Meiri tíðindi að stjórnin hafi lifað svo lengi Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 16. ágúst 2024 12:23 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Vísir/Vilhelm Gunnarsson Forsætisráðherra segir ummæli Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, um að útilokað sé að ríkisstjórnarsamstarfinu verði haldið áfram eftir næstu kosningar ekki valda neinum titringi innan stjórnarflokkanna. Sögulegt sé að þriggja flokka stjórn hafi náð að klára heilt kjörtímabil. Alþingi verður sett þann 10. september og hefst þá síðasti þingvetur kjörtímabilsins. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú í algjöru lágmarki samkvæmt síðustu könnunum. Ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við nýjasta Þjóðarpúls Gallup myndi Samfylkingin fá tvo fleiri þingmenn en stjórnarflokkarnir til samans sem fengju alls sautján. Þá myndu Vinstri græn falla út af þingi. „Hildur hefur einmitt verið lykilmanneskja í þinginu í að halda góðum tengslum við aðra þingflokka, við að koma málum í gegnum þingið og tryggja framgang mikilvægra þingmála ríkisstjórnarinnar,“ sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Það er hins vegar pólitískt mat hennar samkvæmt þessu viðtali að það sé afar ólíklegt og jafnvel útilokað að flokkarnir hafi einfaldlega stuðning eins og staðan blasir við okkur í dag til þess að starfa áfram. Þá er það bara pólitískt mat og á ekkert að trufla það að við erum í dag með mjög traustan meirihluta í þinginu, skýran stjórnarsáttmála, mörg ókláruð verkefni og við ætlum að einbeita okkur að því til skamms tíma. Til lengri tíma þá er auðvitað óumflýjanlegt að fara í kosningar og við fáumst við það þegar þar að kemur.“ Hver geti haft sína skoðun „Mitt pólitíska mat er það að það er stórmerkilegt í stjórnmálasögu Íslands að þriggja flokka stjórn sé við það að ljúka tveimur kjörtímabilum. Það hefur aldrei gerst, það hefur engin þriggja flokka stjórn nokkurn tímann klárað eitt kjörtímabil,“ segir Bjarni. „Það er merkilegt í stjórmálasögulegu samhengi. Ef það gerist með þeim hætti að slík þriggja flokka stjórn hefur ekki skýran meirihluta til að halda enn áfram þá þykja mér það ekki vera jafn mikil tíðindi. Það verður einfaldlega að horfast í augu við stöðuna þegar við stöndum frammi fyrir því að kjósendur fá aftur boltann, þá verða spilin stokkuð upp og við vinnum úr niðurstöðunni eftir næstu kosningar. Þetta eru í sjálfu sér ekkert annað en vangaveltur um það hvað líklegt er að komi út úr næstu kosningum og þar getur hver haft sína skoðun.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Framsókn og VG útiloki ekkert Formenn þingflokka Vinstri Grænna og Framsóknar segja flokkana ganga óbundna til kosninga og útiloka ekkert samstarf, líkt og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur gert. Áhugaverður síðasti þingvetur kjörtímabilsins sé fram undan. 12. ágúst 2024 12:15 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Sjá meira
Alþingi verður sett þann 10. september og hefst þá síðasti þingvetur kjörtímabilsins. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú í algjöru lágmarki samkvæmt síðustu könnunum. Ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við nýjasta Þjóðarpúls Gallup myndi Samfylkingin fá tvo fleiri þingmenn en stjórnarflokkarnir til samans sem fengju alls sautján. Þá myndu Vinstri græn falla út af þingi. „Hildur hefur einmitt verið lykilmanneskja í þinginu í að halda góðum tengslum við aðra þingflokka, við að koma málum í gegnum þingið og tryggja framgang mikilvægra þingmála ríkisstjórnarinnar,“ sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Það er hins vegar pólitískt mat hennar samkvæmt þessu viðtali að það sé afar ólíklegt og jafnvel útilokað að flokkarnir hafi einfaldlega stuðning eins og staðan blasir við okkur í dag til þess að starfa áfram. Þá er það bara pólitískt mat og á ekkert að trufla það að við erum í dag með mjög traustan meirihluta í þinginu, skýran stjórnarsáttmála, mörg ókláruð verkefni og við ætlum að einbeita okkur að því til skamms tíma. Til lengri tíma þá er auðvitað óumflýjanlegt að fara í kosningar og við fáumst við það þegar þar að kemur.“ Hver geti haft sína skoðun „Mitt pólitíska mat er það að það er stórmerkilegt í stjórnmálasögu Íslands að þriggja flokka stjórn sé við það að ljúka tveimur kjörtímabilum. Það hefur aldrei gerst, það hefur engin þriggja flokka stjórn nokkurn tímann klárað eitt kjörtímabil,“ segir Bjarni. „Það er merkilegt í stjórmálasögulegu samhengi. Ef það gerist með þeim hætti að slík þriggja flokka stjórn hefur ekki skýran meirihluta til að halda enn áfram þá þykja mér það ekki vera jafn mikil tíðindi. Það verður einfaldlega að horfast í augu við stöðuna þegar við stöndum frammi fyrir því að kjósendur fá aftur boltann, þá verða spilin stokkuð upp og við vinnum úr niðurstöðunni eftir næstu kosningar. Þetta eru í sjálfu sér ekkert annað en vangaveltur um það hvað líklegt er að komi út úr næstu kosningum og þar getur hver haft sína skoðun.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Framsókn og VG útiloki ekkert Formenn þingflokka Vinstri Grænna og Framsóknar segja flokkana ganga óbundna til kosninga og útiloka ekkert samstarf, líkt og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur gert. Áhugaverður síðasti þingvetur kjörtímabilsins sé fram undan. 12. ágúst 2024 12:15 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Sjá meira
Framsókn og VG útiloki ekkert Formenn þingflokka Vinstri Grænna og Framsóknar segja flokkana ganga óbundna til kosninga og útiloka ekkert samstarf, líkt og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur gert. Áhugaverður síðasti þingvetur kjörtímabilsins sé fram undan. 12. ágúst 2024 12:15