Eigi að standa saman um fjárfestingu í jafnrétti til náms Bjarki Sigurðsson og Eiður Þór Árnason skrifa 11. ágúst 2024 22:58 Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri. Stöð 2 Ráðherrar hafa undanfarið tekist á um nytsemi gjaldfrjálsra námsgagna og máltíða í grunnskólum landsins. Háskólaráðherra segir það sóun á almannafé en barnamálaráðherra vill ganga enn lengra. Fyrrverandi borgarstjóri segir að allir eigi að standa saman um fjárfestingar í málefnum barna og jafnrétti til náms. Á föstudag skrifaði háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra grein í Morgunblaðið þar sem hún gagnrýndi það að börn í einhverjum grunnskólum landsins fái ókeypis námsgögn frá sínu sveitarfélagi, það er blýanta, strokleður, stílabækur og svo framvegis. Ræddi ráðherra að börn fengju ekki tilfinningu fyrir ábyrgð og umhyggju fyrir eignum sínum þegar þau fá gögnin ókeypis. Þá kosti ný ákvörðun um gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum skattgreiðendur milljarða á hverju ári. „Og hef talað við fjölda kennara og ekki síst fengið enn þá fleiri skilaboð síðan ég skrifaði greinina um fólk sem upplifir það sama í kerfinu. Ég held að þetta sé almennt víðar og við þurfum bara að gæta þess hvernig við förum með fjármuni, tryggjum alltaf að styðja þá sem þurfa á því að halda en séum kannski ekki að verja fjármunum til efnameiri foreldra sem þyrftu ekki á þessum stuðningi að halda,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Komið til að vera Námsgögn voru gerð gjaldfrjáls í grunnskólum Reykjavíkurborgar í borgarstjóratíð Dags B. Eggertssonar. Hann telur að allir séu stoltir af þessari breytingu og um sé að ræða mjög mikilvægt jafnréttismál. „Þetta sparaði foreldrum, sérstaklega með mörg börn, töluverð útgjöld og ekki síst bara heilmikið stress og umstang síðustu dagana fyrir skólann. Þannig að ég held að þetta sé sannarlega komið til að vera í Reykjavík og í sveitarfélögum um land allt af því að það fylgdu eiginlega öll sveitarfélög í kjölfarið á þessu.“ Ókeypis máltíðir kjarabót fyrir fjölskyldur Skólamáltíðir í grunnskólum verða gerðar gjaldfrjálsar um allt land í haust. Breytingin er hluti af stuðningsaðgerðum stjórnvalda í tengslum við gerð nýjustu kjarasamninga. „Ég held að það sé mjög stórt og mikilvægt skref og mikil kjarabót fyrir fjölskyldur. Það er mjög mikilvægt að verkalýðshreyfingin náði þessu fram í samstarfi við ríkið og sveitarstjórnir um land allt og mun skipta mjög miklu máli. Það er auðvelt að gleyma því að það eru ekki nema rúm tuttugu ár síðan það komu skólamálatíðir í skólana og það líka var mikið jöfnunarmál,“ sagði Dagur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Fyrir nokkrum árum keyptum við líka fartölvur og snjalltæki fyrir alla nemendur í unglingadeildum. Þannig við höfum verið að auka mjög mikið jafnræði og jöfnuð hvað margt sem lýtur að aðbúnaði barna í skólum í Reykjavík og líka víða um land.“ Dagur telur ekki sóun felast í því að styðja við efnameiri fjölskyldur með þessum hætti. „Ef við erum að tryggja það að öll börn séu með námsgögn, að öll börn séu með góðan heilbrigðan skólamat og öll börn séu með tölvur til þess að undirbúa sig undir framtíðina þá erum við einfaldlega að standa rétt og vel að. Það má ræða sóun á ýmsan hátt en að fjárfesta í börnum, fjárfesta í menntun og jafnrétti til náms, það er eitthvað sem við eigum öll að standa saman um.“ Ætla að gera námsgögn barna í framhaldsskólum gjaldfrjáls Í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun svaraði Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra Áslaugu og sagði ókeypis skólamáltíðir og námsgögn hluta af gæðamenntun barna. Þá ætli ríkið að ganga enn lengra. „Við erum að vinna með tölur eins og tvö- og þreföldun námsgagnaútgáfu á næsta ári miðað við árið í ár. Við erum að vinna með það að ætla okkur að gera námsgögn fyrir átján ára og yngri í framhaldsskólum gjaldfrjáls á nokkrum árum og stíga fyrsta skrefið á næsta ári í því sambandi.“ Reykjavík Grunnskólar Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Námsgögn verði einnig gjaldfrjáls í framhaldsskólum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að stefnt sé að því að gera námsgögn gjaldfrjáls í framhaldsskólum fyrir 18 ára og yngri. Hann segist mjög fylgjandi gjaldfrjálsum námsgögnum og skólamáltíðum. 11. ágúst 2024 17:08 Krakkar beri ekki heldur virðingu fyrir eigin úlpum og Airpods „Einkaeignin kennir virðingu og kemur í veg fyrir sóun. Eða hvað?“ spyr Ragnar Þór Pétursson kennari. Hann segir að einkaeign upp á tugi- eða hundruði milljóna á ári verði eftir í skólum ár hvert. 10. ágúst 2024 15:03 „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. 10. ágúst 2024 10:52 Ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að frí námsgögn og skólamáltíðir sé eitthvað sem ætti að mega ræða án þess að fara í upphrópanir. Það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. 9. ágúst 2024 20:12 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Á föstudag skrifaði háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra grein í Morgunblaðið þar sem hún gagnrýndi það að börn í einhverjum grunnskólum landsins fái ókeypis námsgögn frá sínu sveitarfélagi, það er blýanta, strokleður, stílabækur og svo framvegis. Ræddi ráðherra að börn fengju ekki tilfinningu fyrir ábyrgð og umhyggju fyrir eignum sínum þegar þau fá gögnin ókeypis. Þá kosti ný ákvörðun um gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum skattgreiðendur milljarða á hverju ári. „Og hef talað við fjölda kennara og ekki síst fengið enn þá fleiri skilaboð síðan ég skrifaði greinina um fólk sem upplifir það sama í kerfinu. Ég held að þetta sé almennt víðar og við þurfum bara að gæta þess hvernig við förum með fjármuni, tryggjum alltaf að styðja þá sem þurfa á því að halda en séum kannski ekki að verja fjármunum til efnameiri foreldra sem þyrftu ekki á þessum stuðningi að halda,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Komið til að vera Námsgögn voru gerð gjaldfrjáls í grunnskólum Reykjavíkurborgar í borgarstjóratíð Dags B. Eggertssonar. Hann telur að allir séu stoltir af þessari breytingu og um sé að ræða mjög mikilvægt jafnréttismál. „Þetta sparaði foreldrum, sérstaklega með mörg börn, töluverð útgjöld og ekki síst bara heilmikið stress og umstang síðustu dagana fyrir skólann. Þannig að ég held að þetta sé sannarlega komið til að vera í Reykjavík og í sveitarfélögum um land allt af því að það fylgdu eiginlega öll sveitarfélög í kjölfarið á þessu.“ Ókeypis máltíðir kjarabót fyrir fjölskyldur Skólamáltíðir í grunnskólum verða gerðar gjaldfrjálsar um allt land í haust. Breytingin er hluti af stuðningsaðgerðum stjórnvalda í tengslum við gerð nýjustu kjarasamninga. „Ég held að það sé mjög stórt og mikilvægt skref og mikil kjarabót fyrir fjölskyldur. Það er mjög mikilvægt að verkalýðshreyfingin náði þessu fram í samstarfi við ríkið og sveitarstjórnir um land allt og mun skipta mjög miklu máli. Það er auðvelt að gleyma því að það eru ekki nema rúm tuttugu ár síðan það komu skólamálatíðir í skólana og það líka var mikið jöfnunarmál,“ sagði Dagur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Fyrir nokkrum árum keyptum við líka fartölvur og snjalltæki fyrir alla nemendur í unglingadeildum. Þannig við höfum verið að auka mjög mikið jafnræði og jöfnuð hvað margt sem lýtur að aðbúnaði barna í skólum í Reykjavík og líka víða um land.“ Dagur telur ekki sóun felast í því að styðja við efnameiri fjölskyldur með þessum hætti. „Ef við erum að tryggja það að öll börn séu með námsgögn, að öll börn séu með góðan heilbrigðan skólamat og öll börn séu með tölvur til þess að undirbúa sig undir framtíðina þá erum við einfaldlega að standa rétt og vel að. Það má ræða sóun á ýmsan hátt en að fjárfesta í börnum, fjárfesta í menntun og jafnrétti til náms, það er eitthvað sem við eigum öll að standa saman um.“ Ætla að gera námsgögn barna í framhaldsskólum gjaldfrjáls Í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun svaraði Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra Áslaugu og sagði ókeypis skólamáltíðir og námsgögn hluta af gæðamenntun barna. Þá ætli ríkið að ganga enn lengra. „Við erum að vinna með tölur eins og tvö- og þreföldun námsgagnaútgáfu á næsta ári miðað við árið í ár. Við erum að vinna með það að ætla okkur að gera námsgögn fyrir átján ára og yngri í framhaldsskólum gjaldfrjáls á nokkrum árum og stíga fyrsta skrefið á næsta ári í því sambandi.“
Reykjavík Grunnskólar Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Námsgögn verði einnig gjaldfrjáls í framhaldsskólum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að stefnt sé að því að gera námsgögn gjaldfrjáls í framhaldsskólum fyrir 18 ára og yngri. Hann segist mjög fylgjandi gjaldfrjálsum námsgögnum og skólamáltíðum. 11. ágúst 2024 17:08 Krakkar beri ekki heldur virðingu fyrir eigin úlpum og Airpods „Einkaeignin kennir virðingu og kemur í veg fyrir sóun. Eða hvað?“ spyr Ragnar Þór Pétursson kennari. Hann segir að einkaeign upp á tugi- eða hundruði milljóna á ári verði eftir í skólum ár hvert. 10. ágúst 2024 15:03 „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. 10. ágúst 2024 10:52 Ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að frí námsgögn og skólamáltíðir sé eitthvað sem ætti að mega ræða án þess að fara í upphrópanir. Það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. 9. ágúst 2024 20:12 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Námsgögn verði einnig gjaldfrjáls í framhaldsskólum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að stefnt sé að því að gera námsgögn gjaldfrjáls í framhaldsskólum fyrir 18 ára og yngri. Hann segist mjög fylgjandi gjaldfrjálsum námsgögnum og skólamáltíðum. 11. ágúst 2024 17:08
Krakkar beri ekki heldur virðingu fyrir eigin úlpum og Airpods „Einkaeignin kennir virðingu og kemur í veg fyrir sóun. Eða hvað?“ spyr Ragnar Þór Pétursson kennari. Hann segir að einkaeign upp á tugi- eða hundruði milljóna á ári verði eftir í skólum ár hvert. 10. ágúst 2024 15:03
„Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. 10. ágúst 2024 10:52
Ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að frí námsgögn og skólamáltíðir sé eitthvað sem ætti að mega ræða án þess að fara í upphrópanir. Það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. 9. ágúst 2024 20:12
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent