Hákon Arnar kom inn fyrir Angel Gomes sem meiddist illa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2024 19:35 Gomes var á endanum borinn af velli. Ligue 1 Hákon Arnar Haraldsson kom inn af bekknum í 1-0 sigri Lille á Reims eftir að Angel Gomes varð fyrir skelfilegum meiðsli og leikurinn var stöðvaður í rúmlega hálftíma. Flestar af stærstu knattspyrnudeildum Evrópu eru farnar af stað og sú franska er ekki þar undanskilin. Lille sótti Reims heim í dag í því sem var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Bruno Genesio en hann tók við af Paulo Fonseca sem AC Milan réð í sumar. Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar mátti þola það að hefja leik á bekknum en kom inn á eftir að Abdul Kone keyrði inn í Angel Gomes með þeim afleiðingum að Englendingurinn lá óvígur, og meðvitundarlaus, eftir. 🚨🏴 Concern for Angel Gomes - 'violent blow' to the head. Emergency services were called over immediately, reports @RMCsport. Sending strength, awful situation. 🙏 pic.twitter.com/ZB6LDApvVf— EuroFoot (@eurofootcom) August 17, 2024 Kone fékk rautt spjald fyrir brotið en næsta hálftímann var allt stopp áður en Gomes náði meðvitund á ný og farið var með hann á sjúkrahús. Lille staðfesti það á samfélagsmiðlum sínum en ekki er vitað meira að svo stöddu. Nous pouvons confirmer qu'Angel Gomes a repris conscience et a été transféré à l'hôpital.Toutes nos pensées sont tournées vers lui ❤️#SDRLOSC— LOSC (@losclive) August 17, 2024 Hákon Arnar kom eins og áður sagði inn fyrir Gomes á 44. mínútu þegar leikurinn hófst að nýju. Það var hins vegar vel rúmlega hálftíma bætt við fyrri hálfleikinn og á þeim tíma tókst varnarmannonum Bafode Diakite að koma gestunum yfir. Hann fagnaði með því að sýna myndavélinni treyju Gomes. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í síðari hálfleik skoraði Jonathan David annað mark Lille eftir undirbúning hins 17 ára Ethan Mbappé og lokatölur 2-0 Lille í vil. Les Dogues commencent leur saison en @Ligue1 par une victoire sur la pelouse de Reims, mais la soirée est aussi marquée ce soir par les images du choc reçu par Angel Gomes.Rendez-vous mardi au Stade du Hainaut pour la réception du Slavia Prague 👊#SDRLOSC 90' I 0-2— LOSC (@losclive) August 17, 2024 Í Noregi lagði Sædís Rún Heiðarsdóttir upp fyrsta mark Vålerenga í 6-0 sigri liðsins á Arna-Bjørnar. Sædís Rún og stöllur eru á toppi deildarinnar með 48 stig að loknum 18 leikjum. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Sjá meira
Flestar af stærstu knattspyrnudeildum Evrópu eru farnar af stað og sú franska er ekki þar undanskilin. Lille sótti Reims heim í dag í því sem var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Bruno Genesio en hann tók við af Paulo Fonseca sem AC Milan réð í sumar. Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar mátti þola það að hefja leik á bekknum en kom inn á eftir að Abdul Kone keyrði inn í Angel Gomes með þeim afleiðingum að Englendingurinn lá óvígur, og meðvitundarlaus, eftir. 🚨🏴 Concern for Angel Gomes - 'violent blow' to the head. Emergency services were called over immediately, reports @RMCsport. Sending strength, awful situation. 🙏 pic.twitter.com/ZB6LDApvVf— EuroFoot (@eurofootcom) August 17, 2024 Kone fékk rautt spjald fyrir brotið en næsta hálftímann var allt stopp áður en Gomes náði meðvitund á ný og farið var með hann á sjúkrahús. Lille staðfesti það á samfélagsmiðlum sínum en ekki er vitað meira að svo stöddu. Nous pouvons confirmer qu'Angel Gomes a repris conscience et a été transféré à l'hôpital.Toutes nos pensées sont tournées vers lui ❤️#SDRLOSC— LOSC (@losclive) August 17, 2024 Hákon Arnar kom eins og áður sagði inn fyrir Gomes á 44. mínútu þegar leikurinn hófst að nýju. Það var hins vegar vel rúmlega hálftíma bætt við fyrri hálfleikinn og á þeim tíma tókst varnarmannonum Bafode Diakite að koma gestunum yfir. Hann fagnaði með því að sýna myndavélinni treyju Gomes. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í síðari hálfleik skoraði Jonathan David annað mark Lille eftir undirbúning hins 17 ára Ethan Mbappé og lokatölur 2-0 Lille í vil. Les Dogues commencent leur saison en @Ligue1 par une victoire sur la pelouse de Reims, mais la soirée est aussi marquée ce soir par les images du choc reçu par Angel Gomes.Rendez-vous mardi au Stade du Hainaut pour la réception du Slavia Prague 👊#SDRLOSC 90' I 0-2— LOSC (@losclive) August 17, 2024 Í Noregi lagði Sædís Rún Heiðarsdóttir upp fyrsta mark Vålerenga í 6-0 sigri liðsins á Arna-Bjørnar. Sædís Rún og stöllur eru á toppi deildarinnar með 48 stig að loknum 18 leikjum.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn