Hvers virði eru þeir sem mennta þjóðina? Helga Þórey Júlíudóttir skrifar 13. ágúst 2024 07:32 Við sem höfum valið þá leið að sinna menntun einstaklinga allt frá leikskóla og upp í háskóla köllumst kennarar. Við gegnum því lykilhlutverki að mennta og stuðla að alhliða þroska nemenda. Við veitum leiðsögn, deilum okkar þekkingu og styðjum einstaklinga til aukins þroska bæði sem einstaklingar og virkir samfélagsþegnar. Ég á mér þá ósk að ímynd kennarastarfsins endurspegli þessa mikilvægu ábyrgð sem okkur er falin og að virðing sé borin fyrir því mikilvæga starfi sem við leggjum af mörkum. Því tel ég afar nauðsynlegt að samfélagið bæði virði okkur og styðji sem sérfræðinga í kennslu þar sem þekking okkar og hæfni gerir það mögulegt að bæta árangur innan menntastofnana. Menntun er grunnstoð samfélagsins og við sem hér búum höfum sammælst um að tryggja að öll börn fái þá menntun sem þau eiga rétt á. Til að tryggja að allir nemendur fái bestu mögulegu menntun, þarf að fjárfesta í kennurum. Allir nemendur eiga skilið að fá að njóta fagmennsku og stöðugleika í sínu námi, sem einungis er hægt að tryggja með því að styðja við bakið á kennurum. Fjárfesting í kennurum felur í sér að tryggja þeim sanngjörn laun, góða starfsaðstöðu og möguleika á stöðugri starfsþróun. Þeir sem hafa fagmenntað sig til þess að veita nemendum gæða menntun eiga skilið virðingu og gott umtal þar sem fagleg sérþekking er metin til jafns við aðra fagmenntun. Menntun er ein besta langtímafjárfesting sem samfélag getur ráðist í. Arðsemi menntunar er augljós þegar horft er til fjárfestingar þar sem vel menntaður einstaklingur á auðveldara með að fá vel metin störf, fá hærri laun og taka þannig jákvæðan þátt í hagkerfinu. Því meiri fjárfesting sem fer í menntakerfið, þeim mun meiri verður ávinningur samfélagsins til lengri tíma litið. Kennarar, sem eru sérfræðingar í kennslu, eru lykilinn að því að þessi fjárfesting skili sér í raunverulegum árangri. Þegar við horfum björtum augum til framtíðar, verðum við að muna að góð menntun er undirstaða fyrir þróun og velmegun samfélagsins, þar spila kennarar lykilhlutverk. Með því að fjárfesta í kennurum tryggjum við betri menntun fyrir alla nemendur og styrkjum framtíð landsins. Höfundur er sérkennari í framhaldsskóla og situr í stjórn Skólamálanefndar FF fyrir hönd Félags sérkennara á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem höfum valið þá leið að sinna menntun einstaklinga allt frá leikskóla og upp í háskóla köllumst kennarar. Við gegnum því lykilhlutverki að mennta og stuðla að alhliða þroska nemenda. Við veitum leiðsögn, deilum okkar þekkingu og styðjum einstaklinga til aukins þroska bæði sem einstaklingar og virkir samfélagsþegnar. Ég á mér þá ósk að ímynd kennarastarfsins endurspegli þessa mikilvægu ábyrgð sem okkur er falin og að virðing sé borin fyrir því mikilvæga starfi sem við leggjum af mörkum. Því tel ég afar nauðsynlegt að samfélagið bæði virði okkur og styðji sem sérfræðinga í kennslu þar sem þekking okkar og hæfni gerir það mögulegt að bæta árangur innan menntastofnana. Menntun er grunnstoð samfélagsins og við sem hér búum höfum sammælst um að tryggja að öll börn fái þá menntun sem þau eiga rétt á. Til að tryggja að allir nemendur fái bestu mögulegu menntun, þarf að fjárfesta í kennurum. Allir nemendur eiga skilið að fá að njóta fagmennsku og stöðugleika í sínu námi, sem einungis er hægt að tryggja með því að styðja við bakið á kennurum. Fjárfesting í kennurum felur í sér að tryggja þeim sanngjörn laun, góða starfsaðstöðu og möguleika á stöðugri starfsþróun. Þeir sem hafa fagmenntað sig til þess að veita nemendum gæða menntun eiga skilið virðingu og gott umtal þar sem fagleg sérþekking er metin til jafns við aðra fagmenntun. Menntun er ein besta langtímafjárfesting sem samfélag getur ráðist í. Arðsemi menntunar er augljós þegar horft er til fjárfestingar þar sem vel menntaður einstaklingur á auðveldara með að fá vel metin störf, fá hærri laun og taka þannig jákvæðan þátt í hagkerfinu. Því meiri fjárfesting sem fer í menntakerfið, þeim mun meiri verður ávinningur samfélagsins til lengri tíma litið. Kennarar, sem eru sérfræðingar í kennslu, eru lykilinn að því að þessi fjárfesting skili sér í raunverulegum árangri. Þegar við horfum björtum augum til framtíðar, verðum við að muna að góð menntun er undirstaða fyrir þróun og velmegun samfélagsins, þar spila kennarar lykilhlutverk. Með því að fjárfesta í kennurum tryggjum við betri menntun fyrir alla nemendur og styrkjum framtíð landsins. Höfundur er sérkennari í framhaldsskóla og situr í stjórn Skólamálanefndar FF fyrir hönd Félags sérkennara á Íslandi.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun