De Ligt og Mazraoui endanlega staðfestir sem leikmenn Man Utd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. ágúst 2024 19:22 Mættur til Manchester. Manchester United Matthijs de Ligt er formlega genginn í raðir Manchester United. Félagaskiptin hafa legið lengi í loftinu en enska knattspyrnufélagið staðfesti þau loks nú rétt í þessu. Sömu sögu er að segja af bakverðinum Noussair Mazraoui. Báðir koma þeir frá Bayern München. Mikið hefur verið rætt og ritað um möguleg vistaskipti hollenska miðvarðarins sem spilaði undir stjórn Erik Ten Hag, núverandi þjálfara Man United, þegar hann var hjá Ajax. Manchester United have signed Matthijs de Ligt, subject to registration. The Netherlands international has signed a contract until June 2029, with the option to extend for a further year. pic.twitter.com/Xcrte0AFlt— Andy Mitten (@AndyMitten) August 13, 2024 Hinn 25 ára gamli De Ligt var ungur að árum orðinn lykilmaður hjá Ajax. Hann fór til Juventus árið 2019 en var seldur þaðan til Bayern München þar sem ítalska félagið var í fjárhagsvandræðum. Hjá Bayern varð De Ligt meistari tímabilið 2022-23 en hann varð einnig meistari með Ajax og Juventus þar áður. Hann skrifar undir samning á Englandi til ársins 2029 með möguleika á eins árs framlengingu. Ekki kemur fram hvað Man United borgar fyrir kappann en talið er að verðmiðinn sé í kringum 40 milljónir punda eða um sjö milljarðar íslenskra króna. Noussair is a Red! 🔴Morocco international Noussair Mazraoui has completed a move from Bayern Munich to United 🙌#MUFC— Manchester United (@ManUtd) August 13, 2024 Það hefur verið nóg að gera á skrifstofu Man United í dag en bakvörðurinn Mazraoui var einnig kynntur til leiks í dag. Þessi 26 ára gamli leikmaður skrifar undir samning til ársins 2028 með möguleika á eins árs framlengingu. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir De Ligt og Mazraoui til United á morgun Sagan endalausa um félagaskipti Matthijs de Ligt til Manchester United virðist loks ætla að taka enda ef eitthvað er að marka fréttaflutning knattspyrnuvéfréttarinnar Fabrizio Romano. 11. ágúst 2024 08:00 Ten Hag vill bæta meira í hópinn Erik ten Hag, stjóri Manchester United, er þess fullviss að lið hans geti unnið hvaða lið sem er þegar liðið er fullskipað. Hann segist vonast eftir því að bæta fleiri leikmönnum í hópinn á næstu viku. 27. júlí 2024 07:00 Man Utd horfir enn á ný til fyrrum lærisveins Ten Hag Manchester United hefur hafið viðræður við Bayern München um möguleg kaup á miðverðinum Matthijs de Ligt. Sá spilaði undir stjórn Erik ten Hag hjá Ajax á sínum tíma. 1. júlí 2024 22:00 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um möguleg vistaskipti hollenska miðvarðarins sem spilaði undir stjórn Erik Ten Hag, núverandi þjálfara Man United, þegar hann var hjá Ajax. Manchester United have signed Matthijs de Ligt, subject to registration. The Netherlands international has signed a contract until June 2029, with the option to extend for a further year. pic.twitter.com/Xcrte0AFlt— Andy Mitten (@AndyMitten) August 13, 2024 Hinn 25 ára gamli De Ligt var ungur að árum orðinn lykilmaður hjá Ajax. Hann fór til Juventus árið 2019 en var seldur þaðan til Bayern München þar sem ítalska félagið var í fjárhagsvandræðum. Hjá Bayern varð De Ligt meistari tímabilið 2022-23 en hann varð einnig meistari með Ajax og Juventus þar áður. Hann skrifar undir samning á Englandi til ársins 2029 með möguleika á eins árs framlengingu. Ekki kemur fram hvað Man United borgar fyrir kappann en talið er að verðmiðinn sé í kringum 40 milljónir punda eða um sjö milljarðar íslenskra króna. Noussair is a Red! 🔴Morocco international Noussair Mazraoui has completed a move from Bayern Munich to United 🙌#MUFC— Manchester United (@ManUtd) August 13, 2024 Það hefur verið nóg að gera á skrifstofu Man United í dag en bakvörðurinn Mazraoui var einnig kynntur til leiks í dag. Þessi 26 ára gamli leikmaður skrifar undir samning til ársins 2028 með möguleika á eins árs framlengingu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir De Ligt og Mazraoui til United á morgun Sagan endalausa um félagaskipti Matthijs de Ligt til Manchester United virðist loks ætla að taka enda ef eitthvað er að marka fréttaflutning knattspyrnuvéfréttarinnar Fabrizio Romano. 11. ágúst 2024 08:00 Ten Hag vill bæta meira í hópinn Erik ten Hag, stjóri Manchester United, er þess fullviss að lið hans geti unnið hvaða lið sem er þegar liðið er fullskipað. Hann segist vonast eftir því að bæta fleiri leikmönnum í hópinn á næstu viku. 27. júlí 2024 07:00 Man Utd horfir enn á ný til fyrrum lærisveins Ten Hag Manchester United hefur hafið viðræður við Bayern München um möguleg kaup á miðverðinum Matthijs de Ligt. Sá spilaði undir stjórn Erik ten Hag hjá Ajax á sínum tíma. 1. júlí 2024 22:00 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
De Ligt og Mazraoui til United á morgun Sagan endalausa um félagaskipti Matthijs de Ligt til Manchester United virðist loks ætla að taka enda ef eitthvað er að marka fréttaflutning knattspyrnuvéfréttarinnar Fabrizio Romano. 11. ágúst 2024 08:00
Ten Hag vill bæta meira í hópinn Erik ten Hag, stjóri Manchester United, er þess fullviss að lið hans geti unnið hvaða lið sem er þegar liðið er fullskipað. Hann segist vonast eftir því að bæta fleiri leikmönnum í hópinn á næstu viku. 27. júlí 2024 07:00
Man Utd horfir enn á ný til fyrrum lærisveins Ten Hag Manchester United hefur hafið viðræður við Bayern München um möguleg kaup á miðverðinum Matthijs de Ligt. Sá spilaði undir stjórn Erik ten Hag hjá Ajax á sínum tíma. 1. júlí 2024 22:00