Foreldraútilokun: Þögull faraldur sem hefur áhrif á fjölskyldur Gestur Valgarðsson skrifar 8. ágúst 2024 21:00 Foreldraútilokun er hugtak sem varð til í kringum 1980 og vísar í aðstæður þar sem annað foreldrið vélar með barn til að hafna hinu foreldrinu, gjarnan eftir aðskilnað eða skilnað. Þekkt er að þetta hefur hrikalegar og varanlegar afleiðingar fyrir fjölskyldur og ekki síst fyrir börn. Fyrir ekki svo löngu síðan urðum við vitni að slíku máli hérlendis og má segja að samfélagið hafi skipst í fylkingar í málinu. Helstu einkenni: Helstu einkenni foreldraútilokunar eru meðal annars þær að barnið lýsir yfir vanþóknun á hinu útilokaða foreldri til að þóknast hinu. Yfirlýsingarnar eru ekki í samræmi við raunverulegar aðstæður heldur hugsaðar til að friðþægja það foreldri sem beitir útilokun. Barnið heldur því fram að skoðanir þess séu þeirra eigin meðan svo er ekki. Ágreiningur: Sérfræðinga greinir á um hversu algeng foreldraútilokun er en það er mat þeirra að í kringum 11% til 25% fullorðinna hafi orðið fyrir óafturkræfri foreldraútilokun meðan önnur fundið fyrir alvarlegum einkennum útilokunar frá börnunum sínum. Þessar tölur varpa ljósi á hversu víðtæk foreldraútilokun er, hversu erfitt er að meta útbreiðsluna og einnig hversu vel falið þetta er í samfélaginu. Nýleg, hérlend, rannsókn, sýnir að bæði kynin falla í þessa gryfju. Skiptingin er í grófum dráttum jöfn milli kynjanna. Þetta atriði er mikilvægt að hafa í huga. Einnig er rétt að ítreka að foreldraútilokun nær ekki utan um ofbeldi hverskonar af hendi maka sem réttlætt getur aðskilnað makans frá barni. Hver er staðan: Eins og staðan er er foreldraútilokun ekki flokkuð sem geðröskun, en talið er að hún stafi af ýmsum þáttum. Tilfinningalegur órói, óuppgerðar tilfinningar – reiði, afbrýðisemi og óvissa geta verið kveikja að foreldraútilokun. Í dag eru bandarískir sálfræðingar að rannsaka fylgni þess að foreldri sem beitir útilokun hafi alist upp við erfitt og krefjandi fjölskylduumhverfi. Meðal afleiðingin er vangeta til að takast á við erfiða skilnaði sem enginn vill þurfa að glíma við. Ef rétt reynist - sem ekki er full kannað - mætti segja að foreldrar sem beita útilokun hafi mögulega orðið bráð erfiðra fjölskylduaðstæðna í æsku. Vitundarvakningin: Undanfarna tvo áratugi hefur vitundarvakning og þekking á hegðuninni vaxið og í dag er það svo að mörg útilokuð foreldri leita réttar síns. Erlendis fjölgar þeim málum þar sem dómstólar viðurkenna foreldraútilokun sem eina tegund ofbeldis og þá ekki síst gagnvart börnunum. Það er því mjög mikilvægt að við, hvert og eitt, kynnum okkur málið. Lögfræðingar, meðferðaraðilar og félagsráðgjafar ættu sem best að leita sér aukinnar þekkingar. Ótti fagaðila við umræðu: Því miður er það þannig að margir fagaðilar veigra sér við því að ræða þetta á opinberum vettvangi vegna harkalegra viðbragða fólks og félagasamtaka. Félagasamtökin Líf án ofbeldis hafa beitt sér mjög í þessum efnum og mörgu fagfólki finnst heillavænlegra að blanda sér ekki í umræðuna. Dæmi eru um tilraunir til að hafa áhrif á rannsóknir, eitthvað sem verður að teljast fáheyrt í fræðasamfélagi eins og við viljum vera. Gott dæmi um þetta er grein í Heimildinni.is, númer 10416. Þrátt fyrir töluverðar framfarir á enn eftir að takast á við áskoranir: Allt of mörg tilfelli eru ekki greind rétt og því ekki meðhöndluð með viðeigandi hætti. Gott dæmi um þetta er málið sem vísað var í upphafi greinarinnar. Væntanlega er það vegna skorts á þekkingu, frekar en vilja til að líta fram hjá staðreyndum. Aðkoma yfirvalda: Barnaverndir virðast ekki taka á þessum málum og mögulega er það ekki á þeirra verksviði að gera það meðan ekki liggur fyrir staðfesting samfélagsins að í rauninni er um andlegt ofbeldi gagnvart barni að ræða. Sýslumönnum er fengið þetta verkefni, en mörg útilokuð foreldri hafa gengið bónleið til búðar þaðan. Á meðan verður stór hópur barna hjálparlaust að takast á við vanlíðanina sem fylgir. Aukum þekkingu, skilning og samstöðu: Eins og alltaf er mikilvægt að horfa á það sem barninu er fyrir bestu. Það er forritað í grunneðli okkar að elska og leita skjóls hjá báðum foreldrum. Sé annað foreldrið slitið út úr lífi barnsins er ekki við góðu að búast og það sem verra er að barnið gæti beitt sömu aðferðum komist það í sömu stöðu og foreldrið. Þannig grær og dvelur þetta böl með okkur um alla framtíð. Við skulum öll tala fyrir börnum og foreldrum sem lent hafa í þessum þögla faraldri og vinna að heilbrigðari fjölskyldum og einstaklingum. Höfundur er verkfræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Foreldraútilokun er hugtak sem varð til í kringum 1980 og vísar í aðstæður þar sem annað foreldrið vélar með barn til að hafna hinu foreldrinu, gjarnan eftir aðskilnað eða skilnað. Þekkt er að þetta hefur hrikalegar og varanlegar afleiðingar fyrir fjölskyldur og ekki síst fyrir börn. Fyrir ekki svo löngu síðan urðum við vitni að slíku máli hérlendis og má segja að samfélagið hafi skipst í fylkingar í málinu. Helstu einkenni: Helstu einkenni foreldraútilokunar eru meðal annars þær að barnið lýsir yfir vanþóknun á hinu útilokaða foreldri til að þóknast hinu. Yfirlýsingarnar eru ekki í samræmi við raunverulegar aðstæður heldur hugsaðar til að friðþægja það foreldri sem beitir útilokun. Barnið heldur því fram að skoðanir þess séu þeirra eigin meðan svo er ekki. Ágreiningur: Sérfræðinga greinir á um hversu algeng foreldraútilokun er en það er mat þeirra að í kringum 11% til 25% fullorðinna hafi orðið fyrir óafturkræfri foreldraútilokun meðan önnur fundið fyrir alvarlegum einkennum útilokunar frá börnunum sínum. Þessar tölur varpa ljósi á hversu víðtæk foreldraútilokun er, hversu erfitt er að meta útbreiðsluna og einnig hversu vel falið þetta er í samfélaginu. Nýleg, hérlend, rannsókn, sýnir að bæði kynin falla í þessa gryfju. Skiptingin er í grófum dráttum jöfn milli kynjanna. Þetta atriði er mikilvægt að hafa í huga. Einnig er rétt að ítreka að foreldraútilokun nær ekki utan um ofbeldi hverskonar af hendi maka sem réttlætt getur aðskilnað makans frá barni. Hver er staðan: Eins og staðan er er foreldraútilokun ekki flokkuð sem geðröskun, en talið er að hún stafi af ýmsum þáttum. Tilfinningalegur órói, óuppgerðar tilfinningar – reiði, afbrýðisemi og óvissa geta verið kveikja að foreldraútilokun. Í dag eru bandarískir sálfræðingar að rannsaka fylgni þess að foreldri sem beitir útilokun hafi alist upp við erfitt og krefjandi fjölskylduumhverfi. Meðal afleiðingin er vangeta til að takast á við erfiða skilnaði sem enginn vill þurfa að glíma við. Ef rétt reynist - sem ekki er full kannað - mætti segja að foreldrar sem beita útilokun hafi mögulega orðið bráð erfiðra fjölskylduaðstæðna í æsku. Vitundarvakningin: Undanfarna tvo áratugi hefur vitundarvakning og þekking á hegðuninni vaxið og í dag er það svo að mörg útilokuð foreldri leita réttar síns. Erlendis fjölgar þeim málum þar sem dómstólar viðurkenna foreldraútilokun sem eina tegund ofbeldis og þá ekki síst gagnvart börnunum. Það er því mjög mikilvægt að við, hvert og eitt, kynnum okkur málið. Lögfræðingar, meðferðaraðilar og félagsráðgjafar ættu sem best að leita sér aukinnar þekkingar. Ótti fagaðila við umræðu: Því miður er það þannig að margir fagaðilar veigra sér við því að ræða þetta á opinberum vettvangi vegna harkalegra viðbragða fólks og félagasamtaka. Félagasamtökin Líf án ofbeldis hafa beitt sér mjög í þessum efnum og mörgu fagfólki finnst heillavænlegra að blanda sér ekki í umræðuna. Dæmi eru um tilraunir til að hafa áhrif á rannsóknir, eitthvað sem verður að teljast fáheyrt í fræðasamfélagi eins og við viljum vera. Gott dæmi um þetta er grein í Heimildinni.is, númer 10416. Þrátt fyrir töluverðar framfarir á enn eftir að takast á við áskoranir: Allt of mörg tilfelli eru ekki greind rétt og því ekki meðhöndluð með viðeigandi hætti. Gott dæmi um þetta er málið sem vísað var í upphafi greinarinnar. Væntanlega er það vegna skorts á þekkingu, frekar en vilja til að líta fram hjá staðreyndum. Aðkoma yfirvalda: Barnaverndir virðast ekki taka á þessum málum og mögulega er það ekki á þeirra verksviði að gera það meðan ekki liggur fyrir staðfesting samfélagsins að í rauninni er um andlegt ofbeldi gagnvart barni að ræða. Sýslumönnum er fengið þetta verkefni, en mörg útilokuð foreldri hafa gengið bónleið til búðar þaðan. Á meðan verður stór hópur barna hjálparlaust að takast á við vanlíðanina sem fylgir. Aukum þekkingu, skilning og samstöðu: Eins og alltaf er mikilvægt að horfa á það sem barninu er fyrir bestu. Það er forritað í grunneðli okkar að elska og leita skjóls hjá báðum foreldrum. Sé annað foreldrið slitið út úr lífi barnsins er ekki við góðu að búast og það sem verra er að barnið gæti beitt sömu aðferðum komist það í sömu stöðu og foreldrið. Þannig grær og dvelur þetta böl með okkur um alla framtíð. Við skulum öll tala fyrir börnum og foreldrum sem lent hafa í þessum þögla faraldri og vinna að heilbrigðari fjölskyldum og einstaklingum. Höfundur er verkfræðingur á eftirlaunum.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun