „þrjátíu og eitthvað ár, fjörutíu ár.“ Búinn að heyra um áætlanir og plön í mörg ár án þess að eitthvað gerist „Nú er Einar búinn að gera úttekt á viðhaldsþörf og þessari viðhaldsskuld, og ætlar að gera eitthvað plan til þess að ráðast í framkvæmdir og nauðsynlegt viðhald, og talað um að það taki sjö til átta ár að vinna úr þessari viðhaldsskuld,“ segir spyrjandi. Friðjón svarar því þannig að hann hafi verið í borgarstjórn í tvö ár, og hann viti ekki hversu oft hann hefur heyrt þessar setningar. „Við erum búin að gera áætlun um þetta, við erum búin að gera plan um þetta og svo framvegis. En það gerist svo lítið fyrir utan áætlanir og því miður lagast húsin ekki eða byggingarnar af áætlunum,“ segir Friðjón. Hann segir einnig að það verði að trúa því að fólkið í borginni sé að vinna af heilindum, þó þau geri mistök.
Skóla- og menntamál Leikskólar Borgarstjórn Bítið Mistök við byggingu Brákarborgar Tengdar fréttir Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13