Hvers virði eru þeir sem mennta þjóðina? Helga Þórey Júlíudóttir skrifar 13. ágúst 2024 07:32 Við sem höfum valið þá leið að sinna menntun einstaklinga allt frá leikskóla og upp í háskóla köllumst kennarar. Við gegnum því lykilhlutverki að mennta og stuðla að alhliða þroska nemenda. Við veitum leiðsögn, deilum okkar þekkingu og styðjum einstaklinga til aukins þroska bæði sem einstaklingar og virkir samfélagsþegnar. Ég á mér þá ósk að ímynd kennarastarfsins endurspegli þessa mikilvægu ábyrgð sem okkur er falin og að virðing sé borin fyrir því mikilvæga starfi sem við leggjum af mörkum. Því tel ég afar nauðsynlegt að samfélagið bæði virði okkur og styðji sem sérfræðinga í kennslu þar sem þekking okkar og hæfni gerir það mögulegt að bæta árangur innan menntastofnana. Menntun er grunnstoð samfélagsins og við sem hér búum höfum sammælst um að tryggja að öll börn fái þá menntun sem þau eiga rétt á. Til að tryggja að allir nemendur fái bestu mögulegu menntun, þarf að fjárfesta í kennurum. Allir nemendur eiga skilið að fá að njóta fagmennsku og stöðugleika í sínu námi, sem einungis er hægt að tryggja með því að styðja við bakið á kennurum. Fjárfesting í kennurum felur í sér að tryggja þeim sanngjörn laun, góða starfsaðstöðu og möguleika á stöðugri starfsþróun. Þeir sem hafa fagmenntað sig til þess að veita nemendum gæða menntun eiga skilið virðingu og gott umtal þar sem fagleg sérþekking er metin til jafns við aðra fagmenntun. Menntun er ein besta langtímafjárfesting sem samfélag getur ráðist í. Arðsemi menntunar er augljós þegar horft er til fjárfestingar þar sem vel menntaður einstaklingur á auðveldara með að fá vel metin störf, fá hærri laun og taka þannig jákvæðan þátt í hagkerfinu. Því meiri fjárfesting sem fer í menntakerfið, þeim mun meiri verður ávinningur samfélagsins til lengri tíma litið. Kennarar, sem eru sérfræðingar í kennslu, eru lykilinn að því að þessi fjárfesting skili sér í raunverulegum árangri. Þegar við horfum björtum augum til framtíðar, verðum við að muna að góð menntun er undirstaða fyrir þróun og velmegun samfélagsins, þar spila kennarar lykilhlutverk. Með því að fjárfesta í kennurum tryggjum við betri menntun fyrir alla nemendur og styrkjum framtíð landsins. Höfundur er sérkennari í framhaldsskóla og situr í stjórn Skólamálanefndar FF fyrir hönd Félags sérkennara á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Við sem höfum valið þá leið að sinna menntun einstaklinga allt frá leikskóla og upp í háskóla köllumst kennarar. Við gegnum því lykilhlutverki að mennta og stuðla að alhliða þroska nemenda. Við veitum leiðsögn, deilum okkar þekkingu og styðjum einstaklinga til aukins þroska bæði sem einstaklingar og virkir samfélagsþegnar. Ég á mér þá ósk að ímynd kennarastarfsins endurspegli þessa mikilvægu ábyrgð sem okkur er falin og að virðing sé borin fyrir því mikilvæga starfi sem við leggjum af mörkum. Því tel ég afar nauðsynlegt að samfélagið bæði virði okkur og styðji sem sérfræðinga í kennslu þar sem þekking okkar og hæfni gerir það mögulegt að bæta árangur innan menntastofnana. Menntun er grunnstoð samfélagsins og við sem hér búum höfum sammælst um að tryggja að öll börn fái þá menntun sem þau eiga rétt á. Til að tryggja að allir nemendur fái bestu mögulegu menntun, þarf að fjárfesta í kennurum. Allir nemendur eiga skilið að fá að njóta fagmennsku og stöðugleika í sínu námi, sem einungis er hægt að tryggja með því að styðja við bakið á kennurum. Fjárfesting í kennurum felur í sér að tryggja þeim sanngjörn laun, góða starfsaðstöðu og möguleika á stöðugri starfsþróun. Þeir sem hafa fagmenntað sig til þess að veita nemendum gæða menntun eiga skilið virðingu og gott umtal þar sem fagleg sérþekking er metin til jafns við aðra fagmenntun. Menntun er ein besta langtímafjárfesting sem samfélag getur ráðist í. Arðsemi menntunar er augljós þegar horft er til fjárfestingar þar sem vel menntaður einstaklingur á auðveldara með að fá vel metin störf, fá hærri laun og taka þannig jákvæðan þátt í hagkerfinu. Því meiri fjárfesting sem fer í menntakerfið, þeim mun meiri verður ávinningur samfélagsins til lengri tíma litið. Kennarar, sem eru sérfræðingar í kennslu, eru lykilinn að því að þessi fjárfesting skili sér í raunverulegum árangri. Þegar við horfum björtum augum til framtíðar, verðum við að muna að góð menntun er undirstaða fyrir þróun og velmegun samfélagsins, þar spila kennarar lykilhlutverk. Með því að fjárfesta í kennurum tryggjum við betri menntun fyrir alla nemendur og styrkjum framtíð landsins. Höfundur er sérkennari í framhaldsskóla og situr í stjórn Skólamálanefndar FF fyrir hönd Félags sérkennara á Íslandi.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun