Leitar ráðgjafar innan og utan ráðuneytis um mál vararíkissaksóknara Lovísa Arnardóttir skrifar 12. ágúst 2024 08:57 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki geta tjáð sig um mál vararíkissaksóknara á meðan málið er til skoðunar í ráðuneytinu. Hún hefur leitað sér ráðgjafar innan og utan ráðuneytis vegna málsins. Guðrún ræddi þetta mál, og fleiri, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Guðrún segir aðstæður í íslenskum fangelsum óviðunandi fyrir fangaverði, fanga og aðstandendur þeirra. Það verði að tryggja öryggi allra. Guðrún leggur á haustþingi fram frumvarp um bæði brottfararbúðir fyrir útlendinga sem hafa sótt um vernd og fá hana ekki og um að það megi afturkalla vernd þeirra sem fremja alvarleg brot. Guðrún fór í fyrstu yfir mál vararíkissaksóknara sem hefur verið í fréttum undanfarið vegna þess að ríkissaksóknari óskaði þess að hann yrði settur í leyfi tímabundið vegna kæru hjálparsamtakanna Solaris á hendur honum vegna ummæla sem hann lét falla um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Guðrún segir málið til skoðunar í ráðuneytinu. Starfsmannamál sem hún tjáir sig ekki um Guðrún segir að mál vararíkissaksóknara sé til skoðunar í ráðuneytinu. „Þetta er starfsmannamál hjá æðsta embætti ákæruvaldsins í landinu. Ég tek þetta mjög alvarlega,“ segir Guðrún og að hún ætli sér ekki að tjá sig frekar um málið á meðan það er til skoðunar. „Þú nefnir þarna tjáningarfrelsið. Við erum í lýðræðisríki og þetta er eitt af því sem við höfum í hávegum. Réttur fólks til að tjá sig í ræðu og riti og ég virði þann rétt. Ég hef sagt það líka núna á síðustu mánuðum að það hafa verið 60 mótmæli á meðan þingið var starfandi og ég virði rétt fólks til að mótmæla og tjá skoðanir sínar með þessum hætti. Þarna eru álitamál og ég er með þau til skoðunar,“ segir Guðrún og að niðurstaðan sé væntanleg innan tíðar. Hún segir málið til skoðunar innan ráðuneytisins en einnig hafi hún leitað utan þess eftir ráðgjöf. Brugðið að koma á Litla-Hraun Guðrún segist hafa haft miklar áhyggjur af stöðu fangavarða og aðstöðunni sem föngum, fangavörðum og aðstandendum fanga er boðið upp á. Sérstaklega á Litla-Hrauni. „Mér var mjög brugðið að koma á Litla-Hraun. Aðalbyggingin þar var byggð 1929 og hún var ekki byggð sem fangelsi. Hún var byggð sem sjúkrahús fyrir Sunnlendinga en var aldrei tekin í notkun sem slíkt,“ segir Guðrún og að frá þeim tíma hafi verið byggt um níu sinnum við húsið. Húsakosturinn sé nær allur óviðunandi og lélegur. Þess vegna hafi hún ákveðið að byggja nýtt fangelsi. Eins og staðan er í dag er erfitt að tryggja öryggi fanga og fangavarða auk þess sem aðstaða fyrir aðstandendur sé óviðunandi. Þarfagreiningu sé nú lokið og það séu komin drög að teikningum. „Ég vil að þetta verði byggt hratt upp.“ Hvað varðar það að stór hluti fanga sé með geðrænan vanda segir Guðrún að það hafi verið brugðist við því með því að efla geðheilbrigðisteymi fangelsisins. „Hins vegar verður að tryggja þeim starfsmönnum viðunandi starfsumhverfi í fangelsinu svo að fólk fáist í þessi störf,“ segir Guðrún og að auk þess verði að vera hægt að tryggja öryggi þeirra. Það hafi verið erfitt og því sé stoðþjónustan í gámum fyrir utan lóðina og verði þannig þangað til nýtt fangelsi rís. Hún segir alveg ljóst að starfsaðstæður fangavarða í fangelsunum sé ekki góð og því verði að koma betra skikki á þennan málaflokk. Hann hafi ekki verið í fókus og það sé ekki við það búið lengur. „Ég mun gera allt sem ég get til þess að tryggja öryggi þeirra starfsmanna og öryggi þeirra sem þarna þurfa að dvelja á hverjum tíma,“ segir Guðrún. Hún eigi fund með fangavörðum þar sem þau muni fara yfir þetta saman. „Það verður að tryggja að þeir sem þarna starfi þeir slasist ekki í störfum sínum og komi heilir heim.“ Hún segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um það hvort fangaverðir fái rafbyssur. Það sé erfitt að aðgreina fanga og í fangelsinu séu fangar sem ættu að vera í öryggisvistun. Brottfararbúðir og afturköllun verndar vegna alvarlegra brota Guðrún segir málaflokkinn og lögin sem um hann gilda verði að vera í sífelldri endurskoðun. Norðurlöndin séu að gera breytingar á hverju ári og við þurfum að gera það líka. Hún segist vilja færa okkur nær Norðurlöndunum í löggjöf og hún sé ánægð með að þingið hafi samþykkt breytingar hennar í vor þar sem tekin voru út séríslensk ákvæði um málsmeðferðarreglur. Það hafi verið meiri þungi í kerfinu vegna þeirra og fleiri komið hingað vegna þeirra. „Þetta gengur ekki að mínu mati.“ Hún segist hafa hug á því að gera þá breytingu að það verði sett í íslensk lög að ef að sá sem hér hefur fengið vernd gerist sekur um alvarlegt brot þá sé hægt að svipta hann verndinni. „Þetta eru önnur lönd með og mér finnst eðlilegt að við séum með það líka,“ segir Guðrún og að frumvarp þess efnis verði lagt fyrir á næsta þingi. „Þetta er flókið og það er alvarlegt að ætla að afturkalla vernd hjá einstaklingi sem hefur fengið vernd og það þarf að vanda mjög til breytinga á löggjöfinni á þá veru,“ segir Guðrýn. Ráðuneytið hafi unnið að því í sumar og frumvarpið verði lagt fram í haust. Þau brot sem um ræðir séu sem dæmi manndráp, mansal og alvarleg ofbeldisbrot. Eigi ekki að fara strax inn í íslenskt samfélag Hún boðar einnig frumvarp um brottfararbúðir. Hún segir Ísland eina ríkið í Schengen-samstarfinu sem sé ekki með slíkar búðir. Spretthópur á vegum hennar, félagsmálaráðherra og forsætisráðherra sé við það að ljúka störfum. Hópurinn skoðaði allt ferlið frá því að fólk kemur og þar til það fer. Guðrún segir að eins og staðan er í dag þá fari fólk í móttökumiðstöð í Domus á Barónsstíg þegar það óskar eftir vernd á Keflavíkurflugvelli. „Ég er á þeirri skoðun að fólk eigi ekkert að fara inn í íslenskt samfélag fyrr en það er búið að yfirfara umsóknir þeirra,“ segir Guðrún og að það þurfi að búa til móttökumiðstöð í nálægt við flugvöllinn. Þar verði sérfræðingar, heilbrigðisstarfsfólk og starfsfólk Útlendingastofnunar. Hún segir að markmið yfirvalda sé að umsóknarferli sé ekki lengra en 90 dagar en að fólk dvelji ekki lengur í móttökumiðstöðinni lengur en í fimm til sjö daga. Þar fái það heilsufarsskoðun og umsókn tekin til fyrstu skoðunar. Oft sé hægt að sjá á fyrstu sólarhringum að umsókn sé tilhæfulaus og snúa fólki strax við. Þeir sem fari í lengra umsóknarferli fari í annað búsetuúrræði og ef það kemur niðurstaða um að það fái ekki vernd þá verði það að fara í brottfararbúðir. „Það er á ábyrgð okkar, íslenskra stjórnvalda, að sjá til þess að þeir sem ekki fá vernd hér á landi, að þeir yfirgefi þá Schengen-svæðið. Þess vegna verðum við að vita hvar fólk er,“ segir Guðrún og að slíkar búðir gefi tækifæri á að vinna betur með fólki. Nafnbreyting Kourani Undir lok viðtals var Guðrún spurð um nafnbreytingu Mohamads Th. Jóhannessonar, sem hét áður Mohamad Kourani. Hún segir Þjóðskrá segjast hafa fylgt leiðbeiningum dómsmálaráðuneytisins en þau hafi ekki gefið út neinar leiðbeiningar. Framkvæmdin sé hjá innviðaráðuneytinu og hún hafi ekkert um málið að segja, lögin séu hjá henni en ekki framkvæmdin. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Fangelsismál Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mál Mohamad Kourani Bítið Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
Guðrún segir aðstæður í íslenskum fangelsum óviðunandi fyrir fangaverði, fanga og aðstandendur þeirra. Það verði að tryggja öryggi allra. Guðrún leggur á haustþingi fram frumvarp um bæði brottfararbúðir fyrir útlendinga sem hafa sótt um vernd og fá hana ekki og um að það megi afturkalla vernd þeirra sem fremja alvarleg brot. Guðrún fór í fyrstu yfir mál vararíkissaksóknara sem hefur verið í fréttum undanfarið vegna þess að ríkissaksóknari óskaði þess að hann yrði settur í leyfi tímabundið vegna kæru hjálparsamtakanna Solaris á hendur honum vegna ummæla sem hann lét falla um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Guðrún segir málið til skoðunar í ráðuneytinu. Starfsmannamál sem hún tjáir sig ekki um Guðrún segir að mál vararíkissaksóknara sé til skoðunar í ráðuneytinu. „Þetta er starfsmannamál hjá æðsta embætti ákæruvaldsins í landinu. Ég tek þetta mjög alvarlega,“ segir Guðrún og að hún ætli sér ekki að tjá sig frekar um málið á meðan það er til skoðunar. „Þú nefnir þarna tjáningarfrelsið. Við erum í lýðræðisríki og þetta er eitt af því sem við höfum í hávegum. Réttur fólks til að tjá sig í ræðu og riti og ég virði þann rétt. Ég hef sagt það líka núna á síðustu mánuðum að það hafa verið 60 mótmæli á meðan þingið var starfandi og ég virði rétt fólks til að mótmæla og tjá skoðanir sínar með þessum hætti. Þarna eru álitamál og ég er með þau til skoðunar,“ segir Guðrún og að niðurstaðan sé væntanleg innan tíðar. Hún segir málið til skoðunar innan ráðuneytisins en einnig hafi hún leitað utan þess eftir ráðgjöf. Brugðið að koma á Litla-Hraun Guðrún segist hafa haft miklar áhyggjur af stöðu fangavarða og aðstöðunni sem föngum, fangavörðum og aðstandendum fanga er boðið upp á. Sérstaklega á Litla-Hrauni. „Mér var mjög brugðið að koma á Litla-Hraun. Aðalbyggingin þar var byggð 1929 og hún var ekki byggð sem fangelsi. Hún var byggð sem sjúkrahús fyrir Sunnlendinga en var aldrei tekin í notkun sem slíkt,“ segir Guðrún og að frá þeim tíma hafi verið byggt um níu sinnum við húsið. Húsakosturinn sé nær allur óviðunandi og lélegur. Þess vegna hafi hún ákveðið að byggja nýtt fangelsi. Eins og staðan er í dag er erfitt að tryggja öryggi fanga og fangavarða auk þess sem aðstaða fyrir aðstandendur sé óviðunandi. Þarfagreiningu sé nú lokið og það séu komin drög að teikningum. „Ég vil að þetta verði byggt hratt upp.“ Hvað varðar það að stór hluti fanga sé með geðrænan vanda segir Guðrún að það hafi verið brugðist við því með því að efla geðheilbrigðisteymi fangelsisins. „Hins vegar verður að tryggja þeim starfsmönnum viðunandi starfsumhverfi í fangelsinu svo að fólk fáist í þessi störf,“ segir Guðrún og að auk þess verði að vera hægt að tryggja öryggi þeirra. Það hafi verið erfitt og því sé stoðþjónustan í gámum fyrir utan lóðina og verði þannig þangað til nýtt fangelsi rís. Hún segir alveg ljóst að starfsaðstæður fangavarða í fangelsunum sé ekki góð og því verði að koma betra skikki á þennan málaflokk. Hann hafi ekki verið í fókus og það sé ekki við það búið lengur. „Ég mun gera allt sem ég get til þess að tryggja öryggi þeirra starfsmanna og öryggi þeirra sem þarna þurfa að dvelja á hverjum tíma,“ segir Guðrún. Hún eigi fund með fangavörðum þar sem þau muni fara yfir þetta saman. „Það verður að tryggja að þeir sem þarna starfi þeir slasist ekki í störfum sínum og komi heilir heim.“ Hún segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um það hvort fangaverðir fái rafbyssur. Það sé erfitt að aðgreina fanga og í fangelsinu séu fangar sem ættu að vera í öryggisvistun. Brottfararbúðir og afturköllun verndar vegna alvarlegra brota Guðrún segir málaflokkinn og lögin sem um hann gilda verði að vera í sífelldri endurskoðun. Norðurlöndin séu að gera breytingar á hverju ári og við þurfum að gera það líka. Hún segist vilja færa okkur nær Norðurlöndunum í löggjöf og hún sé ánægð með að þingið hafi samþykkt breytingar hennar í vor þar sem tekin voru út séríslensk ákvæði um málsmeðferðarreglur. Það hafi verið meiri þungi í kerfinu vegna þeirra og fleiri komið hingað vegna þeirra. „Þetta gengur ekki að mínu mati.“ Hún segist hafa hug á því að gera þá breytingu að það verði sett í íslensk lög að ef að sá sem hér hefur fengið vernd gerist sekur um alvarlegt brot þá sé hægt að svipta hann verndinni. „Þetta eru önnur lönd með og mér finnst eðlilegt að við séum með það líka,“ segir Guðrún og að frumvarp þess efnis verði lagt fyrir á næsta þingi. „Þetta er flókið og það er alvarlegt að ætla að afturkalla vernd hjá einstaklingi sem hefur fengið vernd og það þarf að vanda mjög til breytinga á löggjöfinni á þá veru,“ segir Guðrýn. Ráðuneytið hafi unnið að því í sumar og frumvarpið verði lagt fram í haust. Þau brot sem um ræðir séu sem dæmi manndráp, mansal og alvarleg ofbeldisbrot. Eigi ekki að fara strax inn í íslenskt samfélag Hún boðar einnig frumvarp um brottfararbúðir. Hún segir Ísland eina ríkið í Schengen-samstarfinu sem sé ekki með slíkar búðir. Spretthópur á vegum hennar, félagsmálaráðherra og forsætisráðherra sé við það að ljúka störfum. Hópurinn skoðaði allt ferlið frá því að fólk kemur og þar til það fer. Guðrún segir að eins og staðan er í dag þá fari fólk í móttökumiðstöð í Domus á Barónsstíg þegar það óskar eftir vernd á Keflavíkurflugvelli. „Ég er á þeirri skoðun að fólk eigi ekkert að fara inn í íslenskt samfélag fyrr en það er búið að yfirfara umsóknir þeirra,“ segir Guðrún og að það þurfi að búa til móttökumiðstöð í nálægt við flugvöllinn. Þar verði sérfræðingar, heilbrigðisstarfsfólk og starfsfólk Útlendingastofnunar. Hún segir að markmið yfirvalda sé að umsóknarferli sé ekki lengra en 90 dagar en að fólk dvelji ekki lengur í móttökumiðstöðinni lengur en í fimm til sjö daga. Þar fái það heilsufarsskoðun og umsókn tekin til fyrstu skoðunar. Oft sé hægt að sjá á fyrstu sólarhringum að umsókn sé tilhæfulaus og snúa fólki strax við. Þeir sem fari í lengra umsóknarferli fari í annað búsetuúrræði og ef það kemur niðurstaða um að það fái ekki vernd þá verði það að fara í brottfararbúðir. „Það er á ábyrgð okkar, íslenskra stjórnvalda, að sjá til þess að þeir sem ekki fá vernd hér á landi, að þeir yfirgefi þá Schengen-svæðið. Þess vegna verðum við að vita hvar fólk er,“ segir Guðrún og að slíkar búðir gefi tækifæri á að vinna betur með fólki. Nafnbreyting Kourani Undir lok viðtals var Guðrún spurð um nafnbreytingu Mohamads Th. Jóhannessonar, sem hét áður Mohamad Kourani. Hún segir Þjóðskrá segjast hafa fylgt leiðbeiningum dómsmálaráðuneytisins en þau hafi ekki gefið út neinar leiðbeiningar. Framkvæmdin sé hjá innviðaráðuneytinu og hún hafi ekkert um málið að segja, lögin séu hjá henni en ekki framkvæmdin.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Fangelsismál Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mál Mohamad Kourani Bítið Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira