Hafnar því að hafa reynt að drepa mann og dreifa dópi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2024 14:17 Þingfesting í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps og aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann játaði þó vopna- og fíkniefnalagabrot í málinu. Honum er að gefið að sök að hafa í aðfaranótt laugardagsins 11. mars í fyrra fyrir utan hús í Norðlingaholti tekið annan mann kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hans í að lágmarki sjö mínútur. Hann hafi ekki látið af verknaðinu fyrr en lögregla kom á vettvang. Sá sem varð fyrir árásinni mun hafa verið settur í lífshættulegt ástand sem birtist í meðvitundarskerðingu, krömpum og blóðsúrum. Þá er karlmaðurinn ákærður fyrir skipulagða brotastarfsemi með því að hafa ásamt fleirum staðið að sölu og dreifingu fíkniefna hér á landi og sömuleiðis fyrir innflutning á rúmlega tveimur kílóum af kókaíni í pottum með skemmtiferðaskip. Karlmaðurinn tók við efnunum af öðrum sakborningi sem gekk með þau frá borði falin í potti. Karlmaðurinn er sömuleiðis ákærður fyrir fíkniefna- og vopnalagabrot með því að hafa haft nokkur grömm af amfetamíni og kókaíni, haglabyssu, skotfæri, loftskammbyssu, raflostbyssu á dvalarstað sínum í Grafarholti auk hnúajárns og piparúðabrúsa í bíl. Flestir sakborninga í málinu komu fyrir dóminn í dag eða báru vitni í gegnum fjarfundarbúnað. Þegar þeta er skrifað hafa allir neitað sök í öllum aðalatriðum málsins. Nánar verður greint frá afstöðu sakborninga hér á Vísi að þingfestingu lokinni. Dómsmál Fíkniefnabrot Sólheimajökulsmálið Tengdar fréttir Sakborningur í pottamálinu grunaður um tilraun til manndráps Karlmaður á fertugsaldri, sem er einn sakborninga í stórfelldu fíkniefnamáli, sem kennt hefur verið við potta og skemmtiferðaskip, er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa tekið annan mann kyrkingartaki, eins og segir í ákæru, og þrengt að öndunarvegi hans í að minnsta kosti sjö mínútur. 2. ágúst 2024 11:49 Nokkrir sakborninganna hafi komið við sögu lögreglu áður Hópur sakborning í umfangsmiklu máli sem snýr að skipulagðri brotastarfsemi samanstandur af konum og körlum á ýmsum aldri. Ætla má að brot fólksins hafi staðið yfir í nokkur ár. 25. júní 2024 19:28 Efnin í skemmtiferðaskipinu falin í eldhúspottum Fjórir íslenskir karlmenn hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því í lok apríl, grunaðir um aðild að skipulagðri brotastarfsemi, innflutningi, sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi um langt skeið, peningaþvætti og vopnalagabrotum. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fíkniniefni flutt til landsins með skemmtiferðaskipi, falin í eldhúspottum. 25. júní 2024 11:57 Handtóku á þriðja tug manna og lögðu hald á 40 milljónir króna og fjölda skotvopna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á samtals rúmlega sex kíló af kókaíni og amfetamíni í umfangsmiklu máli sem hefur verið til rannsóknar hjá embættinu um nokkurt skeið. Lögregla lagði einnig hald á 40 milljónir króna í reiðufé, fjölda skotvopna og peningatalningavélar. 25. júní 2024 10:43 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Honum er að gefið að sök að hafa í aðfaranótt laugardagsins 11. mars í fyrra fyrir utan hús í Norðlingaholti tekið annan mann kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hans í að lágmarki sjö mínútur. Hann hafi ekki látið af verknaðinu fyrr en lögregla kom á vettvang. Sá sem varð fyrir árásinni mun hafa verið settur í lífshættulegt ástand sem birtist í meðvitundarskerðingu, krömpum og blóðsúrum. Þá er karlmaðurinn ákærður fyrir skipulagða brotastarfsemi með því að hafa ásamt fleirum staðið að sölu og dreifingu fíkniefna hér á landi og sömuleiðis fyrir innflutning á rúmlega tveimur kílóum af kókaíni í pottum með skemmtiferðaskip. Karlmaðurinn tók við efnunum af öðrum sakborningi sem gekk með þau frá borði falin í potti. Karlmaðurinn er sömuleiðis ákærður fyrir fíkniefna- og vopnalagabrot með því að hafa haft nokkur grömm af amfetamíni og kókaíni, haglabyssu, skotfæri, loftskammbyssu, raflostbyssu á dvalarstað sínum í Grafarholti auk hnúajárns og piparúðabrúsa í bíl. Flestir sakborninga í málinu komu fyrir dóminn í dag eða báru vitni í gegnum fjarfundarbúnað. Þegar þeta er skrifað hafa allir neitað sök í öllum aðalatriðum málsins. Nánar verður greint frá afstöðu sakborninga hér á Vísi að þingfestingu lokinni.
Dómsmál Fíkniefnabrot Sólheimajökulsmálið Tengdar fréttir Sakborningur í pottamálinu grunaður um tilraun til manndráps Karlmaður á fertugsaldri, sem er einn sakborninga í stórfelldu fíkniefnamáli, sem kennt hefur verið við potta og skemmtiferðaskip, er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa tekið annan mann kyrkingartaki, eins og segir í ákæru, og þrengt að öndunarvegi hans í að minnsta kosti sjö mínútur. 2. ágúst 2024 11:49 Nokkrir sakborninganna hafi komið við sögu lögreglu áður Hópur sakborning í umfangsmiklu máli sem snýr að skipulagðri brotastarfsemi samanstandur af konum og körlum á ýmsum aldri. Ætla má að brot fólksins hafi staðið yfir í nokkur ár. 25. júní 2024 19:28 Efnin í skemmtiferðaskipinu falin í eldhúspottum Fjórir íslenskir karlmenn hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því í lok apríl, grunaðir um aðild að skipulagðri brotastarfsemi, innflutningi, sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi um langt skeið, peningaþvætti og vopnalagabrotum. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fíkniniefni flutt til landsins með skemmtiferðaskipi, falin í eldhúspottum. 25. júní 2024 11:57 Handtóku á þriðja tug manna og lögðu hald á 40 milljónir króna og fjölda skotvopna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á samtals rúmlega sex kíló af kókaíni og amfetamíni í umfangsmiklu máli sem hefur verið til rannsóknar hjá embættinu um nokkurt skeið. Lögregla lagði einnig hald á 40 milljónir króna í reiðufé, fjölda skotvopna og peningatalningavélar. 25. júní 2024 10:43 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Sakborningur í pottamálinu grunaður um tilraun til manndráps Karlmaður á fertugsaldri, sem er einn sakborninga í stórfelldu fíkniefnamáli, sem kennt hefur verið við potta og skemmtiferðaskip, er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa tekið annan mann kyrkingartaki, eins og segir í ákæru, og þrengt að öndunarvegi hans í að minnsta kosti sjö mínútur. 2. ágúst 2024 11:49
Nokkrir sakborninganna hafi komið við sögu lögreglu áður Hópur sakborning í umfangsmiklu máli sem snýr að skipulagðri brotastarfsemi samanstandur af konum og körlum á ýmsum aldri. Ætla má að brot fólksins hafi staðið yfir í nokkur ár. 25. júní 2024 19:28
Efnin í skemmtiferðaskipinu falin í eldhúspottum Fjórir íslenskir karlmenn hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því í lok apríl, grunaðir um aðild að skipulagðri brotastarfsemi, innflutningi, sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi um langt skeið, peningaþvætti og vopnalagabrotum. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fíkniniefni flutt til landsins með skemmtiferðaskipi, falin í eldhúspottum. 25. júní 2024 11:57
Handtóku á þriðja tug manna og lögðu hald á 40 milljónir króna og fjölda skotvopna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á samtals rúmlega sex kíló af kókaíni og amfetamíni í umfangsmiklu máli sem hefur verið til rannsóknar hjá embættinu um nokkurt skeið. Lögregla lagði einnig hald á 40 milljónir króna í reiðufé, fjölda skotvopna og peningatalningavélar. 25. júní 2024 10:43