Ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2024 20:12 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Einar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að frí námsgögn og skólamáltíðir sé eitthvað sem ætti að mega ræða án þess að fara í upphrópanir. Það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. Áslaug birti grein í Morgunblaðinu í morgun þar sem hún gerði gjaldfrjáls námsgögn og máltíðir í grunnskólum landsins að umræðuefni, og velti því fyrir sér hvort þetta væri skynsamleg nálgun. Þar sagði hún að fæstir foreldrar þyrftu á ókeypis skólagögnum eða skólamáltíðum að halda. Skólarnir safni of miklu magni af ónotuðum námsgögnum, og það hefði í för með sér kostnað og sóun. Þá spyr hún hvort það hafi verið skynsamlegt að gera skólamáltíðirnar gjaldfrjálsar, óháð efnahag fjölskyldna barnanna. Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, og Vilhjálmur Birgisson, svöruðu Áslaugu í viðtali við RÚV í dag. Þar sagðist Þorsteinn ekki kannast við að námsgögnum væri sóað í skólum á Íslandi, og Vilhjálmur sagði alveg ljóst að launafólk kynni að meta þá kjarabót sem fælist í fríum skólamáltíðum. Er að benda á hugmyndafræðina um meðferð á fé Áslaug segir að hún hafi verið að benda á hugmyndafræðina á bak við það hvernig við förum með fé, og hvernig best sé að tryggja sem bestan árangur fyrir nemendur í menntakerfinu. „Já fyrst má nefna viðbrögðin sem kannski snúa að því að enginn kannist við það að farið sé illa með námsgögn að neinu leyti, þá er auðvitað mjög hratt verið að gera lítið úr orðum allra þeirra sem ég hef rætt við í íslensku skólakerfi,“ segir Áslaug, sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Ekki að tala fyrir öðru en jöfnum tækifærum nemenda í menntakerfinu „Það þarf að ítreka það að það er enginn að tala fyrir öðru en að tryggja jöfn tækifæri nemenda í menntakerfinu,“ segir Áslaug. Hún segir að hún hafi tekið ákvarðanir í sínu ráðuneyti sem tryggi jöfn tækifæri, til dæmis með niðurfellingu skólagjalda í einkareknum háskólum. „Formaðurinn fer hratt út í það að það vanti fjölbreyttari námsgögn, það er einfaldlega önnur umræða. Hér er verið að ræða um stílabækur, skriffæri og annað sem var tekin ákvörðun um að breyta og yrði gjaldfrjáls,“ segir Áslaug. Hafnarfjörður sé að draga úr þessu vegna sóunar, og það hljóti að mega taka mark á því, sem og ummælum ýmissa kennara, sem Áslaug segist hafa rætt við að undanförnu. Fjármunum varið til efnameiri foreldra „Hérna erum við ekki kannski að deila um það hvort við ætlum að tryggja jöfn tækifæri, heldur eingöngu um það hvernig við ætlum að ná því markmiði,“ segir Áslaug. Að verja fjármunum til efnameiri foreldra að þessu leyti, finnst henni ekki góð forgangsröðun. „Það að við séum að nýta meira af námsgögnum, ekki að fara jafnvel með þau, ýta undir virðingarleysi og annað er eitthvað sem við verðum að huga að og mega ræða án þess að við förum í upphrópanir um það hver meiningin sé á bak við það,“ segir hún. Eiga öll börn að fá frían regngalla? Áslaug segir að hugmyndafræðin á bak við þetta sé umhugsunarefni. „Ef það kæmu hér tillögur um það að það fengju öll börn frían regngalla, hver er þá umræðan?“ spyr Áslaug, og segir að það væri sama umræða um jöfn tækifæri og svoleiðis sem kæmi upp þá. Hún vilji frekar lækka skatta á fólk, fara betur með opinbert fé og beina þeim fjármunum til þeirra barna sem á því þurfi að halda. „Ég held að við styðjum best við barnafólk með því að bjóða í alvörunni upp á leikskólapláss þegar fæðingarorlofi lýkur, sem og að lækka skatta svo fólk hafi meira milli handanna,“ segir hún að lokum. Skóla- og menntamál Reykjavík síðdegis Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Áslaug birti grein í Morgunblaðinu í morgun þar sem hún gerði gjaldfrjáls námsgögn og máltíðir í grunnskólum landsins að umræðuefni, og velti því fyrir sér hvort þetta væri skynsamleg nálgun. Þar sagði hún að fæstir foreldrar þyrftu á ókeypis skólagögnum eða skólamáltíðum að halda. Skólarnir safni of miklu magni af ónotuðum námsgögnum, og það hefði í för með sér kostnað og sóun. Þá spyr hún hvort það hafi verið skynsamlegt að gera skólamáltíðirnar gjaldfrjálsar, óháð efnahag fjölskyldna barnanna. Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, og Vilhjálmur Birgisson, svöruðu Áslaugu í viðtali við RÚV í dag. Þar sagðist Þorsteinn ekki kannast við að námsgögnum væri sóað í skólum á Íslandi, og Vilhjálmur sagði alveg ljóst að launafólk kynni að meta þá kjarabót sem fælist í fríum skólamáltíðum. Er að benda á hugmyndafræðina um meðferð á fé Áslaug segir að hún hafi verið að benda á hugmyndafræðina á bak við það hvernig við förum með fé, og hvernig best sé að tryggja sem bestan árangur fyrir nemendur í menntakerfinu. „Já fyrst má nefna viðbrögðin sem kannski snúa að því að enginn kannist við það að farið sé illa með námsgögn að neinu leyti, þá er auðvitað mjög hratt verið að gera lítið úr orðum allra þeirra sem ég hef rætt við í íslensku skólakerfi,“ segir Áslaug, sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Ekki að tala fyrir öðru en jöfnum tækifærum nemenda í menntakerfinu „Það þarf að ítreka það að það er enginn að tala fyrir öðru en að tryggja jöfn tækifæri nemenda í menntakerfinu,“ segir Áslaug. Hún segir að hún hafi tekið ákvarðanir í sínu ráðuneyti sem tryggi jöfn tækifæri, til dæmis með niðurfellingu skólagjalda í einkareknum háskólum. „Formaðurinn fer hratt út í það að það vanti fjölbreyttari námsgögn, það er einfaldlega önnur umræða. Hér er verið að ræða um stílabækur, skriffæri og annað sem var tekin ákvörðun um að breyta og yrði gjaldfrjáls,“ segir Áslaug. Hafnarfjörður sé að draga úr þessu vegna sóunar, og það hljóti að mega taka mark á því, sem og ummælum ýmissa kennara, sem Áslaug segist hafa rætt við að undanförnu. Fjármunum varið til efnameiri foreldra „Hérna erum við ekki kannski að deila um það hvort við ætlum að tryggja jöfn tækifæri, heldur eingöngu um það hvernig við ætlum að ná því markmiði,“ segir Áslaug. Að verja fjármunum til efnameiri foreldra að þessu leyti, finnst henni ekki góð forgangsröðun. „Það að við séum að nýta meira af námsgögnum, ekki að fara jafnvel með þau, ýta undir virðingarleysi og annað er eitthvað sem við verðum að huga að og mega ræða án þess að við förum í upphrópanir um það hver meiningin sé á bak við það,“ segir hún. Eiga öll börn að fá frían regngalla? Áslaug segir að hugmyndafræðin á bak við þetta sé umhugsunarefni. „Ef það kæmu hér tillögur um það að það fengju öll börn frían regngalla, hver er þá umræðan?“ spyr Áslaug, og segir að það væri sama umræða um jöfn tækifæri og svoleiðis sem kæmi upp þá. Hún vilji frekar lækka skatta á fólk, fara betur með opinbert fé og beina þeim fjármunum til þeirra barna sem á því þurfi að halda. „Ég held að við styðjum best við barnafólk með því að bjóða í alvörunni upp á leikskólapláss þegar fæðingarorlofi lýkur, sem og að lækka skatta svo fólk hafi meira milli handanna,“ segir hún að lokum.
Skóla- og menntamál Reykjavík síðdegis Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira