Þrír leikmenn Marseille með vafasama fortíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2024 12:31 Mason Greenwood spilar í dag með Marseille. Marseille Marseille vann 5-1 stórsigur á Brest í frönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í gær. Í byrjunarliði liðsins mátti finna tvo leikmenn sem hafa verði sakaðir um kynferðisofbeldi, annar gegn börnum, og svo leikmann sem var valdur að banaslysi. Frægastur þremenninganna er eflaust Mason Greenwood, fyrrverandi leikmaður Manchester United á Englandi. Frægðarsól hans reis hátt og framtíðin var björt. Viðvörunabjöllur hringdu þó þegar Greenwood kom til Íslands með enska landsliðinu og fékk íslenskar stúlkur upp á herbergi til sín ásamt Phil Foden þegar kórónuveiran var sem skæðust og samkomubönn voru í gildi. Ekki löngu síðar birti þáverandi kærasta Greenwoods myndir af sér alblóðugri og sagði hann bera ábyrgð. Þá birti hún hljóðskilaboð þar sem heyra mátti Greenwood reyna að þvinga hana til samræðis. Greenwood spilaði ekki fyrir Man United eftir þetta en var lánaður til Getafe á Spáni á síðustu leiktíð. Marseille keypti svo leikmanninn á tugi milljóna punda í sumar. Greenwood er ekki eini leikmaður Marseille með vafasama fortíð en félagið keypti einnig hinn 21 árs gamla Elye Wahi í sumar. Í október árið 2021 lagði 22 ára gömul kona fram kæru á hendur Wahi fyrir að kýla sig á skemmtistað mánuði áður. Wahi, sem var þá 18 ára gamall leikmaður Montpellier, var aldrei dæmdur vegna málsins. Í nóvember sama ár var leikmaðurinn undir rannsókn lögreglu vegna atvika sem sögðu voru hafa átt sér stað þegar hann var í unglingaliði Caen. Félagið lét hann á endanum fara án þess að gefa upp ástæðuna en Wahi var mikið efni og því skrítið að lið á borð við Caen hafi látið hann fara frítt. Í nóvember 2021 kom hins vegar fram að lögreglan væri með til rannsóknar athæfi Wahi á salernum skólans sem hann var í þegar hann lék með unglingaliði Caen. Á leikmaðurinn að hafa þvingað yngri börn, talin á aldrinum 11 til 14 ára, til að fróa sér fyrir framan hann. Líkt og með kæruna sama ár var Wahi aldrei dæmdur. Að lokum er það hinn 27 ára gamli Amine Harit sem keyrði á mann í heimalandi sínu Marokkó árið 2018 með þeim afleiðingum að hann dó. Harit var þarna stjarna Schalke 04 í Þýskalandi og nýbúinn að spila fyrir þjóð sína á HM. Harit sagði 14 ára gamlan bróðir sinn hafa verið við stýrið en lögreglan afsannaði þá staðhæfingu. Þá segir að leikmaðurinn hafi reynt að flýja vettvang slyssins en hafi verið stöðvaður af vitnum. ⏱️ 90+7’ | #SB29OM 1️⃣-5️⃣𝐐𝐮𝐞𝐥𝐥𝐞 𝐞𝐧𝐭𝐫𝐞́𝐞 𝐞𝐧 𝐦𝐚𝐭𝐢𝐞̀𝐫𝐞 !L’OM débute son championnat de la meilleure des manières avec une belle victoire en Bretagne ⚡️💪Les buteurs du jour : Mason Greenwood (x2), Luis Henrique (x2) et Elye Wahi 5️⃣⚽️𝘽𝙧𝙖𝙫𝙤… pic.twitter.com/Vlgm0eRPGC— Olympique de Marseille (@OM_Officiel) August 17, 2024 Marseille byrjar tímabilið sem fyrr af krafti eftir 5-1 sigur á Brest þar sem Greenwood skoraði tvívegis, Luis Henrique tvívegis og Wahi einu sinni. Þá lagði Harit upp tvö mörk. Roberto De Zerbi, fyrrverandi þjálfari Brighton & Hove Albion, er þjálfari Marseille í dag. Fótbolti Franski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mál Mason Greenwood Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Frægastur þremenninganna er eflaust Mason Greenwood, fyrrverandi leikmaður Manchester United á Englandi. Frægðarsól hans reis hátt og framtíðin var björt. Viðvörunabjöllur hringdu þó þegar Greenwood kom til Íslands með enska landsliðinu og fékk íslenskar stúlkur upp á herbergi til sín ásamt Phil Foden þegar kórónuveiran var sem skæðust og samkomubönn voru í gildi. Ekki löngu síðar birti þáverandi kærasta Greenwoods myndir af sér alblóðugri og sagði hann bera ábyrgð. Þá birti hún hljóðskilaboð þar sem heyra mátti Greenwood reyna að þvinga hana til samræðis. Greenwood spilaði ekki fyrir Man United eftir þetta en var lánaður til Getafe á Spáni á síðustu leiktíð. Marseille keypti svo leikmanninn á tugi milljóna punda í sumar. Greenwood er ekki eini leikmaður Marseille með vafasama fortíð en félagið keypti einnig hinn 21 árs gamla Elye Wahi í sumar. Í október árið 2021 lagði 22 ára gömul kona fram kæru á hendur Wahi fyrir að kýla sig á skemmtistað mánuði áður. Wahi, sem var þá 18 ára gamall leikmaður Montpellier, var aldrei dæmdur vegna málsins. Í nóvember sama ár var leikmaðurinn undir rannsókn lögreglu vegna atvika sem sögðu voru hafa átt sér stað þegar hann var í unglingaliði Caen. Félagið lét hann á endanum fara án þess að gefa upp ástæðuna en Wahi var mikið efni og því skrítið að lið á borð við Caen hafi látið hann fara frítt. Í nóvember 2021 kom hins vegar fram að lögreglan væri með til rannsóknar athæfi Wahi á salernum skólans sem hann var í þegar hann lék með unglingaliði Caen. Á leikmaðurinn að hafa þvingað yngri börn, talin á aldrinum 11 til 14 ára, til að fróa sér fyrir framan hann. Líkt og með kæruna sama ár var Wahi aldrei dæmdur. Að lokum er það hinn 27 ára gamli Amine Harit sem keyrði á mann í heimalandi sínu Marokkó árið 2018 með þeim afleiðingum að hann dó. Harit var þarna stjarna Schalke 04 í Þýskalandi og nýbúinn að spila fyrir þjóð sína á HM. Harit sagði 14 ára gamlan bróðir sinn hafa verið við stýrið en lögreglan afsannaði þá staðhæfingu. Þá segir að leikmaðurinn hafi reynt að flýja vettvang slyssins en hafi verið stöðvaður af vitnum. ⏱️ 90+7’ | #SB29OM 1️⃣-5️⃣𝐐𝐮𝐞𝐥𝐥𝐞 𝐞𝐧𝐭𝐫𝐞́𝐞 𝐞𝐧 𝐦𝐚𝐭𝐢𝐞̀𝐫𝐞 !L’OM débute son championnat de la meilleure des manières avec une belle victoire en Bretagne ⚡️💪Les buteurs du jour : Mason Greenwood (x2), Luis Henrique (x2) et Elye Wahi 5️⃣⚽️𝘽𝙧𝙖𝙫𝙤… pic.twitter.com/Vlgm0eRPGC— Olympique de Marseille (@OM_Officiel) August 17, 2024 Marseille byrjar tímabilið sem fyrr af krafti eftir 5-1 sigur á Brest þar sem Greenwood skoraði tvívegis, Luis Henrique tvívegis og Wahi einu sinni. Þá lagði Harit upp tvö mörk. Roberto De Zerbi, fyrrverandi þjálfari Brighton & Hove Albion, er þjálfari Marseille í dag.
Fótbolti Franski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mál Mason Greenwood Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira