Carvalho var eftirsóttur í sumar en nýliðar Southampton og Leicester City vildu einnig fá kappann í sínar raðir. Á endanum var það Brentford sem hreppti hnossið. Thomas Frank, þjálfari Brentford, er ánægður með nýjustu viðbótina.
Fábio Carvalho is a Bee 🐝 🇵🇹 pic.twitter.com/woS1nKWjIC
— Brentford FC (@BrentfordFC) August 12, 2024
„Fabio er leikmaður með mikil gæða og getur spilað í fremstu 3-4 stöðunum, bæði í 3-4-3 og 4-2-3-1 leikkerfum. Hans besta staða er líklega í tíunni eða koma inn af vinstri vængnum.“
„Sóknarlega er hann mjög góður á boltanum, getur farið framhjá mönnum eða rennt boltanum í gegnum varnir andstæðinganna. Hann getur skapað færi og klárað þau sjálfur. Hann bætir þessu extra við leikmannahópinn.“
„Hæfileikar og skapgerð tikka einnig í þau box sem við erum að leita að. Við erum því mjög ánægður með að fá hann í okkar raðir.“
Carvalho skrifar undir fimm ára samning með möguleika á árs framlengingu.