Uppgjörið og viðtöl: Valur-HK 5-1 | Markaveisla í fyrsta sigri Túfa Andri Már Eggertsson skrifar 11. ágúst 2024 22:03 Valur - HK Lengjubikar karla vor 2023 Jónatan Ingi Jónsson gerði þrennu í sannfærandi 5-1 sigri Vals gegn HK í fyrsta heimaleik Túfa sem aðalþjálfari Vals. Eftir tæplega tíu mínútna leik fóru hjólin að snúast hjá heimamönnum. Bjarni Mark Antonsson átti frábæra sendingu yfir Ívar Örn Jónsson, leikmann HK, og á Jónatan Inga Jónsson sem tók boltann með sér og Ívar tók Jónatan niður og fékk dæmt á sig víti og rautt spjald. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði úr vítaspyrnunni og kom Val 1-0 yfir. Útlitið ekki bjart fyrir HK-inga sem þurftu að leika tæplega 80 mínútur einum færri. Einum færri komst HK betur inn í leikinn og á 37. mínútu jöfnuðu gestirnir. Sigurður Egill Lárusson átti hörmulega sendingu til baka og Atli Þór Jónasson náði boltanum og komst einn í gegn. Atli var yfirvegaður og setti boltann á milli fóta Ögmundar Kristinssonar í markinu. Á fimmtu mínútu uppbótartíma komst Valur yfir. Bjarni Mark átti sendingu fyrir aftan miðju inn fyrir vörn HK og á Jónatan Inga sem skoraði. Afar klaufalegt hjá HK að ná ekki að halda í jafna stöðu í hálfleik. Jónatan Ingi gerði sitt annað mark á 52. mínútu. Sigurður Egill lagði boltann á hann inn í teig og Jónatan gerði vel í leggja boltann í hornið. Þremur mínútum síðar gerði Gylfi fjórða mark Vals. Eftir mikinn darraðardans í teignum náði Gylfi frákastinu og þrumaði boltanum í markið. Jónatan Ingi fullkomnaði síðan þrennu sína þegar Christoffer Felix Cornelius Petersen, markmaður HK, varði skot Gylfa beint út á Jónatan sem skoraði. Valur vann að lokum 5-1 sigur. Atvik leiksins HK-ingar voru sofnadi rétt áður en Erlendur Eiríksson flautaði fyrri hálfleik af. Jónatan Ingi Jónsson komst auðveldlega í gegn upp úr engu og kom Val 2-1 yfir rétt áður en flautað var til hálfleiks. Í seinni hálfleik var allur vindur úr HK-ingum og Valsmenn gengu á lagið. Stjörnur og skúrkar Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður Vals, fór á kostum í kvöld. Jónatan gerði þrennu, fiskaði víti og leikplan Vals snerist um að koma boltanum á hann á hægri kantinum. Ívar Örn Jónsson, leikmaður HK, var skúrkur kvöldsins. Eftir tæplega tíu mínútna leik fékk Ívar dæmt á sig víti og rautt spjald og HK þurfti að spila einum færri í tæplega áttatíu mínútur. Það sást strax á leikplani Vals að þeir ætluðu að sækja á Ívar og Jónatan hafði fyrr í leiknum fengið dauðafæri sem hann nýtti ekki. Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals, gerði slæm mistök þar sem hann átti misheppnaða sendingu á vondum stað sem gerði það að verkum að HK jafnaði 1-1 og fékk líflínu. Dómarinn Erlendur Eiríksson dæmdi leik kvöldsins nokkuð vel. Það leið ekki á löngu þar til Erlendur þurfti að dæma vítaspyrnu og rautt spjald. Ívar Örn gerðist brotlegur og Erlendur gerði rétt í að dæma vítaspyrnu og rautt spjald. Stemning og umgjörð Það var vel mætt á N1-völlinn í kvöld. Stuðningsmenn HK létu ekki fýluferð í síðustu umferð slá sig út af laginu og fjölmenntu á leikinn. Það voru þó stuðningsmenn Vals sem fengu eitthvað fyrir miðakaupin og gátu verið ánægðir með spilamennskuna hjá sínum mönnum. „Hef komið með nöfn á borðið og vonandi er eitthvað sem getur gengið upp“ Ómar Ingi Guðmundsson var svekktur eftir leikvísir/Diego Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var svekktur eftir 5-1 tap og vonaðist til þess að liðið myndi styrkja sig áður en félagaskiptaglugginn lokar. „Einbeitingarleysi í lok fyrri hálfleiks líkt og í Víkinni. Við fórum særðir og ekki nógu stoltir inn í hálfleikinn og þetta hefði verið allt önnur pása hefðum við þraukað þessa lokamínútu í fyrri hálfleik.“ „Við töpuðum boltanum illa og Valur steig upp og fundu Jónatan. Þetta var eitthvað sem við vorum að loka á en það er ekki hægt að bjóða Valsliðinu svona færi sama hvort þú sért með 10 eða 11 menn inni á vellinum,“ sagði Ómar Ingi um ástæðuna fyrir tapi kvöldsins. HK fékk á sig víti og rautt spjald eftir tæplega tíu mínútna leik og að mati Ómars var það rétt ákvörðun hjá dómaranum. „Þetta var réttur dómur og þetta var klaufalegt. Þetta var klárt rautt spjald og þetta var ekki góð ákvörðun hjá Ívari [Erni Jónssyni].“ HK hefur tapað síðustu fjórum útileikjum með markatöluna 3-21 og er með verstu markatöluna af liðunum í fallbaráttunni. „Það er áhyggjuefni að fá svona mikið af mörkum á sig. Við erum að fá á okkur mikið af mörkum úr einbeitingarleysi og hlutum sem koma upp sem við höfum rætt fyrir leiki. Það er aðallega það hvað við erum að slökkva á okkur.“ Félagaskiptaglugginn er opinn og mun HK koma til með að styrkja sig? „Það er lítið eftir af honum og það verður að koma í ljós en við erum fámennir í augnablikinu. Ég er að reyna finna menn og hef komið með nöfn á borðið og vonandi er eitthvað sem getur gengið upp,“ sagði Ómar Ingi Guðmundsson að lokum. „Munum reyna að styrkja liðið og erum að vinna í því“ Srdjan Tufegdzic (Túfa) var ánægður með sigurinnVísir/Ívar Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var afar ánægður eftir 5-1 sigur gegn HK. „Ég er mjög ánægður með sigurinn. Liðinu hefur ekki tekist að vinna í síðustu fjórum leikjum og það var kærkomið að losa pressu og þyngsli. Heilt yfir fannst mér þetta fín frammistaða fyrir utan einn kafla þar sem við hleyptum leiknum upp í borðtennis.“ „Markið sem við skoruðum undir lok fyrri hálfleiks gaf okkur kraft og við kláruðum svo leikinn á fyrstu fimmtán mínútunum í seinni hálfleik,“ sagði Túfa eftir leik. Leikur Vals datt niður eftir að heimamenn komust yfir og urðu einum fleiri sem varð til þess að HK jafnaði 1-1. „Þetta var týpískt fyrir lið sem hafði ekki unnið mikið upp á síðkastið. Þeir fóru að gera erfiðari hluti í stað þess að hafa þetta einfalt. Ég hef verið í þessu bæði sem leikmaður og þjálfari og það tekur tíma að fá heilsteypta frammistöðu í yfir 90 mínútur en það mun koma.“ Valur hefur misst Adam Ægi Pálsson og Guðmund Andra Tryggvason og Túfa á von á því að Valur muni styrkja sig áður en félagaskiptaglugginn lokar. „Valur er þannig klúbbur að við erum alltaf á tánum og munum reyna að styrkja liðið og erum að vinna í því. Ef það kemur eitthvað þá mun það koma í ljós á morgun eða á þriðjudaginn,“ sagði Túfa að lokum. Besta deild karla HK Valur
Jónatan Ingi Jónsson gerði þrennu í sannfærandi 5-1 sigri Vals gegn HK í fyrsta heimaleik Túfa sem aðalþjálfari Vals. Eftir tæplega tíu mínútna leik fóru hjólin að snúast hjá heimamönnum. Bjarni Mark Antonsson átti frábæra sendingu yfir Ívar Örn Jónsson, leikmann HK, og á Jónatan Inga Jónsson sem tók boltann með sér og Ívar tók Jónatan niður og fékk dæmt á sig víti og rautt spjald. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði úr vítaspyrnunni og kom Val 1-0 yfir. Útlitið ekki bjart fyrir HK-inga sem þurftu að leika tæplega 80 mínútur einum færri. Einum færri komst HK betur inn í leikinn og á 37. mínútu jöfnuðu gestirnir. Sigurður Egill Lárusson átti hörmulega sendingu til baka og Atli Þór Jónasson náði boltanum og komst einn í gegn. Atli var yfirvegaður og setti boltann á milli fóta Ögmundar Kristinssonar í markinu. Á fimmtu mínútu uppbótartíma komst Valur yfir. Bjarni Mark átti sendingu fyrir aftan miðju inn fyrir vörn HK og á Jónatan Inga sem skoraði. Afar klaufalegt hjá HK að ná ekki að halda í jafna stöðu í hálfleik. Jónatan Ingi gerði sitt annað mark á 52. mínútu. Sigurður Egill lagði boltann á hann inn í teig og Jónatan gerði vel í leggja boltann í hornið. Þremur mínútum síðar gerði Gylfi fjórða mark Vals. Eftir mikinn darraðardans í teignum náði Gylfi frákastinu og þrumaði boltanum í markið. Jónatan Ingi fullkomnaði síðan þrennu sína þegar Christoffer Felix Cornelius Petersen, markmaður HK, varði skot Gylfa beint út á Jónatan sem skoraði. Valur vann að lokum 5-1 sigur. Atvik leiksins HK-ingar voru sofnadi rétt áður en Erlendur Eiríksson flautaði fyrri hálfleik af. Jónatan Ingi Jónsson komst auðveldlega í gegn upp úr engu og kom Val 2-1 yfir rétt áður en flautað var til hálfleiks. Í seinni hálfleik var allur vindur úr HK-ingum og Valsmenn gengu á lagið. Stjörnur og skúrkar Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður Vals, fór á kostum í kvöld. Jónatan gerði þrennu, fiskaði víti og leikplan Vals snerist um að koma boltanum á hann á hægri kantinum. Ívar Örn Jónsson, leikmaður HK, var skúrkur kvöldsins. Eftir tæplega tíu mínútna leik fékk Ívar dæmt á sig víti og rautt spjald og HK þurfti að spila einum færri í tæplega áttatíu mínútur. Það sást strax á leikplani Vals að þeir ætluðu að sækja á Ívar og Jónatan hafði fyrr í leiknum fengið dauðafæri sem hann nýtti ekki. Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals, gerði slæm mistök þar sem hann átti misheppnaða sendingu á vondum stað sem gerði það að verkum að HK jafnaði 1-1 og fékk líflínu. Dómarinn Erlendur Eiríksson dæmdi leik kvöldsins nokkuð vel. Það leið ekki á löngu þar til Erlendur þurfti að dæma vítaspyrnu og rautt spjald. Ívar Örn gerðist brotlegur og Erlendur gerði rétt í að dæma vítaspyrnu og rautt spjald. Stemning og umgjörð Það var vel mætt á N1-völlinn í kvöld. Stuðningsmenn HK létu ekki fýluferð í síðustu umferð slá sig út af laginu og fjölmenntu á leikinn. Það voru þó stuðningsmenn Vals sem fengu eitthvað fyrir miðakaupin og gátu verið ánægðir með spilamennskuna hjá sínum mönnum. „Hef komið með nöfn á borðið og vonandi er eitthvað sem getur gengið upp“ Ómar Ingi Guðmundsson var svekktur eftir leikvísir/Diego Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var svekktur eftir 5-1 tap og vonaðist til þess að liðið myndi styrkja sig áður en félagaskiptaglugginn lokar. „Einbeitingarleysi í lok fyrri hálfleiks líkt og í Víkinni. Við fórum særðir og ekki nógu stoltir inn í hálfleikinn og þetta hefði verið allt önnur pása hefðum við þraukað þessa lokamínútu í fyrri hálfleik.“ „Við töpuðum boltanum illa og Valur steig upp og fundu Jónatan. Þetta var eitthvað sem við vorum að loka á en það er ekki hægt að bjóða Valsliðinu svona færi sama hvort þú sért með 10 eða 11 menn inni á vellinum,“ sagði Ómar Ingi um ástæðuna fyrir tapi kvöldsins. HK fékk á sig víti og rautt spjald eftir tæplega tíu mínútna leik og að mati Ómars var það rétt ákvörðun hjá dómaranum. „Þetta var réttur dómur og þetta var klaufalegt. Þetta var klárt rautt spjald og þetta var ekki góð ákvörðun hjá Ívari [Erni Jónssyni].“ HK hefur tapað síðustu fjórum útileikjum með markatöluna 3-21 og er með verstu markatöluna af liðunum í fallbaráttunni. „Það er áhyggjuefni að fá svona mikið af mörkum á sig. Við erum að fá á okkur mikið af mörkum úr einbeitingarleysi og hlutum sem koma upp sem við höfum rætt fyrir leiki. Það er aðallega það hvað við erum að slökkva á okkur.“ Félagaskiptaglugginn er opinn og mun HK koma til með að styrkja sig? „Það er lítið eftir af honum og það verður að koma í ljós en við erum fámennir í augnablikinu. Ég er að reyna finna menn og hef komið með nöfn á borðið og vonandi er eitthvað sem getur gengið upp,“ sagði Ómar Ingi Guðmundsson að lokum. „Munum reyna að styrkja liðið og erum að vinna í því“ Srdjan Tufegdzic (Túfa) var ánægður með sigurinnVísir/Ívar Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var afar ánægður eftir 5-1 sigur gegn HK. „Ég er mjög ánægður með sigurinn. Liðinu hefur ekki tekist að vinna í síðustu fjórum leikjum og það var kærkomið að losa pressu og þyngsli. Heilt yfir fannst mér þetta fín frammistaða fyrir utan einn kafla þar sem við hleyptum leiknum upp í borðtennis.“ „Markið sem við skoruðum undir lok fyrri hálfleiks gaf okkur kraft og við kláruðum svo leikinn á fyrstu fimmtán mínútunum í seinni hálfleik,“ sagði Túfa eftir leik. Leikur Vals datt niður eftir að heimamenn komust yfir og urðu einum fleiri sem varð til þess að HK jafnaði 1-1. „Þetta var týpískt fyrir lið sem hafði ekki unnið mikið upp á síðkastið. Þeir fóru að gera erfiðari hluti í stað þess að hafa þetta einfalt. Ég hef verið í þessu bæði sem leikmaður og þjálfari og það tekur tíma að fá heilsteypta frammistöðu í yfir 90 mínútur en það mun koma.“ Valur hefur misst Adam Ægi Pálsson og Guðmund Andra Tryggvason og Túfa á von á því að Valur muni styrkja sig áður en félagaskiptaglugginn lokar. „Valur er þannig klúbbur að við erum alltaf á tánum og munum reyna að styrkja liðið og erum að vinna í því. Ef það kemur eitthvað þá mun það koma í ljós á morgun eða á þriðjudaginn,“ sagði Túfa að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti