„Blikaleikir eru aldrei búnir fyrr en það er búið að flauta af“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. ágúst 2024 21:49 Pétur Pétursson á hliðarlínunni í bikarúrslitaleik kvöldsins. Vísir/Anton Brink „Þetta er alltaf jafn sætt. Síðasti titillinn er alltaf bestur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna í knattspyrnu í kvöld. Leikur kvöldsins fór hægt af stað og í raun sköpuðu liðin engin færi fyrsta hálftímann. Eftir það vöknuðu leikmenn þó til lífsins og fengu bæði nóg af færum til að brjóta ísinn. „Mér fannst þetta bara góður leikur hjá tveimur góðum liðum. Mér fannst við aðeins ofan á í þessum leik og sem betur fer þá tókst okkur að vinna.“ Það voru þó Valskonur sem urðu fyrri til að brjóta ísinn þegar Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir kom boltanum yfir línuna, en stuttu áður hafði Valsliðið bjargað á línu á hinum enda vallarins. Pétur segist þó alltaf hafa verið rólegur. „Það er best að gera þetta svona. Ég var svosem ekki stressaður að Blikarnir myndu skora. Ég hafði það ekki á tilfinningunni. Ég er gamall markaskorari ogmér fannst við hafa yfirhöndina í seinni hálfleik og ég hafði það á tilfinningunni að við myndum vinna þennan leik.“ Pétur segir þó að þrátt fyrir að Jasmín Erla Ingadóttir hafi tvöfaldað forystu Vals þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka þá hafi leikurinn alls ekki verið búinn á þeim tímapunkti. „Þetta var náttúrulega aldrei búið þá. Blikaleikir eru aldrei búnir fyrr en það er búið að flauta af. Þær ná einu marki og það getur allt skeð í þessu.“ Að lokum segir hann dagsformið klárlega skipta máli þegar þessi tvö lið mætast, enda höfðu liðin mæst 156 sinnum fyrir leik kvöldsins og í þeim leikjum voru bæði lið með 67 sigra og 22 hafði orðið jafntefli. „Þetta er klárlega það. Í þessum leikjum er þetta ekki spurning um hvað þú heitir, heldur er þetta bara spurning um hvernig þú stendur þig úti á vellinum,“ sagði sigurreifur Pétur að lokum. Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
Leikur kvöldsins fór hægt af stað og í raun sköpuðu liðin engin færi fyrsta hálftímann. Eftir það vöknuðu leikmenn þó til lífsins og fengu bæði nóg af færum til að brjóta ísinn. „Mér fannst þetta bara góður leikur hjá tveimur góðum liðum. Mér fannst við aðeins ofan á í þessum leik og sem betur fer þá tókst okkur að vinna.“ Það voru þó Valskonur sem urðu fyrri til að brjóta ísinn þegar Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir kom boltanum yfir línuna, en stuttu áður hafði Valsliðið bjargað á línu á hinum enda vallarins. Pétur segist þó alltaf hafa verið rólegur. „Það er best að gera þetta svona. Ég var svosem ekki stressaður að Blikarnir myndu skora. Ég hafði það ekki á tilfinningunni. Ég er gamall markaskorari ogmér fannst við hafa yfirhöndina í seinni hálfleik og ég hafði það á tilfinningunni að við myndum vinna þennan leik.“ Pétur segir þó að þrátt fyrir að Jasmín Erla Ingadóttir hafi tvöfaldað forystu Vals þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka þá hafi leikurinn alls ekki verið búinn á þeim tímapunkti. „Þetta var náttúrulega aldrei búið þá. Blikaleikir eru aldrei búnir fyrr en það er búið að flauta af. Þær ná einu marki og það getur allt skeð í þessu.“ Að lokum segir hann dagsformið klárlega skipta máli þegar þessi tvö lið mætast, enda höfðu liðin mæst 156 sinnum fyrir leik kvöldsins og í þeim leikjum voru bæði lið með 67 sigra og 22 hafði orðið jafntefli. „Þetta er klárlega það. Í þessum leikjum er þetta ekki spurning um hvað þú heitir, heldur er þetta bara spurning um hvernig þú stendur þig úti á vellinum,“ sagði sigurreifur Pétur að lokum.
Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki