Vara við versnandi öryggisaðstæðum við Zaporizhzhia kjarnorkuverið Lovísa Arnardóttir skrifar 17. ágúst 2024 22:44 Síðustu helgi kviknaði í einum kæliturni kjarnorkuversins og í dag var drónaárás á vegi nærri verinu. Vísir/EPA Alþjóðakjarnorkumálastofnun, IAEA, varaði við því í dag að öryggisaðstæður við Zaporizhzhia kjarnorkuverið í Úkraínu hafi versnað mikið í kjölfar drónaárásar á vegi nærri kjarnorkuverinu. Sprengjan sprakk á vegi sem liggur á milli tveggja stærstu hliða kjarnorkuversins. Rússar sökuðu Úkraínumenn fyrr í dag um að hafa látið sprengju falla á vef nærri orkuverinu. Orkuverið er eins og er undir stjórn Rússa en það var hertekið stuttu eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022. Allt frá þeim tíma hafa Rússar og Úkraínumenn skipst á því að saka hvern annan um árásir við orkuverið. Fjallað er um málið á vef Guardian. Sérfræðingum hjá Alþjóðakjarnorkumálstofnuninni var tilkynnt um sprenginguna í dag og fóru samstundis á vettvang til að kanna aðstæður. Í yfirlýsingu frá stofnuninni kemur fram að töluverðar skemmdir væru á orkuverinu og að enn og aftur væri hættan að aukast við kjarnorkuverið vegna átakanna. Átökin hefðu verið meiri síðustu vikur við kjarnorkuverið og að þau væru nær en áður. Haft er eftir Rafael Grossi, forstjóra stofnunarinnar, í yfirlýsingunni að hann hafi verulegar áhyggjur og er ítrekað ákall hans, til beggja aðila, um að láta af árásum við kjarnorkuverið. Stofnunin hefur allt frá innrás Rússa í Úkraínu hvatt til hófs við kjarnorkuverið og varað við kjarnorkuslysi. Síðustu helgi kviknaði eldur í kæliturni í kjarnorkuverinu en sérfræðingar stofnunarinnar hafa óskað eftir aðgangi að turninum til að kanna hann. Sérfræðingarnir hafa aðeins fengið að skoða grunn turnsins. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Tengdar fréttir Búið að slökkva eldinn í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu Rússneska ríkisfréttastofan Tass hefur greint frá því að búið sé að slökkva eldinn sem kviknaði í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu í gær. Kæliturn er sagður hafa skemmst í eldinum en hann var óvirkur fyrir. 12. ágúst 2024 06:23 Eldur í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu Eldur braust út í kæliturni Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í suðurhluta Úkraínu í dag. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu og hafa Rússar og Úkraínumenn kennt hvor öðrum um atvikið. 11. ágúst 2024 21:05 Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07 Fjöldi loftárása á orkuver víðsvegar um Úkraínu Rússar gerðu fjölda loftárása, sem beindust að úkraínskum orkuverum og öðrum sambærilegum innviðum, í morgun. Yfirvöld í fimm héröðum Úkraínu hafa greint frá árásum. 1. júní 2024 08:37 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Rússar sökuðu Úkraínumenn fyrr í dag um að hafa látið sprengju falla á vef nærri orkuverinu. Orkuverið er eins og er undir stjórn Rússa en það var hertekið stuttu eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022. Allt frá þeim tíma hafa Rússar og Úkraínumenn skipst á því að saka hvern annan um árásir við orkuverið. Fjallað er um málið á vef Guardian. Sérfræðingum hjá Alþjóðakjarnorkumálstofnuninni var tilkynnt um sprenginguna í dag og fóru samstundis á vettvang til að kanna aðstæður. Í yfirlýsingu frá stofnuninni kemur fram að töluverðar skemmdir væru á orkuverinu og að enn og aftur væri hættan að aukast við kjarnorkuverið vegna átakanna. Átökin hefðu verið meiri síðustu vikur við kjarnorkuverið og að þau væru nær en áður. Haft er eftir Rafael Grossi, forstjóra stofnunarinnar, í yfirlýsingunni að hann hafi verulegar áhyggjur og er ítrekað ákall hans, til beggja aðila, um að láta af árásum við kjarnorkuverið. Stofnunin hefur allt frá innrás Rússa í Úkraínu hvatt til hófs við kjarnorkuverið og varað við kjarnorkuslysi. Síðustu helgi kviknaði eldur í kæliturni í kjarnorkuverinu en sérfræðingar stofnunarinnar hafa óskað eftir aðgangi að turninum til að kanna hann. Sérfræðingarnir hafa aðeins fengið að skoða grunn turnsins.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Tengdar fréttir Búið að slökkva eldinn í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu Rússneska ríkisfréttastofan Tass hefur greint frá því að búið sé að slökkva eldinn sem kviknaði í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu í gær. Kæliturn er sagður hafa skemmst í eldinum en hann var óvirkur fyrir. 12. ágúst 2024 06:23 Eldur í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu Eldur braust út í kæliturni Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í suðurhluta Úkraínu í dag. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu og hafa Rússar og Úkraínumenn kennt hvor öðrum um atvikið. 11. ágúst 2024 21:05 Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07 Fjöldi loftárása á orkuver víðsvegar um Úkraínu Rússar gerðu fjölda loftárása, sem beindust að úkraínskum orkuverum og öðrum sambærilegum innviðum, í morgun. Yfirvöld í fimm héröðum Úkraínu hafa greint frá árásum. 1. júní 2024 08:37 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Búið að slökkva eldinn í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu Rússneska ríkisfréttastofan Tass hefur greint frá því að búið sé að slökkva eldinn sem kviknaði í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu í gær. Kæliturn er sagður hafa skemmst í eldinum en hann var óvirkur fyrir. 12. ágúst 2024 06:23
Eldur í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu Eldur braust út í kæliturni Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í suðurhluta Úkraínu í dag. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu og hafa Rússar og Úkraínumenn kennt hvor öðrum um atvikið. 11. ágúst 2024 21:05
Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07
Fjöldi loftárása á orkuver víðsvegar um Úkraínu Rússar gerðu fjölda loftárása, sem beindust að úkraínskum orkuverum og öðrum sambærilegum innviðum, í morgun. Yfirvöld í fimm héröðum Úkraínu hafa greint frá árásum. 1. júní 2024 08:37