Hákon Arnar kom inn fyrir Angel Gomes sem meiddist illa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2024 19:35 Gomes var á endanum borinn af velli. Ligue 1 Hákon Arnar Haraldsson kom inn af bekknum í 1-0 sigri Lille á Reims eftir að Angel Gomes varð fyrir skelfilegum meiðsli og leikurinn var stöðvaður í rúmlega hálftíma. Flestar af stærstu knattspyrnudeildum Evrópu eru farnar af stað og sú franska er ekki þar undanskilin. Lille sótti Reims heim í dag í því sem var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Bruno Genesio en hann tók við af Paulo Fonseca sem AC Milan réð í sumar. Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar mátti þola það að hefja leik á bekknum en kom inn á eftir að Abdul Kone keyrði inn í Angel Gomes með þeim afleiðingum að Englendingurinn lá óvígur, og meðvitundarlaus, eftir. 🚨🏴 Concern for Angel Gomes - 'violent blow' to the head. Emergency services were called over immediately, reports @RMCsport. Sending strength, awful situation. 🙏 pic.twitter.com/ZB6LDApvVf— EuroFoot (@eurofootcom) August 17, 2024 Kone fékk rautt spjald fyrir brotið en næsta hálftímann var allt stopp áður en Gomes náði meðvitund á ný og farið var með hann á sjúkrahús. Lille staðfesti það á samfélagsmiðlum sínum en ekki er vitað meira að svo stöddu. Nous pouvons confirmer qu'Angel Gomes a repris conscience et a été transféré à l'hôpital.Toutes nos pensées sont tournées vers lui ❤️#SDRLOSC— LOSC (@losclive) August 17, 2024 Hákon Arnar kom eins og áður sagði inn fyrir Gomes á 44. mínútu þegar leikurinn hófst að nýju. Það var hins vegar vel rúmlega hálftíma bætt við fyrri hálfleikinn og á þeim tíma tókst varnarmannonum Bafode Diakite að koma gestunum yfir. Hann fagnaði með því að sýna myndavélinni treyju Gomes. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í síðari hálfleik skoraði Jonathan David annað mark Lille eftir undirbúning hins 17 ára Ethan Mbappé og lokatölur 2-0 Lille í vil. Les Dogues commencent leur saison en @Ligue1 par une victoire sur la pelouse de Reims, mais la soirée est aussi marquée ce soir par les images du choc reçu par Angel Gomes.Rendez-vous mardi au Stade du Hainaut pour la réception du Slavia Prague 👊#SDRLOSC 90' I 0-2— LOSC (@losclive) August 17, 2024 Í Noregi lagði Sædís Rún Heiðarsdóttir upp fyrsta mark Vålerenga í 6-0 sigri liðsins á Arna-Bjørnar. Sædís Rún og stöllur eru á toppi deildarinnar með 48 stig að loknum 18 leikjum. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Sjá meira
Flestar af stærstu knattspyrnudeildum Evrópu eru farnar af stað og sú franska er ekki þar undanskilin. Lille sótti Reims heim í dag í því sem var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Bruno Genesio en hann tók við af Paulo Fonseca sem AC Milan réð í sumar. Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar mátti þola það að hefja leik á bekknum en kom inn á eftir að Abdul Kone keyrði inn í Angel Gomes með þeim afleiðingum að Englendingurinn lá óvígur, og meðvitundarlaus, eftir. 🚨🏴 Concern for Angel Gomes - 'violent blow' to the head. Emergency services were called over immediately, reports @RMCsport. Sending strength, awful situation. 🙏 pic.twitter.com/ZB6LDApvVf— EuroFoot (@eurofootcom) August 17, 2024 Kone fékk rautt spjald fyrir brotið en næsta hálftímann var allt stopp áður en Gomes náði meðvitund á ný og farið var með hann á sjúkrahús. Lille staðfesti það á samfélagsmiðlum sínum en ekki er vitað meira að svo stöddu. Nous pouvons confirmer qu'Angel Gomes a repris conscience et a été transféré à l'hôpital.Toutes nos pensées sont tournées vers lui ❤️#SDRLOSC— LOSC (@losclive) August 17, 2024 Hákon Arnar kom eins og áður sagði inn fyrir Gomes á 44. mínútu þegar leikurinn hófst að nýju. Það var hins vegar vel rúmlega hálftíma bætt við fyrri hálfleikinn og á þeim tíma tókst varnarmannonum Bafode Diakite að koma gestunum yfir. Hann fagnaði með því að sýna myndavélinni treyju Gomes. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í síðari hálfleik skoraði Jonathan David annað mark Lille eftir undirbúning hins 17 ára Ethan Mbappé og lokatölur 2-0 Lille í vil. Les Dogues commencent leur saison en @Ligue1 par une victoire sur la pelouse de Reims, mais la soirée est aussi marquée ce soir par les images du choc reçu par Angel Gomes.Rendez-vous mardi au Stade du Hainaut pour la réception du Slavia Prague 👊#SDRLOSC 90' I 0-2— LOSC (@losclive) August 17, 2024 Í Noregi lagði Sædís Rún Heiðarsdóttir upp fyrsta mark Vålerenga í 6-0 sigri liðsins á Arna-Bjørnar. Sædís Rún og stöllur eru á toppi deildarinnar með 48 stig að loknum 18 leikjum.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Sjá meira