Vara við versnandi öryggisaðstæðum við Zaporizhzhia kjarnorkuverið Lovísa Arnardóttir skrifar 17. ágúst 2024 22:44 Síðustu helgi kviknaði í einum kæliturni kjarnorkuversins og í dag var drónaárás á vegi nærri verinu. Vísir/EPA Alþjóðakjarnorkumálastofnun, IAEA, varaði við því í dag að öryggisaðstæður við Zaporizhzhia kjarnorkuverið í Úkraínu hafi versnað mikið í kjölfar drónaárásar á vegi nærri kjarnorkuverinu. Sprengjan sprakk á vegi sem liggur á milli tveggja stærstu hliða kjarnorkuversins. Rússar sökuðu Úkraínumenn fyrr í dag um að hafa látið sprengju falla á vef nærri orkuverinu. Orkuverið er eins og er undir stjórn Rússa en það var hertekið stuttu eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022. Allt frá þeim tíma hafa Rússar og Úkraínumenn skipst á því að saka hvern annan um árásir við orkuverið. Fjallað er um málið á vef Guardian. Sérfræðingum hjá Alþjóðakjarnorkumálstofnuninni var tilkynnt um sprenginguna í dag og fóru samstundis á vettvang til að kanna aðstæður. Í yfirlýsingu frá stofnuninni kemur fram að töluverðar skemmdir væru á orkuverinu og að enn og aftur væri hættan að aukast við kjarnorkuverið vegna átakanna. Átökin hefðu verið meiri síðustu vikur við kjarnorkuverið og að þau væru nær en áður. Haft er eftir Rafael Grossi, forstjóra stofnunarinnar, í yfirlýsingunni að hann hafi verulegar áhyggjur og er ítrekað ákall hans, til beggja aðila, um að láta af árásum við kjarnorkuverið. Stofnunin hefur allt frá innrás Rússa í Úkraínu hvatt til hófs við kjarnorkuverið og varað við kjarnorkuslysi. Síðustu helgi kviknaði eldur í kæliturni í kjarnorkuverinu en sérfræðingar stofnunarinnar hafa óskað eftir aðgangi að turninum til að kanna hann. Sérfræðingarnir hafa aðeins fengið að skoða grunn turnsins. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Tengdar fréttir Búið að slökkva eldinn í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu Rússneska ríkisfréttastofan Tass hefur greint frá því að búið sé að slökkva eldinn sem kviknaði í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu í gær. Kæliturn er sagður hafa skemmst í eldinum en hann var óvirkur fyrir. 12. ágúst 2024 06:23 Eldur í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu Eldur braust út í kæliturni Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í suðurhluta Úkraínu í dag. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu og hafa Rússar og Úkraínumenn kennt hvor öðrum um atvikið. 11. ágúst 2024 21:05 Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07 Fjöldi loftárása á orkuver víðsvegar um Úkraínu Rússar gerðu fjölda loftárása, sem beindust að úkraínskum orkuverum og öðrum sambærilegum innviðum, í morgun. Yfirvöld í fimm héröðum Úkraínu hafa greint frá árásum. 1. júní 2024 08:37 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira
Rússar sökuðu Úkraínumenn fyrr í dag um að hafa látið sprengju falla á vef nærri orkuverinu. Orkuverið er eins og er undir stjórn Rússa en það var hertekið stuttu eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022. Allt frá þeim tíma hafa Rússar og Úkraínumenn skipst á því að saka hvern annan um árásir við orkuverið. Fjallað er um málið á vef Guardian. Sérfræðingum hjá Alþjóðakjarnorkumálstofnuninni var tilkynnt um sprenginguna í dag og fóru samstundis á vettvang til að kanna aðstæður. Í yfirlýsingu frá stofnuninni kemur fram að töluverðar skemmdir væru á orkuverinu og að enn og aftur væri hættan að aukast við kjarnorkuverið vegna átakanna. Átökin hefðu verið meiri síðustu vikur við kjarnorkuverið og að þau væru nær en áður. Haft er eftir Rafael Grossi, forstjóra stofnunarinnar, í yfirlýsingunni að hann hafi verulegar áhyggjur og er ítrekað ákall hans, til beggja aðila, um að láta af árásum við kjarnorkuverið. Stofnunin hefur allt frá innrás Rússa í Úkraínu hvatt til hófs við kjarnorkuverið og varað við kjarnorkuslysi. Síðustu helgi kviknaði eldur í kæliturni í kjarnorkuverinu en sérfræðingar stofnunarinnar hafa óskað eftir aðgangi að turninum til að kanna hann. Sérfræðingarnir hafa aðeins fengið að skoða grunn turnsins.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Tengdar fréttir Búið að slökkva eldinn í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu Rússneska ríkisfréttastofan Tass hefur greint frá því að búið sé að slökkva eldinn sem kviknaði í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu í gær. Kæliturn er sagður hafa skemmst í eldinum en hann var óvirkur fyrir. 12. ágúst 2024 06:23 Eldur í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu Eldur braust út í kæliturni Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í suðurhluta Úkraínu í dag. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu og hafa Rússar og Úkraínumenn kennt hvor öðrum um atvikið. 11. ágúst 2024 21:05 Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07 Fjöldi loftárása á orkuver víðsvegar um Úkraínu Rússar gerðu fjölda loftárása, sem beindust að úkraínskum orkuverum og öðrum sambærilegum innviðum, í morgun. Yfirvöld í fimm héröðum Úkraínu hafa greint frá árásum. 1. júní 2024 08:37 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira
Búið að slökkva eldinn í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu Rússneska ríkisfréttastofan Tass hefur greint frá því að búið sé að slökkva eldinn sem kviknaði í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu í gær. Kæliturn er sagður hafa skemmst í eldinum en hann var óvirkur fyrir. 12. ágúst 2024 06:23
Eldur í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu Eldur braust út í kæliturni Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í suðurhluta Úkraínu í dag. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu og hafa Rússar og Úkraínumenn kennt hvor öðrum um atvikið. 11. ágúst 2024 21:05
Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07
Fjöldi loftárása á orkuver víðsvegar um Úkraínu Rússar gerðu fjölda loftárása, sem beindust að úkraínskum orkuverum og öðrum sambærilegum innviðum, í morgun. Yfirvöld í fimm héröðum Úkraínu hafa greint frá árásum. 1. júní 2024 08:37